„Hann gæti dáið og þið þurfið að undirbúa ykkur“ Stefán Árni Pálsson skrifar 10. janúar 2022 10:30 Karenína neitaði að fara eftir leiðbeiningum Læknavaktarinnar og hringdi á sjúkrabíl. Það bjargaði lífi syni hennar. Karenína Elsudóttir er einstæð móðir tveggja barna, Alexanders og Rebekku. Fjölskyldan býr í Grafarholtinu í Reykjavík en óhætt er að segja að lífið hafi tekið snúning í apríl á síðasta ári þegar Alexander veiktist illa og það á afmælisdaginn sinn. „Ég vakna við öskur og vissi bara ekki hvað væri í gangi, fer fram úr og hann segist vera með hausverk. Ég fer fram og gef honum verkjatöflu og kaldan þvottapoka á hausinn. Þá byrjar hann að æla og æla. Þarna vorum við í sóttkví þannig að ég vissi ekki hvert ég mætti fara með hann. Ég ákvað að hringja í Læknavaktina og þar er mér sagt að gefa honum verkjalyf en ég svara þá að ég komi því ekki ofan í hann, hann æli því bara,“ segir Karenína sem var leiðbeint að bíða í 30 til 60 mínútur og sjá til hvernig hann yrði. Missir meðvitund „Mér fannst það ekki eðlilegt og því hringi ég bara beint í Neyðarlínuna. Þeir segjast strax ætla senda bíl af stað og síðan missir hann meðvitund. Ég byrja að hrista hann og þeir segja við mig að klípa í hann. Enginn viðbrögð. Þeir segja mér að leggja hann á hliðina og þarna byrja ég að hágráta, hvað er í gangi? Er barnið mitt að deyja? Ég hef aldrei verið jafn hrædd. Maður kann skyndihjálp en maður gleymir öllu og ég vissi ekkert hvað ég átti að gera.“ Sjúkraflutningamennirnir komu á staðinn og þeir töluðu strax um að hafa ekki tíma til að ná í börur. Því var hann tekinn upp á öxlina og þeir brunuðu með hann á sjúkrahúsið. „Ég mátti ekki fara með honum á spítalann því hann var í sóttkví og því var ég það líka. Ég öskurgræt þarna heima. Það leið klukkutími þangað til að ég fékk svar frá Barnaspítalanum um hvað væri í gangi. Ég talaði við vinkonu mína í símann sem náði að róa mig niður. Síðan hringja þau í mig og segja við mig að hann sé með blæðingu inn á heila,“ segir Karenína. Í ljós kom að drengurinn hennar hafði fæðst með æðaflækju í heila. Eitthvað sem Karenína hafði ekki hugmynd um. Beint í aðgerð „Ég næ í barnsföður minn og við förum niður á Barnaspítala. Þegar við komum þangað er hann kominn upp í Fossvog það er verið að undirbúa hann fyrir aðgerð. Við mætum þangað og förum beint upp á gjörgæslu. Þá kemur heilaskurðlæknir inn og er ógeðslega alvarlegur og segir, hann gæti dáið og þið þurfið að undirbúa ykkur og fjölskyldu ykkar fyrir það. Ég vissi ekki hvað ég átti að gera. Hvernig get ég sagt foreldrum mínum og systur minni?“ Alexander fór í aðgerð sem tók um átta klukkustundir. „Svo kemur læknirinn til okkar eftir aðgerð og segir, hann verður allt í lagi. Hann hafði fulla trú á því að hann myndi jafna sig að fullu. Þetta var það besta sem ég hef heyrt. Hann var í öndunarvél og haldið sofandi til að byrja með. Hann var í fjóra mánuði upp á spítala og þurfti að læra allt aftur upp á nýtt, læra ganga og borða og allt.“ Karenína segir að sjúkraflutningamennirnir hafi í raun bjargað lífi hans. Ef þeir hefðu ekki brugðist svona fljótlega við hefði Alexander dáið. „Ef ég hefði beðið í þessar sextíu mínútur þá hefði hann dáið. Ég lagði inn kvörtun í maí og fékk svar fljótlega að þeim þyki þetta leitt á Læknavaktinni og munu skoða málið. Ég heyri síðan ekkert í þeim og sendi aftur í júní. Þá fæ ég að vita að þau ætli að taka fund eftir sumarfrí og skoða þetta mál ítarlega. Þá hugsa ég að það sé nú jákvætt og þetta verði lagað. Síðan sé ég póst á Facebook frá einni mömmu og þá var einmitt ekki hlustað á hana í símann og barnið fékk mjög alvarlega lungnabólgu og endaði á spítala. Þá varð ég alveg brjáluð. Þetta getur ekki gengið svona og það verður að laga þetta viðhorf til foreldra.“ Hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni. Ísland í dag Heilbrigðismál Reykjavík Mest lesið Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi Lífið Kynntust í Keflavík og gista saman í villu í Kenýa Ferðalög Enginn í joggingbuxum í París Lífið Gefur endurkomu undir fótinn Lífið Fagnar gagnrýni á „rasshausa-ummæli“ sín Lífið Embla Wigum flytur aftur á Klakann Lífið Andri og Anne selja í Fossvogi Lífið Bak við tjöld Víkurinnar: Háskalegar aðstæður og hættulegur ferðamaður á hjara veraldar Bíó og sjónvarp „Hættið að senda mér gervigreindarmyndbönd af pabba“ Bíó og sjónvarp Silja Rós og Magnús eiga von á dreng Lífið Fleiri fréttir Dauðlangar í kynlífsdúkku en óttast álit annarra Fagnar gagnrýni á „rasshausa-ummæli“ sín Silja Rós og Magnús eiga von á dreng Andri og Anne selja í Fossvogi Ljúffeng gulrótarkaka í morgunmat „Þetta fólk myndi ekki rata í Víkina með Google Maps“ Fór á skeljarnar eftir siglingu um Miðjarðarhafið Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi „Mikilvægt að íslenskt samfélag virði alla sem Íslendinga“ Gefur endurkomu undir fótinn Enginn í joggingbuxum í París Guðrún er með sólarsellurafmagn í sautján fermetra húsi sínu Embla Wigum flytur aftur á Klakann Helgi Ómars útskrifaður sem heilsumarkþjálfi Stelur af Sigga Bond: „Þá ætla ég að tala við Hannes Hólmstein“ „Finn ekki fyrir pressu“ Þórunn Elísabet og Jón selja í Vesturbænum Götulistamaðurinn Jójó látinn Hvernig er best að byggja upp traust? Þótti ekki viðeigandi að gefa fagaðilum gervitittlinga „Guð skapaði þig og hann gerir ekki mistök“ „Finnst við oft gleyma þeim sem geta ekki tjáð sig“ Dreymir um að finna fólkið sem gaf hana frá sér Krúttlegustu áheyrnarprufur ársins Kossaflens á klúbbnum Sjóðheitar skvísur í hvolpajóga brutu næstum Internetið Sárþjáður Eyfi sendur með sjúkrabíl og skellt í aðgerð „Hálfur áratugur með þér my love“ Herra stal hundi Sunnevu og tók með í Bannað að hlæja Enn veldur Britney áhyggjum Sjá meira
„Ég vakna við öskur og vissi bara ekki hvað væri í gangi, fer fram úr og hann segist vera með hausverk. Ég fer fram og gef honum verkjatöflu og kaldan þvottapoka á hausinn. Þá byrjar hann að æla og æla. Þarna vorum við í sóttkví þannig að ég vissi ekki hvert ég mætti fara með hann. Ég ákvað að hringja í Læknavaktina og þar er mér sagt að gefa honum verkjalyf en ég svara þá að ég komi því ekki ofan í hann, hann æli því bara,“ segir Karenína sem var leiðbeint að bíða í 30 til 60 mínútur og sjá til hvernig hann yrði. Missir meðvitund „Mér fannst það ekki eðlilegt og því hringi ég bara beint í Neyðarlínuna. Þeir segjast strax ætla senda bíl af stað og síðan missir hann meðvitund. Ég byrja að hrista hann og þeir segja við mig að klípa í hann. Enginn viðbrögð. Þeir segja mér að leggja hann á hliðina og þarna byrja ég að hágráta, hvað er í gangi? Er barnið mitt að deyja? Ég hef aldrei verið jafn hrædd. Maður kann skyndihjálp en maður gleymir öllu og ég vissi ekkert hvað ég átti að gera.“ Sjúkraflutningamennirnir komu á staðinn og þeir töluðu strax um að hafa ekki tíma til að ná í börur. Því var hann tekinn upp á öxlina og þeir brunuðu með hann á sjúkrahúsið. „Ég mátti ekki fara með honum á spítalann því hann var í sóttkví og því var ég það líka. Ég öskurgræt þarna heima. Það leið klukkutími þangað til að ég fékk svar frá Barnaspítalanum um hvað væri í gangi. Ég talaði við vinkonu mína í símann sem náði að róa mig niður. Síðan hringja þau í mig og segja við mig að hann sé með blæðingu inn á heila,“ segir Karenína. Í ljós kom að drengurinn hennar hafði fæðst með æðaflækju í heila. Eitthvað sem Karenína hafði ekki hugmynd um. Beint í aðgerð „Ég næ í barnsföður minn og við förum niður á Barnaspítala. Þegar við komum þangað er hann kominn upp í Fossvog það er verið að undirbúa hann fyrir aðgerð. Við mætum þangað og förum beint upp á gjörgæslu. Þá kemur heilaskurðlæknir inn og er ógeðslega alvarlegur og segir, hann gæti dáið og þið þurfið að undirbúa ykkur og fjölskyldu ykkar fyrir það. Ég vissi ekki hvað ég átti að gera. Hvernig get ég sagt foreldrum mínum og systur minni?“ Alexander fór í aðgerð sem tók um átta klukkustundir. „Svo kemur læknirinn til okkar eftir aðgerð og segir, hann verður allt í lagi. Hann hafði fulla trú á því að hann myndi jafna sig að fullu. Þetta var það besta sem ég hef heyrt. Hann var í öndunarvél og haldið sofandi til að byrja með. Hann var í fjóra mánuði upp á spítala og þurfti að læra allt aftur upp á nýtt, læra ganga og borða og allt.“ Karenína segir að sjúkraflutningamennirnir hafi í raun bjargað lífi hans. Ef þeir hefðu ekki brugðist svona fljótlega við hefði Alexander dáið. „Ef ég hefði beðið í þessar sextíu mínútur þá hefði hann dáið. Ég lagði inn kvörtun í maí og fékk svar fljótlega að þeim þyki þetta leitt á Læknavaktinni og munu skoða málið. Ég heyri síðan ekkert í þeim og sendi aftur í júní. Þá fæ ég að vita að þau ætli að taka fund eftir sumarfrí og skoða þetta mál ítarlega. Þá hugsa ég að það sé nú jákvætt og þetta verði lagað. Síðan sé ég póst á Facebook frá einni mömmu og þá var einmitt ekki hlustað á hana í símann og barnið fékk mjög alvarlega lungnabólgu og endaði á spítala. Þá varð ég alveg brjáluð. Þetta getur ekki gengið svona og það verður að laga þetta viðhorf til foreldra.“ Hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni.
Ísland í dag Heilbrigðismál Reykjavík Mest lesið Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi Lífið Kynntust í Keflavík og gista saman í villu í Kenýa Ferðalög Enginn í joggingbuxum í París Lífið Gefur endurkomu undir fótinn Lífið Fagnar gagnrýni á „rasshausa-ummæli“ sín Lífið Embla Wigum flytur aftur á Klakann Lífið Andri og Anne selja í Fossvogi Lífið Bak við tjöld Víkurinnar: Háskalegar aðstæður og hættulegur ferðamaður á hjara veraldar Bíó og sjónvarp „Hættið að senda mér gervigreindarmyndbönd af pabba“ Bíó og sjónvarp Silja Rós og Magnús eiga von á dreng Lífið Fleiri fréttir Dauðlangar í kynlífsdúkku en óttast álit annarra Fagnar gagnrýni á „rasshausa-ummæli“ sín Silja Rós og Magnús eiga von á dreng Andri og Anne selja í Fossvogi Ljúffeng gulrótarkaka í morgunmat „Þetta fólk myndi ekki rata í Víkina með Google Maps“ Fór á skeljarnar eftir siglingu um Miðjarðarhafið Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi „Mikilvægt að íslenskt samfélag virði alla sem Íslendinga“ Gefur endurkomu undir fótinn Enginn í joggingbuxum í París Guðrún er með sólarsellurafmagn í sautján fermetra húsi sínu Embla Wigum flytur aftur á Klakann Helgi Ómars útskrifaður sem heilsumarkþjálfi Stelur af Sigga Bond: „Þá ætla ég að tala við Hannes Hólmstein“ „Finn ekki fyrir pressu“ Þórunn Elísabet og Jón selja í Vesturbænum Götulistamaðurinn Jójó látinn Hvernig er best að byggja upp traust? Þótti ekki viðeigandi að gefa fagaðilum gervitittlinga „Guð skapaði þig og hann gerir ekki mistök“ „Finnst við oft gleyma þeim sem geta ekki tjáð sig“ Dreymir um að finna fólkið sem gaf hana frá sér Krúttlegustu áheyrnarprufur ársins Kossaflens á klúbbnum Sjóðheitar skvísur í hvolpajóga brutu næstum Internetið Sárþjáður Eyfi sendur með sjúkrabíl og skellt í aðgerð „Hálfur áratugur með þér my love“ Herra stal hundi Sunnevu og tók með í Bannað að hlæja Enn veldur Britney áhyggjum Sjá meira
Bak við tjöld Víkurinnar: Háskalegar aðstæður og hættulegur ferðamaður á hjara veraldar Bíó og sjónvarp
Bak við tjöld Víkurinnar: Háskalegar aðstæður og hættulegur ferðamaður á hjara veraldar Bíó og sjónvarp