Loka í þrjár vikur til að aðstoða Landspítalann: „Þetta er bara dauðans alvara“ Eiður Þór Árnason skrifar 8. janúar 2022 18:56 Klíníkin í Ármúla starfrækir fjórar skurðstofur. Vísir/Hanna Ákveðið hefur verið að loka Klíníkinni næstu þrjár vikurnar á meðan tæplega tuttugu starfsmenn fyrirtækisins hlaupa undir bagga með starfsfólki Landspítalans. Framkvæmdastjóri Klíníkinnar segir að aflýsa þurfi um 206 aðgerðum vegna þessa en að starfsliðið hafi talið mikilvægt að svara kallinu í ljósi þess mikla álags sem faraldurinn hafi lagt á spítalann. Hluti starfsmanna byrjar að sinna Covid-sjúklingum strax í fyrramálið. Mbl.is greindi fyrst frá. Klíníkin hefur áður skert starfsemi sína til að aðstoða spítalann en þetta er í fyrsta sinn sem skurðstofustarfseminni er alfarið lokað. Í ágúst lokuðu stjórnendur tveimur skurðstofum af fjórum til að losa starfsfólk og þá hefur fyrirtækið tekið að sér aðgerðir fyrir Landspítalann til að grynnka á biðlistum. Ekkert annað í stöðunni „Þetta er miklu alvarlega mál núna svo það var ekkert annað í stöðunni en að loka alveg fyrirtækinu og að það færu allir niður eftir,“ segir Sigurður Ingi Björnsson, framkvæmdastjóri Klíníkurinnar. Landspítalinn greindi frá því í morgun að 38 sjúklingar væru þar ýmist með eða vegna Covid-19. Átta eru á gjörgæslu og þar af sex í öndunarvél. Klíníkin mun áfram greiða starfsfólki sínu laun en Sjúkratryggingar Íslands bæta fyrirtækinu fjárhagslegt tjón vegna lokunarinnar. Sigurður Ingi Björnsson, framkvæmdastjóri Klíníkurinnar.Klíníkin „Við vorum búin að vera í reglulegum samskiptum við spítalann þegar ómíkron fór að láta á sér kræla. Við vissum hvert stefndi en svo fengum við erindi frá heilbrigðisráðuneytinu á miðvikudaginn um að við lögðum allt frá okkur og færum þarna niður eftir,“ segir Sigurður. Í kjölfarið hafi hugmyndin verið borin undir starfsmenn sem voru allir reiðubúnir að fara. Núverandi bylgja geti drekkt Landspítalanum „Þetta verður eiginlega stóra prófið fyrir heilbrigðiskerfið. Ég held að þetta verði miklu þyngra heldur en áður svo það var ekkert annað í stöðinni en að taka vel í þetta. Við förum bara þarna inn og gerum það sem við getum.“ „Hinn hópurinn sem þarf að fá smá kredit eru þeir sjúklingar sem láta þetta yfir sig ganga. Þessar tafir verða mikið rask fyrir þennan hóp,“ bætir Sigurður við. Hann hvetur nú fólk eindregið til að gæta að sóttvörnum, láta bólusetja sig fyrir alla muni og þiggja örvunarskammt. „Þetta er ekkert grín núna. Þetta er bara dauðans alvara og það er alveg möguleiki að spítalinn fari á kaf ef verstu spár ganga eftir.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Landspítalinn Mest lesið Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Trump-liðar heita hefndum Erlent Reikna með gosi í lok mánaðar Innlent Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Erlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Innlent Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Fleiri fréttir Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Sjá meira
Framkvæmdastjóri Klíníkinnar segir að aflýsa þurfi um 206 aðgerðum vegna þessa en að starfsliðið hafi talið mikilvægt að svara kallinu í ljósi þess mikla álags sem faraldurinn hafi lagt á spítalann. Hluti starfsmanna byrjar að sinna Covid-sjúklingum strax í fyrramálið. Mbl.is greindi fyrst frá. Klíníkin hefur áður skert starfsemi sína til að aðstoða spítalann en þetta er í fyrsta sinn sem skurðstofustarfseminni er alfarið lokað. Í ágúst lokuðu stjórnendur tveimur skurðstofum af fjórum til að losa starfsfólk og þá hefur fyrirtækið tekið að sér aðgerðir fyrir Landspítalann til að grynnka á biðlistum. Ekkert annað í stöðunni „Þetta er miklu alvarlega mál núna svo það var ekkert annað í stöðunni en að loka alveg fyrirtækinu og að það færu allir niður eftir,“ segir Sigurður Ingi Björnsson, framkvæmdastjóri Klíníkurinnar. Landspítalinn greindi frá því í morgun að 38 sjúklingar væru þar ýmist með eða vegna Covid-19. Átta eru á gjörgæslu og þar af sex í öndunarvél. Klíníkin mun áfram greiða starfsfólki sínu laun en Sjúkratryggingar Íslands bæta fyrirtækinu fjárhagslegt tjón vegna lokunarinnar. Sigurður Ingi Björnsson, framkvæmdastjóri Klíníkurinnar.Klíníkin „Við vorum búin að vera í reglulegum samskiptum við spítalann þegar ómíkron fór að láta á sér kræla. Við vissum hvert stefndi en svo fengum við erindi frá heilbrigðisráðuneytinu á miðvikudaginn um að við lögðum allt frá okkur og færum þarna niður eftir,“ segir Sigurður. Í kjölfarið hafi hugmyndin verið borin undir starfsmenn sem voru allir reiðubúnir að fara. Núverandi bylgja geti drekkt Landspítalanum „Þetta verður eiginlega stóra prófið fyrir heilbrigðiskerfið. Ég held að þetta verði miklu þyngra heldur en áður svo það var ekkert annað í stöðinni en að taka vel í þetta. Við förum bara þarna inn og gerum það sem við getum.“ „Hinn hópurinn sem þarf að fá smá kredit eru þeir sjúklingar sem láta þetta yfir sig ganga. Þessar tafir verða mikið rask fyrir þennan hóp,“ bætir Sigurður við. Hann hvetur nú fólk eindregið til að gæta að sóttvörnum, láta bólusetja sig fyrir alla muni og þiggja örvunarskammt. „Þetta er ekkert grín núna. Þetta er bara dauðans alvara og það er alveg möguleiki að spítalinn fari á kaf ef verstu spár ganga eftir.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Landspítalinn Mest lesið Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Trump-liðar heita hefndum Erlent Reikna með gosi í lok mánaðar Innlent Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Erlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Innlent Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Fleiri fréttir Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Sjá meira
Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels