Barcelona missteig sig enn og aftur

Sigurður Orri Kristjánsson skrifar
Gavi sá rautt
Gavi sá rautt EPA-EFE/MIGUEL ANGEL MOLINA

Stórlið Barcelona lenti í vandræðum með Granada í spænsku úrvalsdeildinni í fótbolta í kvöld. Börsungar hafa farið ágætlega af stað undir stjórn Xavi en lokatölur í þessum leik urðu 1-1 jafntefli.

Eftir markalausan fyrri hálfleik þá kom Luke de Jong Barcelona yfir á 57. mínútu en liðið hafði gjörsamlega stjórnað leiknum fram að markinu. de Jong skoraði einmitt mikilvægt mark um síðustu helgi. Memphis Depay átti sendingu frá hægri og de Jong stökk hæst allra og skoraði og ekkert benti til annars en að Katalóníuliðið myndi sigla leiknum heim.

Það reyndist þó ekki rétt því Gavi fékk sitt annað gula spjald á 79. mínútu og þar með rautt. Barcelona bökkuðu en tókst ekki að halda markinu hreinu. Antonio Puertas skoraði á 89. mínútu og jafnaði í 1-1. Þannig lauk leiknum. Mikil vonbrigði fyrir Barcelona.

Barcelona er í 6. sæti deildarinnar með 32 stig en Granada situr í því 12. með 24 stig.

Bein lýsing

Leikirnir






    Fleiri fréttir

    Sjá meira