Lífið

Kasper, Jesper og Jónatan litu við í Laugardalshöll

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Ræningjarnir Kasper, Jesper og Jónatan voru staddir niðri í Laugardalshöll í morgun. Hverju þeir ætluðu að ræna er óvíst.
Ræningjarnir Kasper, Jesper og Jónatan voru staddir niðri í Laugardalshöll í morgun. Hverju þeir ætluðu að ræna er óvíst. Vísir/Vilhelm

Ræningjarnir Kasper, Jesper og Jónatan úr Kardemommubæ Þjóðleikhússins voru niðri í Laugardalshöll í morgun til að skemmta börnum, sem þangað voru komin í bólusetningu.

Börn á aldrinum fimm til ellefu ára fengu að mæta niður í Laugardal í dag til að fara í bólusetningu gegn Covid-19. Börn á þessum aldri geta mörg verið kvíðin og hrædd í þessum aðstæðum og brá Heilsugæslan því á það ráð að nota límmiða, sápukúlur og leikatriði til að létta stemninguna. 

Bólusett verður alla vikuna í Laugardalshöll en víða um land hófst bólusetning barna á þessum aldri í síðustu viku.


Tengdar fréttir

Reyna að létta stemmninguna fyrir börnin

Lím­miðar, sápu­kúlur og leik­at­riði eru notuð til að reyna að létta stemmninguna við bólu­setningar barna á höfuðborgarsvæðinu sem hófust með skipu­legum hætti í há­deginu í dag. Allt hefur gengið vel fyrir sig þar en tals­vert meiri tími fer í að bólu­setja börn en full­orðna.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×