Heppinn að sleppa lifandi frá háskalegri viðureign við bílaþjóf í Kópavogi Jakob Bjarnar skrifar 7. janúar 2022 10:13 Þessa bíls er nú leitað af Hilmar og lögreglu. Hilmar biður lesendur Vísis að hafa hjá sér augun, ef þeir sjá dökkbláan Peugeot 407 station með nr. LV-963 og hafa þá samband við lögreglu eða sig í síma 762-3105. Hilmar Ögmundsson ráðgjafi lenti í afar óskemmtilegu atviki nú í morgun, nokkru sem fæstir vilja lenda í. Hann var með bíl sinn í gangi fyrir utan heimili sitt að Kópalind í Kópavogi og skaust inn til að ná í börn sín sem eru tvö, stelpa og strákur, sex og sjö ára gömul, til að fara með þau í skóla. Rétt á meðan vindur ungur maður sér inn í bílinn og ekur á brott. Hilmar segir að þetta hafi ekki verið neinn fagmaður því hann var að baksa við að koma bílnum í bakkgír. Skrapað hné og blóðugur putti Hilmar áttaði sig þegar á því að ekki var allt með felldu. „Ég náði að opna hurðina og grípa í hann en hann keyrði með mig af stað og ég datt í götuna. Hann var næstum búinn að keyra á kyrrstæðan bíl og drepa mig,“ segir Hilmar sem hefur lýst eftir bílnum á Facebook-svæði íbúa Lindahverfis. Hilmar náði ekki að stöðva bílaþjófinn og er nú með skrapað hné og blóðugan putta eftir atganginn sem börn hans sex og sjö ára máttu horfa uppá. Um er að ræða dökkbláan Peugeot 407 station með nr. LV-963. Hilmar segir í samtali við Vísi hafa sett sig þegar í samband við lögregluna sem brást skjótt við og hefur hún sent út tilkynningu til allra umdæma. „Já, lögreglan kom strax á staðinn. Þeir voru snöggir að svara og sáu bílinn keyra inn Fífuhvammsveg á myndavélum sínum,“ segir Hilmar sem starfar sem ráðgjafi eða sérfræðingur hjá fjármálaráðuneyti Grænlands. Með aðsetur hér á Íslandi. Hann segir þetta sérkennilega reynslu að lenda í en það sé svo sem verið að stela bílum daglega. Börnin máttu horfa upp á atganginn Hilmar segir það svo að hann hafi einmitt hugsað til þess að ætli bílnum verði ekki stolið þegar hann fór inn til að sækja börnin. En þá vikið þeim þanka frá sér. En ekki var um nema fáeinar mínútur sem liðu frá því og þegar hann sá að einhver var kominn inn í bílinn. Hann hugsaði sig ekki um. Segir að hann hefði kannski frekar átt að reyna að henda sér í aftursæti bifreiðarinnar en menn hugsi ekki mikið við aðstæður sem þessar. En þetta hafi sannarlega verið óþægilegt að lenda í. „Ég er með skrapað hné og blóðugun putta eftir þetta. En það er vont að börnin hafi þurft að horfa uppá þetta,“ segir Hilmar. Lögreglumál Kópavogur Mest lesið Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Innlent Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Erlent Segir Trump ekki reiðan Íslandi Erlent Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ Innlent Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Erlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Innlent Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Innlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Innlent Fleiri fréttir 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Óttast að útlendingafrumvarpið þjóni ekki tilgangi sínum Sigurvíma, hópuppsögn og auðar brekkur Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Elísabet tekur tímabundið við embætti landlæknis Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Metaðsókn í starfsendurhæfingu Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Konan enn þungt haldin Leiðir samningaviðræðurnar við bændur Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ „Tel nægja að menn séu að fremja ítrekuð afbrot“ Ólga meðal eldfjallafræðinga og bruni á Húsavík Fjármál barnanna geti haft áhrif á eftirlaun foreldranna Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Karlarnir leiða að ósk kvennanna Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Sjá meira
Hann var með bíl sinn í gangi fyrir utan heimili sitt að Kópalind í Kópavogi og skaust inn til að ná í börn sín sem eru tvö, stelpa og strákur, sex og sjö ára gömul, til að fara með þau í skóla. Rétt á meðan vindur ungur maður sér inn í bílinn og ekur á brott. Hilmar segir að þetta hafi ekki verið neinn fagmaður því hann var að baksa við að koma bílnum í bakkgír. Skrapað hné og blóðugur putti Hilmar áttaði sig þegar á því að ekki var allt með felldu. „Ég náði að opna hurðina og grípa í hann en hann keyrði með mig af stað og ég datt í götuna. Hann var næstum búinn að keyra á kyrrstæðan bíl og drepa mig,“ segir Hilmar sem hefur lýst eftir bílnum á Facebook-svæði íbúa Lindahverfis. Hilmar náði ekki að stöðva bílaþjófinn og er nú með skrapað hné og blóðugan putta eftir atganginn sem börn hans sex og sjö ára máttu horfa uppá. Um er að ræða dökkbláan Peugeot 407 station með nr. LV-963. Hilmar segir í samtali við Vísi hafa sett sig þegar í samband við lögregluna sem brást skjótt við og hefur hún sent út tilkynningu til allra umdæma. „Já, lögreglan kom strax á staðinn. Þeir voru snöggir að svara og sáu bílinn keyra inn Fífuhvammsveg á myndavélum sínum,“ segir Hilmar sem starfar sem ráðgjafi eða sérfræðingur hjá fjármálaráðuneyti Grænlands. Með aðsetur hér á Íslandi. Hann segir þetta sérkennilega reynslu að lenda í en það sé svo sem verið að stela bílum daglega. Börnin máttu horfa upp á atganginn Hilmar segir það svo að hann hafi einmitt hugsað til þess að ætli bílnum verði ekki stolið þegar hann fór inn til að sækja börnin. En þá vikið þeim þanka frá sér. En ekki var um nema fáeinar mínútur sem liðu frá því og þegar hann sá að einhver var kominn inn í bílinn. Hann hugsaði sig ekki um. Segir að hann hefði kannski frekar átt að reyna að henda sér í aftursæti bifreiðarinnar en menn hugsi ekki mikið við aðstæður sem þessar. En þetta hafi sannarlega verið óþægilegt að lenda í. „Ég er með skrapað hné og blóðugun putta eftir þetta. En það er vont að börnin hafi þurft að horfa uppá þetta,“ segir Hilmar.
Lögreglumál Kópavogur Mest lesið Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Innlent Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Erlent Segir Trump ekki reiðan Íslandi Erlent Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ Innlent Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Erlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Innlent Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Innlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Innlent Fleiri fréttir 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Óttast að útlendingafrumvarpið þjóni ekki tilgangi sínum Sigurvíma, hópuppsögn og auðar brekkur Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Elísabet tekur tímabundið við embætti landlæknis Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Metaðsókn í starfsendurhæfingu Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Konan enn þungt haldin Leiðir samningaviðræðurnar við bændur Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ „Tel nægja að menn séu að fremja ítrekuð afbrot“ Ólga meðal eldfjallafræðinga og bruni á Húsavík Fjármál barnanna geti haft áhrif á eftirlaun foreldranna Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Karlarnir leiða að ósk kvennanna Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Sjá meira