„Heilsustofnun hefur ekkert að fela“ Kristín Ólafsdóttir skrifar 6. janúar 2022 14:59 Þórir Haraldsson er forstjóri Heilsustofnunarinnar í Hveragerði. Samsett Þórir Haraldsson forstjóri Heilsustofnunarinnar í Hveragerði segir stofnunina ekkert hafa að fela eftir að Kjarninn greindi frá úttekt eftirlitsdeildar Sjúkratrygginga Íslands, þar sem fram kom að Náttúrulækningafélag Íslands, eigandi stofnunarinnar, hefði með ólögmætum hætti tekið um 600 milljónir úr starfsemi Heilsustofnunarinnar. Þórir segir hverri einustu krónu hafa verið veitt til að þjónusta sjúklinga í samræmi við þjónustusamning. Vísir fjallaði einnig um úttekt Sjúkratrygginga í kjölfar umfjöllunar Kjarnans í morgun. Í bréfi eftirlitsdeildar Sjúkratrygginga segir að ljóst sé að úttekt NLFÍ á tæplega 600 milljónum króna úr rekstri Heilsustofnunarinnar sé ólögmæt og skekki rekstrarreikning stofnunarinnar, auk þess sem stofnunin hafi verið látin greiða afborganir lána af fasteignum í eigu NLFÍ ásamt því að bera allan viðhalds- og rekstrarkostnað. Þá sé upplýst að teknir hafi verið fjármunir út úr rekstrinum sem komi rekstri Heilsustofnunarinnar ekkert við. Þórir Haraldsson forstjóri Heilsustofnunarinnar segir í tilkynningu sem hann sendi frá sér vegna málsins nú síðdegis að úttekt Sjúkratrygginga á málefnum Heilsustofnunarinnar sé ekki lokið, öfugt við það sem Kjarninn segi í frétt sinni. Svar Heilsustofnunar til Sjúkratrygginga hefði verið metið sem andmæli og stofnunin líti því svo á að úttektinni sé ekki lokið og að enn eigi eftir að taka tillit til andmæla þeirra. Þá sé það rangt að um 600 milljónir króna hafi verið teknar ólöglega út úr Heilsustofnun á fimmtán árum. Þvert á móti hafi „hver einasta króna af framlagi ríkisins til Heilsustofnunar […]farið til að veita þjónustu til sjúklinga í samræmi við þjónustusamning stofnunarinnar við Sjúkratryggingar Íslands,“ segir Þórir. Daggjöldin vegna of lágra framlaga Sjúkratrygginga Einstaklingar greiði sérdaggjöld þar sem framlög ríkisins nægi ekki fyrir meðferðarkostnaði. Sjúkratryggingar hafi alltaf haft upplýsingar um fjárhæð þeirra greiðslna. Greiðslur til Náttúrulækningafélags Íslands, eiganda Heilsustofnunarinnar, séu jafnframt í samræmi við samninginn sem gerður var árið 1991. Sjúklingar Heilsutofnunar hafi með sérdaggjöldum greitt um 300 milljónir króna síðustu fimm ár til að kosta meðferðarstarf vegna þess að „framlög Sjúkratrygginga hafa ekki einu sinni nægt fyrir meðferðarkostnaði,“ segir Þórir. „Heilsustofnun hefur ekkert að fela. Við höfum sent Sjúkratryggingum, og áður heilbrigðisráðuneytinu ársreikninga, skýrslur og niðurstöður árangursmælinga og fengið lof þeirra fyrir góð og skilvirk skil. Þá hefur Ríkisendurskoðun fengið ársreikninga stofnunarinnar. Allar okkar bækur eru opnar fyrir Sjúkratryggingar og Ríkisendurskoðun, öllum fyrirspurnum hefur verið svarað og engar athugasemdir hafa verið gerðar, - aldrei, hvorki við faglega þjónustu né fjármál,“ segir Þórir í tilkynningu. „Til að fá niðurstöðu í málin og ljúka því óskaði Heilsustofnun í gær eftir fundi með Sjúkratryggingum um þær kröfur sem eftirlitsdeildin hefur sett fram og hvort Sjúkratryggingar fari fram á einhverja breytingu á kröfum til Heilsustofnunar.“ Heilbrigðismál Hveragerði Mest lesið Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Innlent Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Erlent Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Erlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent Fleiri fréttir Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Breytt veiðigjaldafrumvarp lagt fram Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Sjá meira
Vísir fjallaði einnig um úttekt Sjúkratrygginga í kjölfar umfjöllunar Kjarnans í morgun. Í bréfi eftirlitsdeildar Sjúkratrygginga segir að ljóst sé að úttekt NLFÍ á tæplega 600 milljónum króna úr rekstri Heilsustofnunarinnar sé ólögmæt og skekki rekstrarreikning stofnunarinnar, auk þess sem stofnunin hafi verið látin greiða afborganir lána af fasteignum í eigu NLFÍ ásamt því að bera allan viðhalds- og rekstrarkostnað. Þá sé upplýst að teknir hafi verið fjármunir út úr rekstrinum sem komi rekstri Heilsustofnunarinnar ekkert við. Þórir Haraldsson forstjóri Heilsustofnunarinnar segir í tilkynningu sem hann sendi frá sér vegna málsins nú síðdegis að úttekt Sjúkratrygginga á málefnum Heilsustofnunarinnar sé ekki lokið, öfugt við það sem Kjarninn segi í frétt sinni. Svar Heilsustofnunar til Sjúkratrygginga hefði verið metið sem andmæli og stofnunin líti því svo á að úttektinni sé ekki lokið og að enn eigi eftir að taka tillit til andmæla þeirra. Þá sé það rangt að um 600 milljónir króna hafi verið teknar ólöglega út úr Heilsustofnun á fimmtán árum. Þvert á móti hafi „hver einasta króna af framlagi ríkisins til Heilsustofnunar […]farið til að veita þjónustu til sjúklinga í samræmi við þjónustusamning stofnunarinnar við Sjúkratryggingar Íslands,“ segir Þórir. Daggjöldin vegna of lágra framlaga Sjúkratrygginga Einstaklingar greiði sérdaggjöld þar sem framlög ríkisins nægi ekki fyrir meðferðarkostnaði. Sjúkratryggingar hafi alltaf haft upplýsingar um fjárhæð þeirra greiðslna. Greiðslur til Náttúrulækningafélags Íslands, eiganda Heilsustofnunarinnar, séu jafnframt í samræmi við samninginn sem gerður var árið 1991. Sjúklingar Heilsutofnunar hafi með sérdaggjöldum greitt um 300 milljónir króna síðustu fimm ár til að kosta meðferðarstarf vegna þess að „framlög Sjúkratrygginga hafa ekki einu sinni nægt fyrir meðferðarkostnaði,“ segir Þórir. „Heilsustofnun hefur ekkert að fela. Við höfum sent Sjúkratryggingum, og áður heilbrigðisráðuneytinu ársreikninga, skýrslur og niðurstöður árangursmælinga og fengið lof þeirra fyrir góð og skilvirk skil. Þá hefur Ríkisendurskoðun fengið ársreikninga stofnunarinnar. Allar okkar bækur eru opnar fyrir Sjúkratryggingar og Ríkisendurskoðun, öllum fyrirspurnum hefur verið svarað og engar athugasemdir hafa verið gerðar, - aldrei, hvorki við faglega þjónustu né fjármál,“ segir Þórir í tilkynningu. „Til að fá niðurstöðu í málin og ljúka því óskaði Heilsustofnun í gær eftir fundi með Sjúkratryggingum um þær kröfur sem eftirlitsdeildin hefur sett fram og hvort Sjúkratryggingar fari fram á einhverja breytingu á kröfum til Heilsustofnunar.“
Heilbrigðismál Hveragerði Mest lesið Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Innlent Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Erlent Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Erlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent Fleiri fréttir Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Breytt veiðigjaldafrumvarp lagt fram Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Sjá meira