Hætt að svara fyrirspurnum um niðurstöðu raðgreininga Eiður Þór Árnason skrifar 6. janúar 2022 13:30 Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir biður fólk um að sýna biðlund. Vísir/Vilhelm Unnið er að því bæta aðgengi fólks sem greinst hefur með kórónuveiruna að niðurstöðu raðgreiningar og vonar embætti landlæknis að upplýsingarnar verði aðgengilegar á Heilsuveru á næstu dögum. Fram að þessu hefur verið hægt að óska eftir niðurstöðum frá embættinu með sérstakri umsókn en stóraukinn áhugi leiddi til þess að erfitt hefur reynst fyrir starfsmenn að vinna úr öllum beiðnunum. Í dag var lokað fyrir þennan möguleika og verður fyrirspurnum um hvaða afbrigði einstaklingar hafa greinst með ekki lengur svarað hjá embætti landlæknis eða annars staðar. Þetta kemur fram í tilkynningu frá sóttvarnalækni en um 90% Covid-19 sýkinga innanlands eru í dag af ómíkron afbrigðinu og restin vegna delta. Tekur eina til tvær vikur að fá niðurstöður Íslensk erfðagreining hefur annast allar raðgreiningar vegna Covid-19 hérlendis fyrir hönd sýkla- og veirufræðideildar Landspítala og sóttvarnalæknis. Öll jákvæð sýni eru raðgreind en að sögn sóttvarnalæknis tekur það allt upp í eina til tvær vikur að fá niðurstöður. Einstaklingar eru nú beðnir um að sýna biðlund og nálgast þessar upplýsingar inn á Heilsuveru þegar þær verða þar tiltækar. Handvirkt ferli sem var ekki hannað fyrir slíkan áhuga Kjartan Hreinn Njálsson, aðstoðarmaður landlæknis, segir í samtali við Vísi að sprenging hafi verið í umsóknum um aðgang að niðurstöðu raðgreininga í gær, ofan í aukningu síðustu daga. Mjög eðlilegt sé að fólk hafi áhuga á að vita hvort það hafi greinst með ómíkron eða delta afbrigðið í ljósi umræðu síðustu vikna. Margar fyrirspurnir hafi borist í gegnum netspjallið á Covid.is þar sem fólki hafi verið bent á umsóknarferlið. Kjartan Hreinn Njálsson, aðstoðamaður landlæknis. Vísir/Vilhelm Hann segir mikla vinnu hafa fylgt því að veita einstaklingum aðgang að upplýsingunum og því mjög jákvætt að þær verði brátt aðgengilegar öllum á Heilsuveru. „Þessi lausn sem við erum með í gangi núna styður ekki við svona mikla eftirspurn og þess vegna þurfum við að gera þetta notendavænna fyrir almenning og líka þægilegra fyrir okkur,“ segir Kjartan. Gert sé ráð fyrir því að þessi áhugi muni minnka til muna þegar ómíkron nær alfarið yfirhöndinni hér á landi og lítill vafi verður á því hvaða afbrigði fólk greinist með. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Innlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Innlent Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði Innlent Önnur sprunga opnast Innlent Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Innlent Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Innlent Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Innlent Strandveiðar bannaðar á morgun Innlent Fleiri fréttir Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Kort: Sprungan lengist til norðurs Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Sjá meira
Fram að þessu hefur verið hægt að óska eftir niðurstöðum frá embættinu með sérstakri umsókn en stóraukinn áhugi leiddi til þess að erfitt hefur reynst fyrir starfsmenn að vinna úr öllum beiðnunum. Í dag var lokað fyrir þennan möguleika og verður fyrirspurnum um hvaða afbrigði einstaklingar hafa greinst með ekki lengur svarað hjá embætti landlæknis eða annars staðar. Þetta kemur fram í tilkynningu frá sóttvarnalækni en um 90% Covid-19 sýkinga innanlands eru í dag af ómíkron afbrigðinu og restin vegna delta. Tekur eina til tvær vikur að fá niðurstöður Íslensk erfðagreining hefur annast allar raðgreiningar vegna Covid-19 hérlendis fyrir hönd sýkla- og veirufræðideildar Landspítala og sóttvarnalæknis. Öll jákvæð sýni eru raðgreind en að sögn sóttvarnalæknis tekur það allt upp í eina til tvær vikur að fá niðurstöður. Einstaklingar eru nú beðnir um að sýna biðlund og nálgast þessar upplýsingar inn á Heilsuveru þegar þær verða þar tiltækar. Handvirkt ferli sem var ekki hannað fyrir slíkan áhuga Kjartan Hreinn Njálsson, aðstoðarmaður landlæknis, segir í samtali við Vísi að sprenging hafi verið í umsóknum um aðgang að niðurstöðu raðgreininga í gær, ofan í aukningu síðustu daga. Mjög eðlilegt sé að fólk hafi áhuga á að vita hvort það hafi greinst með ómíkron eða delta afbrigðið í ljósi umræðu síðustu vikna. Margar fyrirspurnir hafi borist í gegnum netspjallið á Covid.is þar sem fólki hafi verið bent á umsóknarferlið. Kjartan Hreinn Njálsson, aðstoðamaður landlæknis. Vísir/Vilhelm Hann segir mikla vinnu hafa fylgt því að veita einstaklingum aðgang að upplýsingunum og því mjög jákvætt að þær verði brátt aðgengilegar öllum á Heilsuveru. „Þessi lausn sem við erum með í gangi núna styður ekki við svona mikla eftirspurn og þess vegna þurfum við að gera þetta notendavænna fyrir almenning og líka þægilegra fyrir okkur,“ segir Kjartan. Gert sé ráð fyrir því að þessi áhugi muni minnka til muna þegar ómíkron nær alfarið yfirhöndinni hér á landi og lítill vafi verður á því hvaða afbrigði fólk greinist með.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Innlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Innlent Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði Innlent Önnur sprunga opnast Innlent Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Innlent Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Innlent Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Innlent Strandveiðar bannaðar á morgun Innlent Fleiri fréttir Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Kort: Sprungan lengist til norðurs Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Sjá meira