Lífið

„Sumir kyngdu því aldrei og töluðu bara við strákana“

Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar
Margrét Arnarsdóttir rafvirki og Sóley Rut Jóhannsdóttir smiður
Margrét Arnarsdóttir rafvirki og Sóley Rut Jóhannsdóttir smiður Bylgjan

„Þetta er alveg að breytast eitthvað en ég veit alveg til þess að við erum enn að upplifa þetta, hópur af okkur,“ segir rafvirkinn Margrét Arnarsdóttir um þá fordóma sem konur í iðngreinum verða fyrir.

„Ég held að þetta sé töluvert skárra þegar þú kemur inn í skólanna, þetta er mikið breytt þar. En við erum allar að upplifa þetta á vinnustöðunum og í umhverfinu. “

Birtingarmyndin eru athugasemdir og framkoma frá öðrum.  Margrét ræddi konur í iðngreinum í Bítinu á Bylgjunni í dag ásamt Sóley Rut Jóhannsdóttur húsgagna- og húsasmíðameistara.

Sóley segir að hún hafi fengið að heyra athugasemdir eins og 

„Ertu smiður? Kanntu þetta? “

Ekki eins mikið starað í verslunum

Þær segja þó að margir fagni því að sjá konur í þessum starfsgreinum. Því miður sé það ekki alltaf viðhorfið. Margrét nefnir sem dæmi að þegar hún var yfir rafvirkjateymi í ákveðnu verkefni voru samt einhverjir sem áttu erfitt að sætta sig við það töluðu frekar við karlana í teyminu í stað þess að tala við hana. 

„Sumir kyngdu því aldrei og töluðu bara við strákana.“

Sóley segir að þetta sé þó allt að breytast í rétta átt og hafi breyst mikið síðan þær byrjuðu að starfa við þessar iðngreinar. Þetta sjái hún til dæmis í byggingavöruverslunum, sem hún fer reglulega í starfsins vegna.

„Það var einu sinni ekki hægt að labba inn öðruvísi en að það væri hver einasti maður að stara.“ 

Viðtalið má heyra í spilaranum  hér fyrir neðan.


Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.