Sigríður Hulda vill fyrsta sætið hjá Sjálfstæðismönnum í Garðabæ Atli Ísleifsson skrifar 6. janúar 2022 07:56 Sigríður Hulda Jónsdóttir. Aðsend Sigríður Hulda Jónsdóttir, bæjarfulltrúi í Garðabæ, varaformaður bæjarráðs og formaður skólanefndar, hefur ákveðið að bjóða sig fram í fyrsta sæti í prófkjöri Sjálfstæðifélaganna í Garðabæ sem haldið verður 5. mars næstkomandi í tengslum við sveitarstjórnarkosningarnar í maí. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Sigríði Huldu, en ljóst er að nýr maður verður í brúnni hjá Sjálfstæðismönnum í Garðabæ eftir að Gunnar Einarsson bæjarstjóri tilkynnti að hann myndi ekki gefa kost á sér. Í tilkynningunni kemur fram að Sigríður Hulda hafi tekið sæti sem bæjarfulltrúi í Garðabæ árið 2014. „Þá hafði hún verið formaður skólanefndar Tónlistarskólans í Garðabæ kjörtímabilið áður og formaður Sjálfstæðisfélags Garðabæjar um árabil. Síðastliðin átta ár hefur Sigríður Hulda verið bæjarfulltrúi, varaformaður bæjaráðs, formaður skólanefndar, varamaður í stjórn Stætó bs. og síðar Sorpu bs. Veturinn 2015-2016 var hún einnig forseti bæjarstjórnar. Á þessum árum hefur Sigríður Hulda komið að fjölda verkefna í bæjarmálunum, bæði með formlegum og óformlegum hætti s.s. að stofna þróunarsjóð við leik- og grunnskóla, stýra nefnd um val á aðkomutákni bæjarins, starfað í nefndum og vinnuhópum um menningarhús í bænum, heilsueflandi og barnvænt bæjarfélag, endurskoðun ýmissa stefna sem snerta ungmenni, skólamál, lýðræðismál og forvarnir, lagt fram tillögur í bæjarstjórn, komið á verkefninu Betri Garðabær ásamt öðrum bæjarfulltrúa og fylgt eftir málum á ýmsum sviðum,“ segir í tilkynningunni. Áslaug Hulda Jónsdóttir, bæjarfulltrúi og formaður bæjarráðs Garðabæjar, hefur einnig tilkynnt að hún bjóði sig fram til að leiða listann. Garðabær Sjálfstæðisflokkurinn Sveitarstjórnarkosningar 2022 Tengdar fréttir Áslaug Hulda stefnir á oddvitasætið í Garðabæ Áslaug Hulda Jónsdóttir, bæjarfulltrúi og formaður bæjarráðs Garðabæjar, býður sig fram til forystu fyrir Sjálfstæðisflokkinn í Garðabæ í prófkjöri sem haldið verður fyrir sveitarstjórnarkosningarnar í vor. 15. desember 2021 08:49 Gunnar hættir hjá Garðabæ eftir 17 ár sem bæjarstjóri Gunnar Einarsson, sem hefur verið bæjarstjóri Garðabæjar í tæp sautján ár, hefur ákveðið að setjast í helgan stein að loknu kjörtímabili. 13. desember 2021 20:31 Mest lesið Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Bátar brenna í Bolungarvík Innlent Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Innlent Rok og rigning sama hvert er litið Veður Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Innlent Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Innlent Fleiri fréttir Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu frá Sigríði Huldu, en ljóst er að nýr maður verður í brúnni hjá Sjálfstæðismönnum í Garðabæ eftir að Gunnar Einarsson bæjarstjóri tilkynnti að hann myndi ekki gefa kost á sér. Í tilkynningunni kemur fram að Sigríður Hulda hafi tekið sæti sem bæjarfulltrúi í Garðabæ árið 2014. „Þá hafði hún verið formaður skólanefndar Tónlistarskólans í Garðabæ kjörtímabilið áður og formaður Sjálfstæðisfélags Garðabæjar um árabil. Síðastliðin átta ár hefur Sigríður Hulda verið bæjarfulltrúi, varaformaður bæjaráðs, formaður skólanefndar, varamaður í stjórn Stætó bs. og síðar Sorpu bs. Veturinn 2015-2016 var hún einnig forseti bæjarstjórnar. Á þessum árum hefur Sigríður Hulda komið að fjölda verkefna í bæjarmálunum, bæði með formlegum og óformlegum hætti s.s. að stofna þróunarsjóð við leik- og grunnskóla, stýra nefnd um val á aðkomutákni bæjarins, starfað í nefndum og vinnuhópum um menningarhús í bænum, heilsueflandi og barnvænt bæjarfélag, endurskoðun ýmissa stefna sem snerta ungmenni, skólamál, lýðræðismál og forvarnir, lagt fram tillögur í bæjarstjórn, komið á verkefninu Betri Garðabær ásamt öðrum bæjarfulltrúa og fylgt eftir málum á ýmsum sviðum,“ segir í tilkynningunni. Áslaug Hulda Jónsdóttir, bæjarfulltrúi og formaður bæjarráðs Garðabæjar, hefur einnig tilkynnt að hún bjóði sig fram til að leiða listann.
Garðabær Sjálfstæðisflokkurinn Sveitarstjórnarkosningar 2022 Tengdar fréttir Áslaug Hulda stefnir á oddvitasætið í Garðabæ Áslaug Hulda Jónsdóttir, bæjarfulltrúi og formaður bæjarráðs Garðabæjar, býður sig fram til forystu fyrir Sjálfstæðisflokkinn í Garðabæ í prófkjöri sem haldið verður fyrir sveitarstjórnarkosningarnar í vor. 15. desember 2021 08:49 Gunnar hættir hjá Garðabæ eftir 17 ár sem bæjarstjóri Gunnar Einarsson, sem hefur verið bæjarstjóri Garðabæjar í tæp sautján ár, hefur ákveðið að setjast í helgan stein að loknu kjörtímabili. 13. desember 2021 20:31 Mest lesið Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Bátar brenna í Bolungarvík Innlent Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Innlent Rok og rigning sama hvert er litið Veður Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Innlent Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Innlent Fleiri fréttir Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Sjá meira
Áslaug Hulda stefnir á oddvitasætið í Garðabæ Áslaug Hulda Jónsdóttir, bæjarfulltrúi og formaður bæjarráðs Garðabæjar, býður sig fram til forystu fyrir Sjálfstæðisflokkinn í Garðabæ í prófkjöri sem haldið verður fyrir sveitarstjórnarkosningarnar í vor. 15. desember 2021 08:49
Gunnar hættir hjá Garðabæ eftir 17 ár sem bæjarstjóri Gunnar Einarsson, sem hefur verið bæjarstjóri Garðabæjar í tæp sautján ár, hefur ákveðið að setjast í helgan stein að loknu kjörtímabili. 13. desember 2021 20:31