Innlent

Sig­ríður Hulda vill fyrsta sætið hjá Sjálf­stæðis­mönnum í Garða­bæ

Atli Ísleifsson skrifar
Sigríður Hulda Jónsdóttir.
Sigríður Hulda Jónsdóttir. Aðsend

Sigríður Hulda Jónsdóttir, bæjarfulltrúi í Garðabæ, varaformaður bæjarráðs og formaður skólanefndar, hefur ákveðið að bjóða sig fram í fyrsta sæti í prófkjöri Sjálfstæðifélaganna í Garðabæ sem haldið verður 5. mars næstkomandi í tengslum við sveitarstjórnarkosningarnar í maí.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Sigríði Huldu, en ljóst er að nýr maður verður í brúnni hjá Sjálfstæðismönnum í Garðabæ eftir að Gunnar Einarsson bæjarstjóri tilkynnti að hann myndi ekki gefa kost á sér.

Í tilkynningunni kemur fram að Sigríður Hulda hafi tekið sæti sem bæjarfulltrúi í Garðabæ árið 2014. 

„Þá hafði hún verið formaður skólanefndar Tónlistarskólans í Garðabæ kjörtímabilið áður og formaður Sjálfstæðisfélags Garðabæjar um árabil. Síðastliðin átta ár hefur Sigríður Hulda verið bæjarfulltrúi, varaformaður bæjaráðs, formaður skólanefndar, varamaður í stjórn Stætó bs. og síðar Sorpu bs. Veturinn 2015-2016 var hún einnig forseti bæjarstjórnar.

Á þessum árum hefur Sigríður Hulda komið að fjölda verkefna í bæjarmálunum, bæði með formlegum og óformlegum hætti s.s. að stofna þróunarsjóð við leik- og grunnskóla, stýra nefnd um val á aðkomutákni bæjarins, starfað í nefndum og vinnuhópum um menningarhús í bænum, heilsueflandi og barnvænt bæjarfélag, endurskoðun ýmissa stefna sem snerta ungmenni, skólamál, lýðræðismál og forvarnir, lagt fram tillögur í bæjarstjórn, komið á verkefninu Betri Garðabær ásamt öðrum bæjarfulltrúa og fylgt eftir málum á ýmsum sviðum,“ segir í tilkynningunni.

Áslaug Hulda Jónsdóttir, bæjarfulltrúi og formaður bæjarráðs Garðabæjar, hefur einnig tilkynnt að hún bjóði sig fram til að leiða listann. 


Tengdar fréttir

Ás­laug Hulda stefnir á odd­vita­sætið í Garða­bæ

Áslaug Hulda Jónsdóttir, bæjarfulltrúi og formaður bæjarráðs Garðabæjar, býður sig fram til forystu fyrir Sjálfstæðisflokkinn í Garðabæ í prófkjöri sem haldið verður fyrir sveitarstjórnarkosningarnar í vor. 
Fleiri fréttir

Sjá meira


×