Lífið

Dagarnir lengjast og válynd veður

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Veðrið á leiðinni inn.
Veðrið á leiðinni inn. Vísir/RAX

Janúar getur verið mörgum þungbær, ekki síst þegar veðurguðirnir berja á allt og alla, líkt og raunin er í kvöld. Mánuðurinn bíður þó upp á þá vonarglætu að dagsljósið hefur smám saman betur gegn myrkrinu.

Appelsínugular veðurviðvaranir eru í gildi á nær öllu Vesturlandi og á Suðvesturhorni landsins. Þær taka gildi í kvöld og gilda fram til klukkan sex í fyrramálið.

Helst er reiknað með að lægðin sem veldur þessum viðvörunum muni hafa áhrif á öldugang. Talið er líklegt að öldugangur verði talsverður á Suðvesturhorninu, ekki síst í Grindavík, þangað sem ljósmyndarinn Ragnar Axelsson brá sér í dag.

Þá hóf hann sig einnig á loft til að fanga baráttu ljóss og myrkurs yfir jöklum landsins. Afrakasturinn má sjá hér að neðan.

Öldurnar lyfta sér upp og niður.Vísir/RAX
Skuggarnir leika sér á jöklinum.Vísir/RAX
Vísir/RAX
Vísir/RAX
Þungt yfir.Vísir/RAX
Skuggarnir leika sér á jöklinumVísir/RAX
Fuglinn lætur sér fátt um finnast um öldurnar við Grindavík.Vísir/RAX





Fleiri fréttir

Sjá meira


×