Appelsínugular veðurviðvaranir eru í gildi á nær öllu Vesturlandi og á Suðvesturhorni landsins. Þær taka gildi í kvöld og gilda fram til klukkan sex í fyrramálið.
Helst er reiknað með að lægðin sem veldur þessum viðvörunum muni hafa áhrif á öldugang. Talið er líklegt að öldugangur verði talsverður á Suðvesturhorninu, ekki síst í Grindavík, þangað sem ljósmyndarinn Ragnar Axelsson brá sér í dag.
Þá hóf hann sig einnig á loft til að fanga baráttu ljóss og myrkurs yfir jöklum landsins. Afrakasturinn má sjá hér að neðan.






