Vonast til þess að mesti krafturinn verði farinn úr lægðinni fyrir flóð í fyrramálið Tryggvi Páll Tryggvason og Óttar Kolbeinsson Proppé skrifa 5. janúar 2022 19:09 Veðrið er farið að versna. Vísir/Vilhelm Guðmundur Birkir Agnarsson, skipstjóri og sjómælingamaður hjá Landhelgisgæslunni, vonast til þess að í fyrramálið verði mesti krafturinn verði farinn úr lægðinni sem nú skellur á suðvesturhornið, í tæka tíð áður en flóðið tekur við af fjörunni. Appelsínugular veðurviðvaranir eru í gildi á nær öllu Vesturlandi og á Suðvesturhorni landsins. Þær taka gildi í kvöld og gilda fram til klukkan sex í fyrramálið. Nokkuð djúp lægð er fyrir vestan landið og það sem helst er óttast við lægðina er kröftugur öldugangur sem hún skapar. Reikna má með að Vestmannaeyjar, Grindavík og Suðurnesjabær verði helst fyrir barðinu á lægðinni. Áhrifa lægðarinnar gætir þó einnig í Reykjavík, eins og höfuðborgarbúar finna væntanlega vel fyrir þessa stundina. „Nei, ég á nú ekki von á því að það verði brjálaður öldugangur hér. Við erum svo heppin að það er frekar suðaustlæg átt en við megum þó gera ráð fyrir að það verði talsverður súgur hérna því að þessi mikla alda sem er suður af Reykjanesinu sem þú varst að lýsa áðan, hún leitar hérna inni í flóann og myndar svona áhlaðanda þannig að hér má reikna með að verði hátt í og talsverður súgur í höfninni,“ sagði Guðmundur við Óttar Kolbeinsson Proppé fréttamann í beinni útsendingu í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Guðmundur Birkir Agnarsson hjá Landhelgisgæslunni fylgist grannt með gangi mála.Vísir/Egill Á höfuðborgarsvæðinu er gul viðvörun í gildi frá klukkan 22 í kvöld til klukkan sex í fyrramálið. Varað er við suðaustan hvassviðri eða stormi og búast má við snörpum vindhviðum við Kjalarnes. Þá er nokkur úrkoma á svæðinu. Appelsínugul viðvörun er í gildi frá klukkan 21 til 23 við Faxaflóa. „Mér sýnist að mesti vindurinn verði fyrri hluta nætur og þegar það verður flóð í fyrramálið verður krafturinn farinn úr því. Það verður samt talsvert fyrir því,“ sagði Guðmundur. Veður Tengdar fréttir Vara við veðrinu og biðja fólk að huga að lausamunum Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu biðlar til fólks að sýna aðgát og ganga frá lausum munum til að forðast tjón. Varað er við slæmu veðri sem gengur nú yfir landið og nær hámarki í kvöld og í nótt. 5. janúar 2022 12:20 Versta veðrið í kvöld og í nótt Veðurstofan hefur sent frá sér gula viðvörun fyrir stóran hluta landsins í kvöld og nótt. Veðurstofan biður fólk að huga að lausamunum. Landhelgisgæslan hvetur til aðgæslu í höfnum og með ströndinni þar sem sjór getur gengið á land sérstaklega sunnan- og vestanlands. 5. janúar 2022 13:29 Gular viðvaranir víðast orðnar appelsínugular Appelsínugular veðurviðvaranir eru í gildi á nær öllu Vesturlandi. Þær taka gildi í kvöld og gilda fram til klukkan sex í fyrramálið. 5. janúar 2022 16:58 Mest lesið „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Innlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Kviknaði í ruslagámi í Keflavík Innlent Fleiri fréttir Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Sjá meira
Appelsínugular veðurviðvaranir eru í gildi á nær öllu Vesturlandi og á Suðvesturhorni landsins. Þær taka gildi í kvöld og gilda fram til klukkan sex í fyrramálið. Nokkuð djúp lægð er fyrir vestan landið og það sem helst er óttast við lægðina er kröftugur öldugangur sem hún skapar. Reikna má með að Vestmannaeyjar, Grindavík og Suðurnesjabær verði helst fyrir barðinu á lægðinni. Áhrifa lægðarinnar gætir þó einnig í Reykjavík, eins og höfuðborgarbúar finna væntanlega vel fyrir þessa stundina. „Nei, ég á nú ekki von á því að það verði brjálaður öldugangur hér. Við erum svo heppin að það er frekar suðaustlæg átt en við megum þó gera ráð fyrir að það verði talsverður súgur hérna því að þessi mikla alda sem er suður af Reykjanesinu sem þú varst að lýsa áðan, hún leitar hérna inni í flóann og myndar svona áhlaðanda þannig að hér má reikna með að verði hátt í og talsverður súgur í höfninni,“ sagði Guðmundur við Óttar Kolbeinsson Proppé fréttamann í beinni útsendingu í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Guðmundur Birkir Agnarsson hjá Landhelgisgæslunni fylgist grannt með gangi mála.Vísir/Egill Á höfuðborgarsvæðinu er gul viðvörun í gildi frá klukkan 22 í kvöld til klukkan sex í fyrramálið. Varað er við suðaustan hvassviðri eða stormi og búast má við snörpum vindhviðum við Kjalarnes. Þá er nokkur úrkoma á svæðinu. Appelsínugul viðvörun er í gildi frá klukkan 21 til 23 við Faxaflóa. „Mér sýnist að mesti vindurinn verði fyrri hluta nætur og þegar það verður flóð í fyrramálið verður krafturinn farinn úr því. Það verður samt talsvert fyrir því,“ sagði Guðmundur.
Veður Tengdar fréttir Vara við veðrinu og biðja fólk að huga að lausamunum Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu biðlar til fólks að sýna aðgát og ganga frá lausum munum til að forðast tjón. Varað er við slæmu veðri sem gengur nú yfir landið og nær hámarki í kvöld og í nótt. 5. janúar 2022 12:20 Versta veðrið í kvöld og í nótt Veðurstofan hefur sent frá sér gula viðvörun fyrir stóran hluta landsins í kvöld og nótt. Veðurstofan biður fólk að huga að lausamunum. Landhelgisgæslan hvetur til aðgæslu í höfnum og með ströndinni þar sem sjór getur gengið á land sérstaklega sunnan- og vestanlands. 5. janúar 2022 13:29 Gular viðvaranir víðast orðnar appelsínugular Appelsínugular veðurviðvaranir eru í gildi á nær öllu Vesturlandi. Þær taka gildi í kvöld og gilda fram til klukkan sex í fyrramálið. 5. janúar 2022 16:58 Mest lesið „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Innlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Kviknaði í ruslagámi í Keflavík Innlent Fleiri fréttir Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Sjá meira
Vara við veðrinu og biðja fólk að huga að lausamunum Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu biðlar til fólks að sýna aðgát og ganga frá lausum munum til að forðast tjón. Varað er við slæmu veðri sem gengur nú yfir landið og nær hámarki í kvöld og í nótt. 5. janúar 2022 12:20
Versta veðrið í kvöld og í nótt Veðurstofan hefur sent frá sér gula viðvörun fyrir stóran hluta landsins í kvöld og nótt. Veðurstofan biður fólk að huga að lausamunum. Landhelgisgæslan hvetur til aðgæslu í höfnum og með ströndinni þar sem sjór getur gengið á land sérstaklega sunnan- og vestanlands. 5. janúar 2022 13:29
Gular viðvaranir víðast orðnar appelsínugular Appelsínugular veðurviðvaranir eru í gildi á nær öllu Vesturlandi. Þær taka gildi í kvöld og gilda fram til klukkan sex í fyrramálið. 5. janúar 2022 16:58