Vinsældir vindmyllunnar komu á óvart og mögulega efni í áramótaskaupið Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 5. janúar 2022 12:15 Vindmyllan féll með braki og brestum. Vísir Stjórnarformaður félagsins sem átti vindmylluna sem féll í gær segir söknuður að myllunni. Vinsældir sprengingarinnar komu honum á óvart og bíður hann nú eftir því að sjá hvort að verkefnið rati í áramótaskaupið. Barátta Landhelgisgæslunnar við vindmylluna í Þykkvabæ í gær vakti mikla athygli en hún fór niður eftir sex sprengjuhleðslur og átta klukkutíma. Ásgeir Margeirsson, stjórnarformaður Háblæs, eiganda vindmyllunar sagði að ákveðið hafi verið að fella vindmylluna eftir að hún brann á nýársnótt, svo koma mætti í veg fyrir tjón vegna vonskuveðurs sem von er á. Ásgeir var sjálfur á staðnum allan tímann í gær og sagði sérstakt að fylgjast með verkefninu. Hann segir að það hafi ekki komið á óvart þó að vindmyllan hafi ekki fallið í fyrstu, annari eða fimmtu tilraun. „Markmiðið var að gera þetta örugglega og án þess að beita óþarflega miklu sprengiefni. Það hefur komið fram að það hefði verið hægt að fella þessa myllu í einni sprengingu með mun meira magni af sprengiefni. Það hefði getað haft slæmar afleiðingar.“ Vinsældir komu á óvart Hann segir að vinsældir sprengingarinnar hafi komið á óvart. „Nei ég átti það nú ekki og eftir á að hyggja þá gleður það að það hafi komið upp umræða og áhugi að fylgjast með þessu. Þetta er óvenjulegt verkefni og hafi fólk haft ánægju af því þá gleður það okkur.“ Ásgeir segir söknuður að vindmyllunni og á hann von á að önnur sambærileg komi í staðinn. Í dag fer fram hreinsun á svæðinu en fyrirtækið Hringrás tekur allt sem féll til jarðar í gær fer með í endurvinnslu. Í ljósi þess að þetta var svona svakalega vinsælt, heldur þú að þetta sé fyrsta atvikið á árinu sem ratar í skaupið? „Hver veit, það er alltaf gaman allt árið að bíða eftir því að sjá hvað kemur í skaupinu.“ „Ég vil nota tækifærið til þess að þakka öllum þeim sem komu að verkinu fyrir þeirra framlag sem var afskaplega mikilvægt til að tryggja öryggi við framkvæmd verksins. Það tókst í raun fullkomlega.“ Vindmyllur í Þykkvabæ Rangárþing ytra Landhelgisgæslan Tengdar fréttir Baráttu Gæslunnar við vindmylluna lokið Eftir sex tilraunir hafði sprengjusveit Landhelgisgæslunnar loks betur í baráttunni við vindmylluna í Þykkvabæ. Vindmyllan féll til jarðar klukkan um klukkan hálf átta í kvöld, átta klukkustundum eftir að aðgerðir hófust á vettvangi. 4. janúar 2022 19:47 Twitter fylgist með sprengingunum: „Aldrei haldið jafn mikið með neinu og þessari vindmyllu“ Sprengjusveit Landhelgisgæslunnar hefur í dag gert nokkrar tilraunir til þess að sprengja niður vindmylluna í Þykkvabæ sem eyðilagðist í bruna í miklu roki á nýársdag. Aðgerðir á vettvangi standa nú yfir og eru í beinni útsendingu hér á Vísi. 4. janúar 2022 18:16 Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Innlent Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn Innlent Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Innlent Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Innlent Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Innlent Fleiri fréttir Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar Sjá meira
Barátta Landhelgisgæslunnar við vindmylluna í Þykkvabæ í gær vakti mikla athygli en hún fór niður eftir sex sprengjuhleðslur og átta klukkutíma. Ásgeir Margeirsson, stjórnarformaður Háblæs, eiganda vindmyllunar sagði að ákveðið hafi verið að fella vindmylluna eftir að hún brann á nýársnótt, svo koma mætti í veg fyrir tjón vegna vonskuveðurs sem von er á. Ásgeir var sjálfur á staðnum allan tímann í gær og sagði sérstakt að fylgjast með verkefninu. Hann segir að það hafi ekki komið á óvart þó að vindmyllan hafi ekki fallið í fyrstu, annari eða fimmtu tilraun. „Markmiðið var að gera þetta örugglega og án þess að beita óþarflega miklu sprengiefni. Það hefur komið fram að það hefði verið hægt að fella þessa myllu í einni sprengingu með mun meira magni af sprengiefni. Það hefði getað haft slæmar afleiðingar.“ Vinsældir komu á óvart Hann segir að vinsældir sprengingarinnar hafi komið á óvart. „Nei ég átti það nú ekki og eftir á að hyggja þá gleður það að það hafi komið upp umræða og áhugi að fylgjast með þessu. Þetta er óvenjulegt verkefni og hafi fólk haft ánægju af því þá gleður það okkur.“ Ásgeir segir söknuður að vindmyllunni og á hann von á að önnur sambærileg komi í staðinn. Í dag fer fram hreinsun á svæðinu en fyrirtækið Hringrás tekur allt sem féll til jarðar í gær fer með í endurvinnslu. Í ljósi þess að þetta var svona svakalega vinsælt, heldur þú að þetta sé fyrsta atvikið á árinu sem ratar í skaupið? „Hver veit, það er alltaf gaman allt árið að bíða eftir því að sjá hvað kemur í skaupinu.“ „Ég vil nota tækifærið til þess að þakka öllum þeim sem komu að verkinu fyrir þeirra framlag sem var afskaplega mikilvægt til að tryggja öryggi við framkvæmd verksins. Það tókst í raun fullkomlega.“
Vindmyllur í Þykkvabæ Rangárþing ytra Landhelgisgæslan Tengdar fréttir Baráttu Gæslunnar við vindmylluna lokið Eftir sex tilraunir hafði sprengjusveit Landhelgisgæslunnar loks betur í baráttunni við vindmylluna í Þykkvabæ. Vindmyllan féll til jarðar klukkan um klukkan hálf átta í kvöld, átta klukkustundum eftir að aðgerðir hófust á vettvangi. 4. janúar 2022 19:47 Twitter fylgist með sprengingunum: „Aldrei haldið jafn mikið með neinu og þessari vindmyllu“ Sprengjusveit Landhelgisgæslunnar hefur í dag gert nokkrar tilraunir til þess að sprengja niður vindmylluna í Þykkvabæ sem eyðilagðist í bruna í miklu roki á nýársdag. Aðgerðir á vettvangi standa nú yfir og eru í beinni útsendingu hér á Vísi. 4. janúar 2022 18:16 Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Innlent Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn Innlent Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Innlent Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Innlent Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Innlent Fleiri fréttir Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar Sjá meira
Baráttu Gæslunnar við vindmylluna lokið Eftir sex tilraunir hafði sprengjusveit Landhelgisgæslunnar loks betur í baráttunni við vindmylluna í Þykkvabæ. Vindmyllan féll til jarðar klukkan um klukkan hálf átta í kvöld, átta klukkustundum eftir að aðgerðir hófust á vettvangi. 4. janúar 2022 19:47
Twitter fylgist með sprengingunum: „Aldrei haldið jafn mikið með neinu og þessari vindmyllu“ Sprengjusveit Landhelgisgæslunnar hefur í dag gert nokkrar tilraunir til þess að sprengja niður vindmylluna í Þykkvabæ sem eyðilagðist í bruna í miklu roki á nýársdag. Aðgerðir á vettvangi standa nú yfir og eru í beinni útsendingu hér á Vísi. 4. janúar 2022 18:16