Vonar að þjóðin hafi skemmt sér yfir baráttunni við vindmylluna Tryggvi Páll Tryggvason og Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifa 4. janúar 2022 20:46 Ásgeir Guðjónsson, einn af sprengjusérfræðingum Landhelgisgæslunnar stóð vaktina í dag. Vísir Ásgeir Guðjónsson, einn af sprengjusérfræðingum Landhelgisgæslunnar sem kom að því að fella vindmylluna í Þykkvabæ, segir að verkefnið sé með því flóknara sem hafi komið inn á borð þeirra. Um 100 kíló af sprengiefni voru notuð til að fella vindmylluna. Barátta Landhelgisgæslunnar við vindmylluna í dag hefur vakið mikla athygli en niður fór hún eftir sex sprengjuhleðslur og átta tíma. Ákveðið var að fella vindmylluna eftir að hún brann á nýársnótt, svo koma mætti í veg fyrir tjón vegna vonskuveðurs sem von er á. „Þetta var mjög flókið og stórt viðfangsefni fyrir okkur,“ sagði Ásgeir kampakátur með afrakstur vinnudagsins í viðtali við Lillý Valgerði Pétursdóttur fréttamann og Arnar Halldórsson tökumann sem staðið hafa vaktina í Þykkvabæ í allan dag. „Já, það fór svolítið meira í þetta en við reiknuðum út. Miðað við okkar útreikninga sem við gerðum í gærkvöldi þá hefði hann átt að falla fyrir myrkur,“ sagði Ásgeir en horfa má á viðtalið við hann í heild sinni hér að neðan. Lítill tími fékkst í undirbúning enda allir í kapp við veðrið. Ásgeir reiknaði þó með að vindmyllan myndi falla fyrr en hún gerði. „Svona tvö, þrjú, fjögur kannski en það er alltaf erfitt að segja. Svona verkefni eru yfirleitt viku í undirbúning. Við fengum sólarhring tæpan. Þetta þurfti að klárast fyrir miðnætti áður en lægðin kemur inn,“ sagði Ásgeir. Með flóknustu verkfræðisprengingum sem hægt er að gera Þetta var sem fyrr segir afar flókið verkefni. „Þetta er tveggja sentimetra þykkt stál og að fella svona hring í stálformi er gríðarlega flókið verkefni. Þetta er ekki auðvelt og eru í rauninni flóknustu verkfræðisprengingar sem menn gera. Við erum vissulega sprengjusérfræðingar en þetta er ekki daglegt hjá okkur að sprengja svona. Þetta er flókið og krefjandi og mikið af útreikningum.“ Ásgeir segir að myllan hafi fallið í hárrétta átt, miðað við væntingar sveitarinnar. Um 100 kíló af sprengiefni hafi verið notuð, í mörgum litlum sprengingum. Hann segir að vissulega hefði verið hægt að nota allt sprengiefnið í einu, en það hefði valdið tjóni. Lykilatriðið hafi verið að notast við margar litlar sprengingar. Þúsundir fylgdust með aðgerðum Ásgeirs og félaga í beinni útsendingu á Vísi og Stöð 2 Vísi. Ásgeir vonar að þeir sem fylgdust með hafi skemmt sér vel. „Við höfum ekkert að fela, ekki í þessu verkefni. Engin mistök og neitt sem gerist í þessu verkefni og ef það gerist þá er það bara þannig. Við erum með breitt bak og tökum það bara á okkur.“ Eru allir sáttir eftir daginn? „Við erum allavega mjög sáttir og ég bara vona að þjóðin hafi skemmt sér við þetta í dag og haft eitthvað annað að hugsa um.“ Vindmyllur í Þykkvabæ Rangárþing ytra Landhelgisgæslan Tengdar fréttir Baráttu Gæslunnar við vindmylluna lokið Eftir sex tilraunir hafði sprengjusveit Landhelgisgæslunnar loks betur í baráttunni við vindmylluna í Þykkvabæ. Vindmyllan féll til jarðar klukkan um klukkan hálf átta í kvöld, átta klukkustundum eftir að aðgerðir hófust á vettvangi. 4. janúar 2022 19:47 „Það er mjög seigt í turninum“ Það hefur reynst mun erfiðara en reiknað var með að fella vindmylluna í Þykkvabæ. Eftir fimm tilraunir sprengjusveitar Landhelgisgæslunnar er nú beðið eftir fleiri hleðslum frá Reykjavík. 4. janúar 2022 19:03 Twitter fylgist með sprengingunum: „Aldrei haldið jafn mikið með neinu og þessari vindmyllu“ Sprengjusveit Landhelgisgæslunnar hefur í dag gert nokkrar tilraunir til þess að sprengja niður vindmylluna í Þykkvabæ sem eyðilagðist í bruna í miklu roki á nýársdag. Aðgerðir á vettvangi standa nú yfir og eru í beinni útsendingu hér á Vísi. 4. janúar 2022 18:16 Mest lesið „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Innlent Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Innlent Dótturdóttir JFK er látin Erlent Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Innlent Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu Innlent Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Innlent „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Innlent Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Innlent Fleiri fréttir Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Vonast til að rafmagn verði komið á seinni partinn Rúmur helmingur bjartsýnn fyrir 2026 Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Börn niður í leikskólaaldur um helmingur þeirra sem slasast „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Sátt við fyrsta árið og taka stöðuna vegna forfalla ráðherra á næstu dögum Tíu létust í umferðinni á árinu og alvarlegustu slysunum fækkar ekki Árangur aðgerða ekki staðist væntingar almennings Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Ríkisstjórnin sek um ósanngjarna mismunun Vonbrigði í menntamálum og áramótasprengja Hafa áhyggjur af frelsissviptingu barna í brottfararstöð Kristrún ræðir við Pétur um borgarstjórnarframboð Níu ráðherrar funda með Höllu Söfnun fyrir Kjartan gengur vel Komu auga á strandaða ferðamenn við Heklu Hvetja fólk til að plokka flugeldarusl á nýársdag Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Víðir hefur nú loks tíma fyrir Lunch United Samfélagsmiðlabann án fræðslu stoðar lítið Sjá meira
Barátta Landhelgisgæslunnar við vindmylluna í dag hefur vakið mikla athygli en niður fór hún eftir sex sprengjuhleðslur og átta tíma. Ákveðið var að fella vindmylluna eftir að hún brann á nýársnótt, svo koma mætti í veg fyrir tjón vegna vonskuveðurs sem von er á. „Þetta var mjög flókið og stórt viðfangsefni fyrir okkur,“ sagði Ásgeir kampakátur með afrakstur vinnudagsins í viðtali við Lillý Valgerði Pétursdóttur fréttamann og Arnar Halldórsson tökumann sem staðið hafa vaktina í Þykkvabæ í allan dag. „Já, það fór svolítið meira í þetta en við reiknuðum út. Miðað við okkar útreikninga sem við gerðum í gærkvöldi þá hefði hann átt að falla fyrir myrkur,“ sagði Ásgeir en horfa má á viðtalið við hann í heild sinni hér að neðan. Lítill tími fékkst í undirbúning enda allir í kapp við veðrið. Ásgeir reiknaði þó með að vindmyllan myndi falla fyrr en hún gerði. „Svona tvö, þrjú, fjögur kannski en það er alltaf erfitt að segja. Svona verkefni eru yfirleitt viku í undirbúning. Við fengum sólarhring tæpan. Þetta þurfti að klárast fyrir miðnætti áður en lægðin kemur inn,“ sagði Ásgeir. Með flóknustu verkfræðisprengingum sem hægt er að gera Þetta var sem fyrr segir afar flókið verkefni. „Þetta er tveggja sentimetra þykkt stál og að fella svona hring í stálformi er gríðarlega flókið verkefni. Þetta er ekki auðvelt og eru í rauninni flóknustu verkfræðisprengingar sem menn gera. Við erum vissulega sprengjusérfræðingar en þetta er ekki daglegt hjá okkur að sprengja svona. Þetta er flókið og krefjandi og mikið af útreikningum.“ Ásgeir segir að myllan hafi fallið í hárrétta átt, miðað við væntingar sveitarinnar. Um 100 kíló af sprengiefni hafi verið notuð, í mörgum litlum sprengingum. Hann segir að vissulega hefði verið hægt að nota allt sprengiefnið í einu, en það hefði valdið tjóni. Lykilatriðið hafi verið að notast við margar litlar sprengingar. Þúsundir fylgdust með aðgerðum Ásgeirs og félaga í beinni útsendingu á Vísi og Stöð 2 Vísi. Ásgeir vonar að þeir sem fylgdust með hafi skemmt sér vel. „Við höfum ekkert að fela, ekki í þessu verkefni. Engin mistök og neitt sem gerist í þessu verkefni og ef það gerist þá er það bara þannig. Við erum með breitt bak og tökum það bara á okkur.“ Eru allir sáttir eftir daginn? „Við erum allavega mjög sáttir og ég bara vona að þjóðin hafi skemmt sér við þetta í dag og haft eitthvað annað að hugsa um.“
Vindmyllur í Þykkvabæ Rangárþing ytra Landhelgisgæslan Tengdar fréttir Baráttu Gæslunnar við vindmylluna lokið Eftir sex tilraunir hafði sprengjusveit Landhelgisgæslunnar loks betur í baráttunni við vindmylluna í Þykkvabæ. Vindmyllan féll til jarðar klukkan um klukkan hálf átta í kvöld, átta klukkustundum eftir að aðgerðir hófust á vettvangi. 4. janúar 2022 19:47 „Það er mjög seigt í turninum“ Það hefur reynst mun erfiðara en reiknað var með að fella vindmylluna í Þykkvabæ. Eftir fimm tilraunir sprengjusveitar Landhelgisgæslunnar er nú beðið eftir fleiri hleðslum frá Reykjavík. 4. janúar 2022 19:03 Twitter fylgist með sprengingunum: „Aldrei haldið jafn mikið með neinu og þessari vindmyllu“ Sprengjusveit Landhelgisgæslunnar hefur í dag gert nokkrar tilraunir til þess að sprengja niður vindmylluna í Þykkvabæ sem eyðilagðist í bruna í miklu roki á nýársdag. Aðgerðir á vettvangi standa nú yfir og eru í beinni útsendingu hér á Vísi. 4. janúar 2022 18:16 Mest lesið „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Innlent Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Innlent Dótturdóttir JFK er látin Erlent Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Innlent Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu Innlent Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Innlent „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Innlent Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Innlent Fleiri fréttir Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Vonast til að rafmagn verði komið á seinni partinn Rúmur helmingur bjartsýnn fyrir 2026 Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Börn niður í leikskólaaldur um helmingur þeirra sem slasast „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Sátt við fyrsta árið og taka stöðuna vegna forfalla ráðherra á næstu dögum Tíu létust í umferðinni á árinu og alvarlegustu slysunum fækkar ekki Árangur aðgerða ekki staðist væntingar almennings Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Ríkisstjórnin sek um ósanngjarna mismunun Vonbrigði í menntamálum og áramótasprengja Hafa áhyggjur af frelsissviptingu barna í brottfararstöð Kristrún ræðir við Pétur um borgarstjórnarframboð Níu ráðherrar funda með Höllu Söfnun fyrir Kjartan gengur vel Komu auga á strandaða ferðamenn við Heklu Hvetja fólk til að plokka flugeldarusl á nýársdag Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Víðir hefur nú loks tíma fyrir Lunch United Samfélagsmiðlabann án fræðslu stoðar lítið Sjá meira
Baráttu Gæslunnar við vindmylluna lokið Eftir sex tilraunir hafði sprengjusveit Landhelgisgæslunnar loks betur í baráttunni við vindmylluna í Þykkvabæ. Vindmyllan féll til jarðar klukkan um klukkan hálf átta í kvöld, átta klukkustundum eftir að aðgerðir hófust á vettvangi. 4. janúar 2022 19:47
„Það er mjög seigt í turninum“ Það hefur reynst mun erfiðara en reiknað var með að fella vindmylluna í Þykkvabæ. Eftir fimm tilraunir sprengjusveitar Landhelgisgæslunnar er nú beðið eftir fleiri hleðslum frá Reykjavík. 4. janúar 2022 19:03
Twitter fylgist með sprengingunum: „Aldrei haldið jafn mikið með neinu og þessari vindmyllu“ Sprengjusveit Landhelgisgæslunnar hefur í dag gert nokkrar tilraunir til þess að sprengja niður vindmylluna í Þykkvabæ sem eyðilagðist í bruna í miklu roki á nýársdag. Aðgerðir á vettvangi standa nú yfir og eru í beinni útsendingu hér á Vísi. 4. janúar 2022 18:16
Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“