Innlent

Ákveðið að láta bústað við Elliðavatn brenna til grunna

Hólmfríður Gísladóttir skrifar
Ákveðið var að láta bústaðinn brenna til grunna en reyna að vernda gróðurinn í kring.
Ákveðið var að láta bústaðinn brenna til grunna en reyna að vernda gróðurinn í kring. Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins

Tekin var sú ákvörðun að láta sumarhús við Elliðavatn brenna til grunna þegar eldur kom upp í því síðla nætur en freista þess að vernda gróður, þar sem bústaðurinn stendur á vatnsverndarsvæði.

Þetta kemur fram í Facebook-færslu slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu, sem birtir jafnframt mjög dramatískt myndskeið af alelda bústaðnum.

Slökkviliðið fór í 121 sjúkraflutning á síðasta sólahring, ásamt því að fara í sex útköll á dælubílum. „Farið varlega, það er hellingur af veiru þarna úti,“ eru skilaboð slökkviliðsins.


Tengdar fréttirAthugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.