Verulegur hluti sjálfstæðismanna efast um réttmæti aðgerða Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 3. janúar 2022 21:01 Þau Ásmundur Friðriksson og Diljá Mist Einarsdóttir eru sammála um margt en ekki gildandi samkomutakmarkanir. vísir/vilhelm Sjaldan ef nokkurn tíma hefur ríkt eins mikil óeining á þingi um réttmæti harðra samkomutakmarkana. Flestir þingmenn sem eru á móti þeim tilheyra flokki Sjálfstæðismanna og Viðreisnarmenn hallast í sömu átt. Frá því að samkomubann var sett á fyrir tveimur árum í fyrsta skipti í lýðveldissögunni hefur almennt ríkt nokkuð góð samstaða um sóttvarnaaðgerðir á Alþingi. Helst hefur gagnrýni komið frá tveimur fyrrverandi þingmönnum Sjálfstæðisflokksins en á síðustu mánuðum fóru ráðherrar flokksins einnig að taka í sama streng. Eftir athugun fréttastofu á viðhorfi þingmanna flokksins kom í ljós að 12 af 17 þingmönnum hans eru heldur hlynntir því að ráðast í vægari aðgerðir. Þrír í flokknum styðja hins vegar mjög þær aðgerðir sem sóttvarnalæknir leggur til, þeir Ásmundur Friðriksson, Njáll Trausti Friðbertsson og Haraldur Benediktsson. Tveir ráðherrar flokksins, Bjarni Benediktsson og Jón Gunnarsson, hafa síðan talað óljóst um sínar skoðanir á málum. Vísbendingar um að ómíkron-afbrigði veirunnar valdi vægari veikindum en önnur afbrigði er helsta ástæðan fyrir þessum skoðunum. „Á grundvelli þess þá hljótum við að endurskoða þær aðferðir sem við beitum hér til að berjast við veiruna,“ segir Óli Björn Kárason, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins. Hann hefur fulla trú á að heilbrigðisyfirvöld endurskoði viðhorf sitt til samkomutakmarkana, sem bitni mest á ungu fólki. Þingmennirnir ellefu efst á þessari mynd eru hlynntir því að ráðast í vægari aðgerðir. Þingmennirnir þrír í neðra vinstra horninu styðja hins vegar mjög þær aðgerðir sem sóttvarnalæknir leggur til. Tveir ráðherrar flokksins, Bjarni Benediktsson og Jón Gunnarsson, hafa síðan talað óljóst um sínar skoðanir á málum. Flokkur sem veitir stjórnvöldum aðhald Hann segir mikilvægt að halda uppi gagnrýnum spurningum á allar aðgerðir sem skerði frelsi fólks. „Við erum hins vegar flokkur sem að veitir stjórnvöldum aðhald. Þingmenn flokksins veita stjórnvöldum aðhald og ráðherrar Sjálfstæðisflokksins hafa líka verið í því að veita samverkafólki sínu í ríkisstjórn aðhald með því að spyrja spurninga,“ segir Óli Björn. Flokkurinn er auðvitað sá stærsti í ríkisstjórn. Hefur hann hleypt of mikilli skerðingu á frelsi í gegn á sinni vakt? „Nei, ég er ekki að segja það. Það á hins vegar ekki að koma neinum á óvart að þingmenn Sjálfstæðisflokksins séu talsmenn þess að gengið sé hægt um þær dyr að hefta athafnafrelsi einstaklinga,“ segir Óli Björn. En göngum við enn þá hægt um þær dyr? „Nei, ég meina menn geta auðvitað velt því fyrir sér.“ Óli Björn Kárason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, hefur fulla trú á að heilbrigðisyfirvöld endurskoði viðhorf sitt til samkomutakmarkana.Vísir/Vilhelm Alþingi Sjálfstæðisflokkurinn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Mest lesið Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Innlent Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Innlent Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Innlent Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Innlent Fleiri fréttir Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Sjá meira
Frá því að samkomubann var sett á fyrir tveimur árum í fyrsta skipti í lýðveldissögunni hefur almennt ríkt nokkuð góð samstaða um sóttvarnaaðgerðir á Alþingi. Helst hefur gagnrýni komið frá tveimur fyrrverandi þingmönnum Sjálfstæðisflokksins en á síðustu mánuðum fóru ráðherrar flokksins einnig að taka í sama streng. Eftir athugun fréttastofu á viðhorfi þingmanna flokksins kom í ljós að 12 af 17 þingmönnum hans eru heldur hlynntir því að ráðast í vægari aðgerðir. Þrír í flokknum styðja hins vegar mjög þær aðgerðir sem sóttvarnalæknir leggur til, þeir Ásmundur Friðriksson, Njáll Trausti Friðbertsson og Haraldur Benediktsson. Tveir ráðherrar flokksins, Bjarni Benediktsson og Jón Gunnarsson, hafa síðan talað óljóst um sínar skoðanir á málum. Vísbendingar um að ómíkron-afbrigði veirunnar valdi vægari veikindum en önnur afbrigði er helsta ástæðan fyrir þessum skoðunum. „Á grundvelli þess þá hljótum við að endurskoða þær aðferðir sem við beitum hér til að berjast við veiruna,“ segir Óli Björn Kárason, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins. Hann hefur fulla trú á að heilbrigðisyfirvöld endurskoði viðhorf sitt til samkomutakmarkana, sem bitni mest á ungu fólki. Þingmennirnir ellefu efst á þessari mynd eru hlynntir því að ráðast í vægari aðgerðir. Þingmennirnir þrír í neðra vinstra horninu styðja hins vegar mjög þær aðgerðir sem sóttvarnalæknir leggur til. Tveir ráðherrar flokksins, Bjarni Benediktsson og Jón Gunnarsson, hafa síðan talað óljóst um sínar skoðanir á málum. Flokkur sem veitir stjórnvöldum aðhald Hann segir mikilvægt að halda uppi gagnrýnum spurningum á allar aðgerðir sem skerði frelsi fólks. „Við erum hins vegar flokkur sem að veitir stjórnvöldum aðhald. Þingmenn flokksins veita stjórnvöldum aðhald og ráðherrar Sjálfstæðisflokksins hafa líka verið í því að veita samverkafólki sínu í ríkisstjórn aðhald með því að spyrja spurninga,“ segir Óli Björn. Flokkurinn er auðvitað sá stærsti í ríkisstjórn. Hefur hann hleypt of mikilli skerðingu á frelsi í gegn á sinni vakt? „Nei, ég er ekki að segja það. Það á hins vegar ekki að koma neinum á óvart að þingmenn Sjálfstæðisflokksins séu talsmenn þess að gengið sé hægt um þær dyr að hefta athafnafrelsi einstaklinga,“ segir Óli Björn. En göngum við enn þá hægt um þær dyr? „Nei, ég meina menn geta auðvitað velt því fyrir sér.“ Óli Björn Kárason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, hefur fulla trú á að heilbrigðisyfirvöld endurskoði viðhorf sitt til samkomutakmarkana.Vísir/Vilhelm
Alþingi Sjálfstæðisflokkurinn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Mest lesið Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Innlent Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Innlent Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Innlent Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Innlent Fleiri fréttir Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Sjá meira