Innlent

Syngjandi 85 ára flakari í Hafnarfirði

Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar
Magnús flakari í Hafnarfirði brestur oft í söng í vinnslusalnum við mikla ánægju og hrifningu starfsfólksins.
Magnús flakari í Hafnarfirði brestur oft í söng í vinnslusalnum við mikla ánægju og hrifningu starfsfólksins. Magnús Hlynur Hreiðarsson

Magnús Þorsteinsson í Hafnarfirði er ekkert á því að slaka á eða taka því rólega á sínum eldri árum því hann er 85 ára gamall og vinnur við flökun alla daga í frystihúsi í bæjarfélaginu. Hann sér líka um að kenna erlendu starfsfólki að flaka. Þegar þannig liggur á Magnúsi þá brestur hann í söng í vinnslusalnum.

Magnús vinnur í frystihúsinu við Lónsbraut 1 í Hafnarfirði þar sem hann er mest megnis að vinna á flökunarvélinni en hann hefur líka gaman af því að taka hnífinn og handflaka. Hann hefur starfið við flökun og verið til sjós til fjölda ára og alltaf kunnað vel við sig í starfi. Magnús er ótrúlega ern, 85 ára gamall, alltaf kátur og hress. Hann segir að það sé meira en nóg af fiski í sjónum.

„Já, það er nóg, það má drepa meira af honum, ég er alveg sammála því. Fiskurinn gefur lífinu lit, hann er númer eitt, tvö og þrjú, maður hefur ekki þekkt neitt annað í lífinu nema fisk. Ég reyni alltaf að vera jákvæður og glaður, ef ég væri það ekki væri ég helvítis fýlupúki,“ segir Magnús og skellihlær.

Magnús, sem er 85 ára er ekkert á því að slaka á enda vinnur hann alla daga í fiskvinnslu í Hafnarfirði við flökun og önnur störf.Magnús Hlynur Hreiðarsson

Magnús hefur m.a. það hlutverk að kenna erlendu starfsfólki frystihússins að flaka fisk og sú kennsla hefur skilað sér, starfsfólk er mjög fljótt að flaka og gerir það vel.

„Þau eru snillingar, það er ekki hægt að hafa fiskinn fallegri eftir flökunina hjá þeim,“ segir Magnús.

Það er ekki nóg með að Magnús í Hafnarfirði sé góður flakari, hann er líka góður söngvari enda brestur hann oft í söng í vinnslusalnum við mikla kátínu starfsfólks.

Magnús hefur m.a. það hlutverk að kenna erlendu starfsfólki að flaka fisk. Árangurinn hefur ekki látið á sér standa.Magnús Hlynur Hreiðarsson


Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.