Syngjandi 85 ára flakari í Hafnarfirði Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 2. janúar 2022 20:07 Magnús flakari í Hafnarfirði brestur oft í söng í vinnslusalnum við mikla ánægju og hrifningu starfsfólksins. Magnús Hlynur Hreiðarsson Magnús Þorsteinsson í Hafnarfirði er ekkert á því að slaka á eða taka því rólega á sínum eldri árum því hann er 85 ára gamall og vinnur við flökun alla daga í frystihúsi í bæjarfélaginu. Hann sér líka um að kenna erlendu starfsfólki að flaka. Þegar þannig liggur á Magnúsi þá brestur hann í söng í vinnslusalnum. Magnús vinnur í frystihúsinu við Lónsbraut 1 í Hafnarfirði þar sem hann er mest megnis að vinna á flökunarvélinni en hann hefur líka gaman af því að taka hnífinn og handflaka. Hann hefur starfið við flökun og verið til sjós til fjölda ára og alltaf kunnað vel við sig í starfi. Magnús er ótrúlega ern, 85 ára gamall, alltaf kátur og hress. Hann segir að það sé meira en nóg af fiski í sjónum. „Já, það er nóg, það má drepa meira af honum, ég er alveg sammála því. Fiskurinn gefur lífinu lit, hann er númer eitt, tvö og þrjú, maður hefur ekki þekkt neitt annað í lífinu nema fisk. Ég reyni alltaf að vera jákvæður og glaður, ef ég væri það ekki væri ég helvítis fýlupúki,“ segir Magnús og skellihlær. Magnús, sem er 85 ára er ekkert á því að slaka á enda vinnur hann alla daga í fiskvinnslu í Hafnarfirði við flökun og önnur störf.Magnús Hlynur Hreiðarsson Magnús hefur m.a. það hlutverk að kenna erlendu starfsfólki frystihússins að flaka fisk og sú kennsla hefur skilað sér, starfsfólk er mjög fljótt að flaka og gerir það vel. „Þau eru snillingar, það er ekki hægt að hafa fiskinn fallegri eftir flökunina hjá þeim,“ segir Magnús. Það er ekki nóg með að Magnús í Hafnarfirði sé góður flakari, hann er líka góður söngvari enda brestur hann oft í söng í vinnslusalnum við mikla kátínu starfsfólks. Magnús hefur m.a. það hlutverk að kenna erlendu starfsfólki að flaka fisk. Árangurinn hefur ekki látið á sér standa.Magnús Hlynur Hreiðarsson Hafnarfjörður Eldri borgarar Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira
Magnús vinnur í frystihúsinu við Lónsbraut 1 í Hafnarfirði þar sem hann er mest megnis að vinna á flökunarvélinni en hann hefur líka gaman af því að taka hnífinn og handflaka. Hann hefur starfið við flökun og verið til sjós til fjölda ára og alltaf kunnað vel við sig í starfi. Magnús er ótrúlega ern, 85 ára gamall, alltaf kátur og hress. Hann segir að það sé meira en nóg af fiski í sjónum. „Já, það er nóg, það má drepa meira af honum, ég er alveg sammála því. Fiskurinn gefur lífinu lit, hann er númer eitt, tvö og þrjú, maður hefur ekki þekkt neitt annað í lífinu nema fisk. Ég reyni alltaf að vera jákvæður og glaður, ef ég væri það ekki væri ég helvítis fýlupúki,“ segir Magnús og skellihlær. Magnús, sem er 85 ára er ekkert á því að slaka á enda vinnur hann alla daga í fiskvinnslu í Hafnarfirði við flökun og önnur störf.Magnús Hlynur Hreiðarsson Magnús hefur m.a. það hlutverk að kenna erlendu starfsfólki frystihússins að flaka fisk og sú kennsla hefur skilað sér, starfsfólk er mjög fljótt að flaka og gerir það vel. „Þau eru snillingar, það er ekki hægt að hafa fiskinn fallegri eftir flökunina hjá þeim,“ segir Magnús. Það er ekki nóg með að Magnús í Hafnarfirði sé góður flakari, hann er líka góður söngvari enda brestur hann oft í söng í vinnslusalnum við mikla kátínu starfsfólks. Magnús hefur m.a. það hlutverk að kenna erlendu starfsfólki að flaka fisk. Árangurinn hefur ekki látið á sér standa.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Hafnarfjörður Eldri borgarar Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira