Innlent

Varað við hættu á gróður­eldum: Vonsku­veður á ný­árs­dag

Viktor Örn Ásgeirsson skrifar
Gert er ráð fyrir vonskuveðri víðsvegar á landinu á morgun, nýársdag.
Gert er ráð fyrir vonskuveðri víðsvegar á landinu á morgun, nýársdag. Veðurstofan

Vonskuveður verður nánast á landinu öllu á morgun, nýársdag, en gular viðvaranir taka gildi í öllum landshlutum fyrir hádegi á morgun. Þá hefur slökkviliðið varað við gróðureldum en Brunavarnir Árnessýslu sendu meðal annars frá sér tilkynningu þess efnis fyrr í dag. 

Einstaklega þurrt er nú á Suðurlandi og lítið þarf til að koma af stað gróðureldum. Brunavarnir Árnessýslu vilja árétta að fólk sýni ítrustu varkárni um áramótin við notkun flugelda, enda geti glóð úr flugeldum auðveldlega farið í gróður og kveikt gróðurelda. 

Fréttastofa greindi frá því í vikunni að gróðureldar hafi kviknað út frá flugeldum í Árnessýslu og slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu slökkti gróðurelda á Seltjarnarnesi í gær.

Gul viðvörun tekur gildi í öllum landshlutum landsins í fyrramálið en á Suðurlandi er gert ráð fyrir norðaustan 15 til 23 metrum á sekúndu. Hvassast undir Eyjafjöllum og ferðaveður varasamt.

Sama staða er uppi á teningnum á Suðausturlandi en hvassast verður í Öræfum. Þar er gert ráð fyrir vindhviðum allt að 45 metrum á sekúndu og ferðaveður er varasamt.

Á Vestfjörðum er spáð norðaustan 15 til 23 metrum á sekúndum með vindhviðum sem geta náð allt að fjörutíu metrum á sekúndu. Lítið skyggni getur verið öðru hvoru í skafrenningi. Sama staða er uppi á Ströndum og Norðurlandi vestra.

Á Norðurlandi eystra er gert ráð fyrir norðaustanhríð með vindraða á bilinu þrettán til tuttugu metrum á sekúndu. Hvassast er við Eyjafjörð og víða er lítið skyggni í snjókomu eða skafrenningi. Ferðaveður er varasamt.

Á Austfjörðum og á Austurlandi er gert ráð fyrir norðanátt og vindur verður á bilinu 15 til 23 metrar á sekúndu. Hviður geta náð allt að 35 metrum á sekúndu og gert er ráð fyrir litlu skyggni.

Gul viðvörun er í öllum landshlutum landsins en gert er ráð fyrir að lægja taki víðast hvar upp úr miðnætti annað kvöld.Veðurstofan

Tengdar fréttir

Kjörið flug­elda­veður um ára­mótin og líklega lítil mengun

Sérfræðingur í loftgæðamálum segist ekki gera ráð fyrir mikilli mengun vegna flugelda á höfuðborgarsvæðinu um áramótin. Vindáttin er nú hagstæðari en fyrri spár gerðu ráð fyrir og ætti því að vera kjörið flugeldaveður þegar nýja árið gengur í garð.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.