Innlent

Gengið gegn sóttvarnaráðstöfunum

Heimir Már Pétursson skrifar
Nokkur hundruð manns tóku þátt í göngu andstæðinga bólusetninga fyrir kórónuveirunni sem fór frá stjórnarráðshúsinu í dag á Austurvöll
Nokkur hundruð manns tóku þátt í göngu andstæðinga bólusetninga fyrir kórónuveirunni sem fór frá stjórnarráðshúsinu í dag á Austurvöll Stöð 2/Arnar

Nokkur hundruð manns sem leggjast gegn bólusetningum fyrir Covid-19 fóru í dag í göngu frá stjórnarráðshúsinu í Reykjavík og annar hópur frá Akureyrarkirkju.

Því var mótmælt að fólk væri skikkað í einangrun fyrir einhverju sem hópurinn kýs að kalla „kvef eða hálsbólgu.“

Göngufólk efast um heilindi lyfjafyrirtækja og öryggi bóluefna og telur að verið sé að brjóta mannréttindi. Þótt bóluefnin gegn Covid byggi á áratuga rannsóknum segir hópurinn að um tilraunalyf sé að ræða.

Mótmælendur telja bóluefnin fyrir covid vera hættulegri en það að smitast af kórónuveirunni og tala um "tilraunir á börnum."Stöð 2/Arnar

Héraðsdómur Reykjavíkur staðfesti í fyrrakvöld að sóttvarnayfirvöldum væri heimilt samkvæmt lögum að skikka þá sem greinast með kórónuveiruna í tíu daga einangrun.


Tengdar fréttir

Mót­mæltu bólu­setningum á Austur­velli

Tugir manna voru samankomin á Austurvelli á sjöunda tímanum í kvöld til að mótmæla bólusetningarstefnu stjórnvalda. Beindust mótmælin einna helst gegn bólusetningum barna við Covid-19.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.