Mótmæltu bólusetningum á Austurvelli Eiður Þór Árnason skrifar 7. desember 2021 20:26 Margt var um manninn á Austurvelli fyrr í kvöld. Vísir/Sigurjón Tugir manna voru samankomin á Austurvelli á sjöunda tímanum í kvöld til að mótmæla bólusetningarstefnu stjórnvalda. Beindust mótmælin einna helst gegn bólusetningum barna við Covid-19. Mótmælin fóru friðsamlega fram og mátti sjá suma mótmælendur prýdda jólaskrauti. Þá báru aðrir uppi skilti með hinum ýmsu skilaboðum til stjórnvalda þar sem lýst var yfir óánægju með viðbrögð heilbrigðisyfirvalda við faraldrinum. Vörðuðu mörg skiltin sóttvarnaaðgerðir og bólusetningar barna. Klippa: Mótmæltu bólusetningum á Austurvelli Boðið hefur verið upp á bólusetningu gegn Covid-19 fyrir börn á aldrinum 12 til 15 ára hér á landi með bóluefni Pfizer frá því í ágúst. Bóluefnið er annað tveggja sem hefur verið samþykkt til notkunar fyrir þennan aldurshóp en upphaflegt markaðsleyfi bóluefnis Pfizer byggði á notkun fyrir sextán ára og eldri. Í lok maí á þessu ári samþykkti Lyfjastofnun Evrópu síðan notkun þess fyrir 12 til 15 ára börn, að undangenginni rannsókn sem náði til 2.260 barna. Reyndist vörnin í bólusetta hópnum vera 100%, þar sem ekkert bólusettu barnanna fékk Covid-19 samanborið við sextán börn (af 978) í samanburðarhóp rannsóknarinnar sem fengu lyfleysu. Mæla með bólusetningu fyrir alla yfir 12 ára aldri Fram kemur á Covid.is, upplýsingavef embættis landlæknis og almannavarna, að rannsóknir hafi sýnt að það sé öruggara að fá bólusetningu heldur en Covid-19, bæði fyrir börn og fullorðna. Alvarleg veikindi eða langtímaáhrif eftir Covid-19 veikindi séu líklegri fyrir alla sem megi fá bólusetningu heldur en alvarlegar aukaverkanir eftir bólusetningu. Þess vegna mæli heilbrigðisyfirvöld með bólusetningu fyrir alla 12 ára og eldri. Algengustu aukaverkanir bólusetningar gegn Covid-19 eru sagðar vera óþægindi í handlegg, hiti, bein- og vöðvaverkir og þreyta í einn eða tvo daga. Að sögn heilbrigðisyfirvalda eru sjaldgæfari aukaverkanir eftir bóluefni Pfizer bólgur í poka í kringum hjartað sem er kallað gollurshús eða enn sjaldnar í hjartanu sjálfu. Þessar aukaverkanir komi frekar eftir bólusetningu hjá ungu fólki heldur en gömlu, hjá drengjum frekar en stúlkum og gerist oftast þremur til fjórum dögum eftir seinni skammtinn. „Þá getur komið skrítinn hjartsláttur, verkur í brjóstið, hraður andardráttur eða verið óþægilegt að anda djúpt. Þótt þessar aukaverkanir geti verið óþægilegar og jafnvel ógnvekjandi, þá jafna flestir sig alveg með hvíld og bólgueyðandi verkjalyfjum. Það getur tekið nokkrar vikur að jafna sig,“ segir á Covid.is. Fram kom í matsferli sérfræðinefndar Lyfjastofnunar Evrópu að slík hjartavöðvabólga og gollurhúsbólga væri afar sjaldgæf. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Reykjavík Tengdar fréttir Veiran varð nær 30-falt útbreiddari hjá börnum Heilbrigðisráðherra vonast til að geta slakað til í samkomutakmörkunum á næstu tveimur vikum en breytir engu að sinni. Bólusetning barna fimm til ellefu ára gæti slegið á útbreiðslu faraldursins í heild, að sögn barnalæknis. 7. desember 2021 19:46 Mest lesið Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Innlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Ozzy Osbourne allur Erlent Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Innlent „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Innlent Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Innlent Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Innlent Fleiri fréttir Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Fyrsti konsertflygilinn í Skálholtskirkju vígður „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sækja mann sem datt af hestbaki Lögregla afþakkar þjónustu Skjaldar Íslands og Guðni boðar brennu Félagið Ísland-Palestína harmar skvettuna Rán og frelsissvipting í Árbæ Mótmælandi skvetti málningu á ljósmyndara Morgunblaðsins Brottfararstöð dómsmálaráðherra komin í samráðsgátt Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Tveir af þremur ánægðir með beitingu „kjarnorkuákvæðisins“ Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Lærði skriðsund á YouTube og syndir Ermarsund á morgun Sjálfsagt að taka málið fyrir: „Leysist ekkert sjálfkrafa við að ganga inn í Evrópusambandið“ Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Play tekur dýfu í skugga afkomuviðvörunar og Njáll Trausti vill funda Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Með vesen í miðborginni og á bráðamóttöku og síðar handtekinn vegna þjófnaðar Virknin bundin við einn gíg: Gasmengunar gæti orðið vart á Suðurlandi Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Sjá meira
Mótmælin fóru friðsamlega fram og mátti sjá suma mótmælendur prýdda jólaskrauti. Þá báru aðrir uppi skilti með hinum ýmsu skilaboðum til stjórnvalda þar sem lýst var yfir óánægju með viðbrögð heilbrigðisyfirvalda við faraldrinum. Vörðuðu mörg skiltin sóttvarnaaðgerðir og bólusetningar barna. Klippa: Mótmæltu bólusetningum á Austurvelli Boðið hefur verið upp á bólusetningu gegn Covid-19 fyrir börn á aldrinum 12 til 15 ára hér á landi með bóluefni Pfizer frá því í ágúst. Bóluefnið er annað tveggja sem hefur verið samþykkt til notkunar fyrir þennan aldurshóp en upphaflegt markaðsleyfi bóluefnis Pfizer byggði á notkun fyrir sextán ára og eldri. Í lok maí á þessu ári samþykkti Lyfjastofnun Evrópu síðan notkun þess fyrir 12 til 15 ára börn, að undangenginni rannsókn sem náði til 2.260 barna. Reyndist vörnin í bólusetta hópnum vera 100%, þar sem ekkert bólusettu barnanna fékk Covid-19 samanborið við sextán börn (af 978) í samanburðarhóp rannsóknarinnar sem fengu lyfleysu. Mæla með bólusetningu fyrir alla yfir 12 ára aldri Fram kemur á Covid.is, upplýsingavef embættis landlæknis og almannavarna, að rannsóknir hafi sýnt að það sé öruggara að fá bólusetningu heldur en Covid-19, bæði fyrir börn og fullorðna. Alvarleg veikindi eða langtímaáhrif eftir Covid-19 veikindi séu líklegri fyrir alla sem megi fá bólusetningu heldur en alvarlegar aukaverkanir eftir bólusetningu. Þess vegna mæli heilbrigðisyfirvöld með bólusetningu fyrir alla 12 ára og eldri. Algengustu aukaverkanir bólusetningar gegn Covid-19 eru sagðar vera óþægindi í handlegg, hiti, bein- og vöðvaverkir og þreyta í einn eða tvo daga. Að sögn heilbrigðisyfirvalda eru sjaldgæfari aukaverkanir eftir bóluefni Pfizer bólgur í poka í kringum hjartað sem er kallað gollurshús eða enn sjaldnar í hjartanu sjálfu. Þessar aukaverkanir komi frekar eftir bólusetningu hjá ungu fólki heldur en gömlu, hjá drengjum frekar en stúlkum og gerist oftast þremur til fjórum dögum eftir seinni skammtinn. „Þá getur komið skrítinn hjartsláttur, verkur í brjóstið, hraður andardráttur eða verið óþægilegt að anda djúpt. Þótt þessar aukaverkanir geti verið óþægilegar og jafnvel ógnvekjandi, þá jafna flestir sig alveg með hvíld og bólgueyðandi verkjalyfjum. Það getur tekið nokkrar vikur að jafna sig,“ segir á Covid.is. Fram kom í matsferli sérfræðinefndar Lyfjastofnunar Evrópu að slík hjartavöðvabólga og gollurhúsbólga væri afar sjaldgæf.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Reykjavík Tengdar fréttir Veiran varð nær 30-falt útbreiddari hjá börnum Heilbrigðisráðherra vonast til að geta slakað til í samkomutakmörkunum á næstu tveimur vikum en breytir engu að sinni. Bólusetning barna fimm til ellefu ára gæti slegið á útbreiðslu faraldursins í heild, að sögn barnalæknis. 7. desember 2021 19:46 Mest lesið Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Innlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Ozzy Osbourne allur Erlent Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Innlent „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Innlent Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Innlent Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Innlent Fleiri fréttir Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Fyrsti konsertflygilinn í Skálholtskirkju vígður „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sækja mann sem datt af hestbaki Lögregla afþakkar þjónustu Skjaldar Íslands og Guðni boðar brennu Félagið Ísland-Palestína harmar skvettuna Rán og frelsissvipting í Árbæ Mótmælandi skvetti málningu á ljósmyndara Morgunblaðsins Brottfararstöð dómsmálaráðherra komin í samráðsgátt Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Tveir af þremur ánægðir með beitingu „kjarnorkuákvæðisins“ Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Lærði skriðsund á YouTube og syndir Ermarsund á morgun Sjálfsagt að taka málið fyrir: „Leysist ekkert sjálfkrafa við að ganga inn í Evrópusambandið“ Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Play tekur dýfu í skugga afkomuviðvörunar og Njáll Trausti vill funda Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Með vesen í miðborginni og á bráðamóttöku og síðar handtekinn vegna þjófnaðar Virknin bundin við einn gíg: Gasmengunar gæti orðið vart á Suðurlandi Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Sjá meira
Veiran varð nær 30-falt útbreiddari hjá börnum Heilbrigðisráðherra vonast til að geta slakað til í samkomutakmörkunum á næstu tveimur vikum en breytir engu að sinni. Bólusetning barna fimm til ellefu ára gæti slegið á útbreiðslu faraldursins í heild, að sögn barnalæknis. 7. desember 2021 19:46