Stefnir í að einangrun styttist í sjö daga Berghildur Erla Bernharðsdóttir og Kolbeinn Tumi Daðason skrifa 30. desember 2021 11:27 Þórólfur Guðnason Foto: Vilhelm Gunnarsson/Vilhelm Gunnarsson Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir reiknar með að það skýrist í dag hvort einangrun einkennalítilla og -lausra með Covid-19 verði stytt í sjö daga. Þá munu í dag koma út reglur um vinnusóttkví sem fyrirtæki af öllum stærðum eiga að geta lagað sig að. 839 greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. Mikið álag hefur verið við einkennasýnatöku og -greiningu auk þess sem álagið á Covid-göngudeild er mikið. Símtölum hreinlega rignir þar sem fólk gerir tilraun til að losa sig fyrr úr einangrun vegna lítilla einkenna sem virðist vera tilfellið hjá miklum meirihluta fólks með ómíkronafbrigði veirunnar. Þórólfur segir að ágreiningur sé gríðarlegur. Því sé til skoðunar að stytta einangrunartíma. „Við höfum verið að skoða það og þessar nýju leiðbeiningar hjá sóttvarnastofnun Bandaríkjanna um að stytta einangrun niður í fimm daga. Við teljum það óráðlegt,“ segir Þórólfur. Núverandi reglugerð talar um tíu daga einangrun vegna Covid-19 smita. Læknar á Covid-göngudeild geta þó bæði stytt og lengt einangrunina. Staðfesta þurfi að það rúmist innan núverandi reglugerðar að stytta einangrun einkennalítilla- og lausra í sjö daga. Hvort það standist bæði faglega og lagalega. Fram kemur á vef Heislugæslunnar á höfuðborgarsvæðinu í dag að allt að 72 klukkustunda bið geti verið eftir niðurstöðu úr PCR-prófum. Unnið sé að lausnum til að stytta þessa bið. Þórólfur segir í samtali við fréttastofu að Íslensk erfðagreining ætli að hlaupa undir bagga með heilsugæslunni og aðstoða við greiningu á sýnum. Almennar reglur um vinnusóttkví birtar í dag „Það kemur í ljós í dag,“ segir Þórólfur. Þórólfur segir almannavarnir eiga í samtali við Samtök atvinnulífsins um möguleika á vinnusóttkví. Almennar reglur séu í smíðum. „Við verðum að fara þá leið núna því þetta er gríðarlegur ágangur um aðstoð og gerð leiðbeininga,“ segir Þórólfur. Með þeim eigi fyrirtæki að geta útfært sína eigin vinnusóttkví. Þessar almennu reglur komi út í dag en fyrirtæki þurfa sjálf að útfæra þær frekar. „Við verðum að varpa þeirri ábyrgð á fyrirtækin sjálf,“ segir Þórólfur. Ekki sé mannafli til að aðstoða hvert fyrirtæki fyrir sig. Hann leggur áherslu á að mikilvægt sé að halda sóttkví og passa útbreiðsluna. Annars fylgi aukin útbreiðsla og um leið meiri veikindi. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Innlent Ofbeldi í garð fangavarða eykst Innlent Dettifoss komið til hafnar Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Innlent Fleiri fréttir Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku Sjá meira
839 greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. Mikið álag hefur verið við einkennasýnatöku og -greiningu auk þess sem álagið á Covid-göngudeild er mikið. Símtölum hreinlega rignir þar sem fólk gerir tilraun til að losa sig fyrr úr einangrun vegna lítilla einkenna sem virðist vera tilfellið hjá miklum meirihluta fólks með ómíkronafbrigði veirunnar. Þórólfur segir að ágreiningur sé gríðarlegur. Því sé til skoðunar að stytta einangrunartíma. „Við höfum verið að skoða það og þessar nýju leiðbeiningar hjá sóttvarnastofnun Bandaríkjanna um að stytta einangrun niður í fimm daga. Við teljum það óráðlegt,“ segir Þórólfur. Núverandi reglugerð talar um tíu daga einangrun vegna Covid-19 smita. Læknar á Covid-göngudeild geta þó bæði stytt og lengt einangrunina. Staðfesta þurfi að það rúmist innan núverandi reglugerðar að stytta einangrun einkennalítilla- og lausra í sjö daga. Hvort það standist bæði faglega og lagalega. Fram kemur á vef Heislugæslunnar á höfuðborgarsvæðinu í dag að allt að 72 klukkustunda bið geti verið eftir niðurstöðu úr PCR-prófum. Unnið sé að lausnum til að stytta þessa bið. Þórólfur segir í samtali við fréttastofu að Íslensk erfðagreining ætli að hlaupa undir bagga með heilsugæslunni og aðstoða við greiningu á sýnum. Almennar reglur um vinnusóttkví birtar í dag „Það kemur í ljós í dag,“ segir Þórólfur. Þórólfur segir almannavarnir eiga í samtali við Samtök atvinnulífsins um möguleika á vinnusóttkví. Almennar reglur séu í smíðum. „Við verðum að fara þá leið núna því þetta er gríðarlegur ágangur um aðstoð og gerð leiðbeininga,“ segir Þórólfur. Með þeim eigi fyrirtæki að geta útfært sína eigin vinnusóttkví. Þessar almennu reglur komi út í dag en fyrirtæki þurfa sjálf að útfæra þær frekar. „Við verðum að varpa þeirri ábyrgð á fyrirtækin sjálf,“ segir Þórólfur. Ekki sé mannafli til að aðstoða hvert fyrirtæki fyrir sig. Hann leggur áherslu á að mikilvægt sé að halda sóttkví og passa útbreiðsluna. Annars fylgi aukin útbreiðsla og um leið meiri veikindi.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Innlent Ofbeldi í garð fangavarða eykst Innlent Dettifoss komið til hafnar Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Innlent Fleiri fréttir Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku Sjá meira