Skoða hvort fleirum verði leyft að vinna í sóttkví Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 29. desember 2021 22:27 Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn ríkislögreglustjóra. Vísir/Vilhelm Mikill fjöldi landsmanna er nú í einangrun og sóttkví sem hefur eðli málsins samkvæmt áhrif á vinnustaði víðsvegar um landið. Viðræður hafa staðið yfir, meðal annars við Samtök atvinnulífsins, um hvort koma megi á sérstakri vinnusóttkví. Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn ríkislögreglustjóra, segir að stjórnvöld leiti leiða til að koma til móts í fyrirtæki en hröð útbreiðsla kórónuveirunnar hefur valdið manneklu á fjölmörgum stofnunum og í fyrirtækjum. Mönnunarvandi hefur meðal annars haft mikil áhrif á starfsemi Landspítala en spítalinn var settur á neyðarstig í gær vegna ástandsins. Víðir segir í viðtali við fréttastofu að ástandið gangi ekki til lengdar. Mörg fyrirtæki lendi í vandræðum og með auknum fjölda smita og hraðrar útbreiðslu veirunnar þurfi að grípa til aðgerða til að koma til móts við þarfir atvinnulífsins. „Við höfum verið í samskiptum við eins og Samtök atvinnulífsins í dag sem hafa áhyggjur af ástandinu og við erum að skoða leiðir hvort að við getum einhvern veginn komið til móts við þau fyrirtæki með svokallaðri vinnusóttkví, sem muni kannski auðvelda fyrirtækjunum að halda áfram og halda úti starfsemi sinni,“ segir Víðir. Vinnusóttkví áður fyrir ferðalanga Frá því í fyrra hefur verið unnt að sækja um sérstaka vinnusóttkví ef brýn þörf er á að tryggja áframhaldandi starfsemi eða vinna verkefni sem ekki er hægt að fresta eins og segir á vef landlæknis. Vinnusóttkvíin er nokkuð þröng undanþága frá hinni hefðbundnu sóttkví en ráðstöfunin fæst til að mynda ekki fyrir einstaklinga sem eru í sóttkví vegna návígis við Covid-smitaðan einstakling. Ekki er ljóst hvernig stjórnvöld hyggjast útfæra vinnusóttkví upp á nýtt en núgildandi leiðbeiningar landlæknis taka aðeins til starfsmanna sem hafa komið erlendis frá. Þá þurfi einnig að liggja fyrir neikvæð niðurstaða skimunar sem tekin er á landamærunum og skýrt er tekið fram á vef embættisins að vinnusóttkví sé ekki opin heimild frá sóttkví heldur aðeins heimild til að sinna nánar tilgreindum starfa. Eftirfarandi eru núgildandi skilyrði fyrir vinnusóttkví. 1. Brýn þörf er á vinnuframlagi viðkomandi starfsmanns að mati yfirmanna til að tryggja áframhaldandi starfsemi sem aðrir starfsmenn geta ekki sinnt. 2. Að neikvæð niðurstaða skimunar sem tekin er á landamærum liggi fyrir áður en starfsmaður mætir á vinnustað. 3. Að tryggt sé að almennum reglum um sóttvarnir í sóttkví sé fylgt sem og sérsniðnum relgum sem hæfa aðstæðum eftir verkefnum. Allar aðstæður innan vinnusóttkvíar þurfa að vera skipulagðar með ítrustu sóttvarnir fyrir augum. 4. Upplýsingaskylda er til allra sem málið varðar. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Vinnumarkaður Tengdar fréttir Bíður með að leggja til styttingu sóttkvíar og einangrunar einkennalausra Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir telur skynsamlegt að bíða með að fara að fordæmi Sóttvarnarstofnunar Bandaríkjanna um að stytta einangrun og sóttkví einkennalausra. 29. desember 2021 11:19 Skoða að kalla starfsfólk í sóttkví aftur til starfa Framkvæmdastjóri meðferðarsviðs Landspítala segir stöðuna á spítalanum grafalvarlega. Spítalinn geti aðeins sinnt brýnustu verkefnum. 28. desember 2021 16:39 Mest lesið Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Innlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Erlent Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Erlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Innlent Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Innlent Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Innlent Fleiri fréttir Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Engar fréttir af þinglokum en veiðigjöldin ekki á dagskrá í dag Sjá meira
Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn ríkislögreglustjóra, segir að stjórnvöld leiti leiða til að koma til móts í fyrirtæki en hröð útbreiðsla kórónuveirunnar hefur valdið manneklu á fjölmörgum stofnunum og í fyrirtækjum. Mönnunarvandi hefur meðal annars haft mikil áhrif á starfsemi Landspítala en spítalinn var settur á neyðarstig í gær vegna ástandsins. Víðir segir í viðtali við fréttastofu að ástandið gangi ekki til lengdar. Mörg fyrirtæki lendi í vandræðum og með auknum fjölda smita og hraðrar útbreiðslu veirunnar þurfi að grípa til aðgerða til að koma til móts við þarfir atvinnulífsins. „Við höfum verið í samskiptum við eins og Samtök atvinnulífsins í dag sem hafa áhyggjur af ástandinu og við erum að skoða leiðir hvort að við getum einhvern veginn komið til móts við þau fyrirtæki með svokallaðri vinnusóttkví, sem muni kannski auðvelda fyrirtækjunum að halda áfram og halda úti starfsemi sinni,“ segir Víðir. Vinnusóttkví áður fyrir ferðalanga Frá því í fyrra hefur verið unnt að sækja um sérstaka vinnusóttkví ef brýn þörf er á að tryggja áframhaldandi starfsemi eða vinna verkefni sem ekki er hægt að fresta eins og segir á vef landlæknis. Vinnusóttkvíin er nokkuð þröng undanþága frá hinni hefðbundnu sóttkví en ráðstöfunin fæst til að mynda ekki fyrir einstaklinga sem eru í sóttkví vegna návígis við Covid-smitaðan einstakling. Ekki er ljóst hvernig stjórnvöld hyggjast útfæra vinnusóttkví upp á nýtt en núgildandi leiðbeiningar landlæknis taka aðeins til starfsmanna sem hafa komið erlendis frá. Þá þurfi einnig að liggja fyrir neikvæð niðurstaða skimunar sem tekin er á landamærunum og skýrt er tekið fram á vef embættisins að vinnusóttkví sé ekki opin heimild frá sóttkví heldur aðeins heimild til að sinna nánar tilgreindum starfa. Eftirfarandi eru núgildandi skilyrði fyrir vinnusóttkví. 1. Brýn þörf er á vinnuframlagi viðkomandi starfsmanns að mati yfirmanna til að tryggja áframhaldandi starfsemi sem aðrir starfsmenn geta ekki sinnt. 2. Að neikvæð niðurstaða skimunar sem tekin er á landamærum liggi fyrir áður en starfsmaður mætir á vinnustað. 3. Að tryggt sé að almennum reglum um sóttvarnir í sóttkví sé fylgt sem og sérsniðnum relgum sem hæfa aðstæðum eftir verkefnum. Allar aðstæður innan vinnusóttkvíar þurfa að vera skipulagðar með ítrustu sóttvarnir fyrir augum. 4. Upplýsingaskylda er til allra sem málið varðar.
1. Brýn þörf er á vinnuframlagi viðkomandi starfsmanns að mati yfirmanna til að tryggja áframhaldandi starfsemi sem aðrir starfsmenn geta ekki sinnt. 2. Að neikvæð niðurstaða skimunar sem tekin er á landamærum liggi fyrir áður en starfsmaður mætir á vinnustað. 3. Að tryggt sé að almennum reglum um sóttvarnir í sóttkví sé fylgt sem og sérsniðnum relgum sem hæfa aðstæðum eftir verkefnum. Allar aðstæður innan vinnusóttkvíar þurfa að vera skipulagðar með ítrustu sóttvarnir fyrir augum. 4. Upplýsingaskylda er til allra sem málið varðar.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Vinnumarkaður Tengdar fréttir Bíður með að leggja til styttingu sóttkvíar og einangrunar einkennalausra Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir telur skynsamlegt að bíða með að fara að fordæmi Sóttvarnarstofnunar Bandaríkjanna um að stytta einangrun og sóttkví einkennalausra. 29. desember 2021 11:19 Skoða að kalla starfsfólk í sóttkví aftur til starfa Framkvæmdastjóri meðferðarsviðs Landspítala segir stöðuna á spítalanum grafalvarlega. Spítalinn geti aðeins sinnt brýnustu verkefnum. 28. desember 2021 16:39 Mest lesið Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Innlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Erlent Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Erlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Innlent Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Innlent Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Innlent Fleiri fréttir Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Engar fréttir af þinglokum en veiðigjöldin ekki á dagskrá í dag Sjá meira
Bíður með að leggja til styttingu sóttkvíar og einangrunar einkennalausra Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir telur skynsamlegt að bíða með að fara að fordæmi Sóttvarnarstofnunar Bandaríkjanna um að stytta einangrun og sóttkví einkennalausra. 29. desember 2021 11:19
Skoða að kalla starfsfólk í sóttkví aftur til starfa Framkvæmdastjóri meðferðarsviðs Landspítala segir stöðuna á spítalanum grafalvarlega. Spítalinn geti aðeins sinnt brýnustu verkefnum. 28. desember 2021 16:39