Ríkisráð kemur ekki saman á gamlársdag vegna smitaðra ráðherra Atli Ísleifsson skrifar 29. desember 2021 13:31 Síðasti ríkisráðsfundur var á Bessastöðum þegar nýtt ráðuneyti Katrínar Jakobsdóttur tók við völdum í lok nóvember. Vísir/Vilhelm Ríkisráð kemur ekki saman á gamlársdag líkt og venja hefur verið undanfarna áratugi. Ástæðan er sú að í það minnsta þrír ráðherrar verða í einangrun um áramótin vegna kórónuveirusmits. Þetta kemur fram í tilkynningu frá skrifstofu forseta Íslands, en þrír ráðherrar úr röðum Sjálfstæðisflokksins – þau Bjarni Benediktsson, Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir og Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir – eru öll í einangrun vegna kórónuveirusmits. „Sú hefð að hafa fund í ríkisráði á gamlársdag hefur verið við lýði frá því að Kristján Eldjárn tók við embætti forseta Íslands. Á því hafa orðið þrjár undantekningar fram til þessa. Árið 1978 var ríkisráðsfundur haldinn degi fyrr og mun það hafa verið vegna þess að gamlárdag það ár bar upp á sunnudag. Árið 1980, á fyrsta ári Vigdísar Finnbogadóttur á forsetastóli, var fundur boðaður en honum frestað á síðustu stundu vegna spennu og vanda í stjórnarsamstarfi. Árið 1989 var ríkisráðsfundur haldinn laugardaginn 30. desember, aftur væntanlega svo að hann skaraðist ekki á við messutíma á sunnudegi. Æ síðan hefur ríkisráð komið saman á gamlársdag. Næsti fundur í ríkisráði verður boðaður á nýju ári en dagsetning verður ákveðin síðar,“ segir í tilkynningunni. Forseti Íslands og ráðherrar skipa saman ríkisráð og hefur forseti þar forsæti. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Forseti Íslands Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Bjarni Benediktsson með Covid-19 Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra greindist með Covid-19 í dag. Hann hvetur alla til að sýna varkárni vegna útbreiðslu veirunnar í samfélaginu. 27. desember 2021 21:32 Áslaug Arna bætist í hóp smitaðra ráðherra Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, vísinda-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, hefur greinst smituð af kórónuveirunni. Hún segist vonast til að á nýju ári verði hægt að horfa til eðlilegri tíma. 28. desember 2021 11:23 Þórdís Kolbrún einnig með Covid-19 Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, utanríkis- og þróunarsamvinnuráðherra, hefur greinst með Covid-19 og eru þrír ráðherrar Sjálfstæðisflokksins nú komnir í einangrun. 28. desember 2021 12:01 Mest lesið Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Sérsveit handtók vopnaðan mann Innlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Erlent Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Innlent Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Innlent Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Innlent Steinn reistur við með eins konar blöðrum Innlent Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Innlent Úr Kvennaskólanum í píparann Innlent Fleiri fréttir Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Dómsmálaráðherra tjáir sig um ummæli Úlfars Úr Kvennaskólanum í píparann Afsögn Úlfars og afstaða Íslands til ástandsins á Gasa Sérsveit handtók vopnaðan mann Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Skjálftinn reyndist 5,1 og fannst frá Skaganum að Hellu Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Dráttarvéladagur er á Blikastöðum í dag Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Nýr meirihluti komi ekki til greina Umsókn Oscars um landvistarleyfi hafnað og nýr meirihluti útilokaður Þrjár erlendar stúlkur með hæstu einkunn í FÁ Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Ökumenn sektaðir vegna notkunar nagladekkja Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu frá skrifstofu forseta Íslands, en þrír ráðherrar úr röðum Sjálfstæðisflokksins – þau Bjarni Benediktsson, Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir og Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir – eru öll í einangrun vegna kórónuveirusmits. „Sú hefð að hafa fund í ríkisráði á gamlársdag hefur verið við lýði frá því að Kristján Eldjárn tók við embætti forseta Íslands. Á því hafa orðið þrjár undantekningar fram til þessa. Árið 1978 var ríkisráðsfundur haldinn degi fyrr og mun það hafa verið vegna þess að gamlárdag það ár bar upp á sunnudag. Árið 1980, á fyrsta ári Vigdísar Finnbogadóttur á forsetastóli, var fundur boðaður en honum frestað á síðustu stundu vegna spennu og vanda í stjórnarsamstarfi. Árið 1989 var ríkisráðsfundur haldinn laugardaginn 30. desember, aftur væntanlega svo að hann skaraðist ekki á við messutíma á sunnudegi. Æ síðan hefur ríkisráð komið saman á gamlársdag. Næsti fundur í ríkisráði verður boðaður á nýju ári en dagsetning verður ákveðin síðar,“ segir í tilkynningunni. Forseti Íslands og ráðherrar skipa saman ríkisráð og hefur forseti þar forsæti.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Forseti Íslands Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Bjarni Benediktsson með Covid-19 Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra greindist með Covid-19 í dag. Hann hvetur alla til að sýna varkárni vegna útbreiðslu veirunnar í samfélaginu. 27. desember 2021 21:32 Áslaug Arna bætist í hóp smitaðra ráðherra Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, vísinda-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, hefur greinst smituð af kórónuveirunni. Hún segist vonast til að á nýju ári verði hægt að horfa til eðlilegri tíma. 28. desember 2021 11:23 Þórdís Kolbrún einnig með Covid-19 Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, utanríkis- og þróunarsamvinnuráðherra, hefur greinst með Covid-19 og eru þrír ráðherrar Sjálfstæðisflokksins nú komnir í einangrun. 28. desember 2021 12:01 Mest lesið Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Sérsveit handtók vopnaðan mann Innlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Erlent Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Innlent Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Innlent Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Innlent Steinn reistur við með eins konar blöðrum Innlent Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Innlent Úr Kvennaskólanum í píparann Innlent Fleiri fréttir Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Dómsmálaráðherra tjáir sig um ummæli Úlfars Úr Kvennaskólanum í píparann Afsögn Úlfars og afstaða Íslands til ástandsins á Gasa Sérsveit handtók vopnaðan mann Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Skjálftinn reyndist 5,1 og fannst frá Skaganum að Hellu Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Dráttarvéladagur er á Blikastöðum í dag Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Nýr meirihluti komi ekki til greina Umsókn Oscars um landvistarleyfi hafnað og nýr meirihluti útilokaður Þrjár erlendar stúlkur með hæstu einkunn í FÁ Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Ökumenn sektaðir vegna notkunar nagladekkja Sjá meira
Bjarni Benediktsson með Covid-19 Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra greindist með Covid-19 í dag. Hann hvetur alla til að sýna varkárni vegna útbreiðslu veirunnar í samfélaginu. 27. desember 2021 21:32
Áslaug Arna bætist í hóp smitaðra ráðherra Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, vísinda-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, hefur greinst smituð af kórónuveirunni. Hún segist vonast til að á nýju ári verði hægt að horfa til eðlilegri tíma. 28. desember 2021 11:23
Þórdís Kolbrún einnig með Covid-19 Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, utanríkis- og þróunarsamvinnuráðherra, hefur greinst með Covid-19 og eru þrír ráðherrar Sjálfstæðisflokksins nú komnir í einangrun. 28. desember 2021 12:01