Fljótlega hægt að slaka á ef rétt reynist að ómíkronafbrigðið sé mildara Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 29. desember 2021 11:42 Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir stöðu faraldursins heilt yfir góða. Fólk geti þó enn veikst, og sumt alvarlega. Vísir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir að ýmislegt bendi til þess að ómíkron-afbrigði kórónuveirunnar valdi síður alvarlegri veikindum en önnur afbrigði. Reynist þetta rétt segir hann að hægt verði að slaka flótt á þeim samfélagslegu takmörkunum sem í gildu eru til að hefta útbreiðslu faraldursins. Þetta kom fram á upplýsingafundi almannavarna sem haldinn var í dag. Þar fóru Þórólfur, Alma Möller landlæknir og Víðir Reynisson yfir stöðu mála í kórónuveirufaraldrinum. Í máli Þórólfs kom fram að ómíkron-afbrigðið væri nú ábyrgt fyrir um níutíu prósent þeirra sem greinast daglega hér á landi. Þrátt fyrir þetta væru aðeins tveir af þeim 21 sem nú liggur inni á Landspítalanum, með ómíkron-afbrigði Covid-19. Hvatti alla í örvunarskammtinn „Þannig má segja að þrátt fyrir mikinn vöxt í útbreiðslu ómíkron-afbrigðisins höfum við ekki verið að sjá samsvarandi fjölgun á alvarlega veikum, að minnsta kosti enn sem komið er sem bendir til að alvarleg veikindi séu fátíð af völdum ómíkron-afbrigðisins,“ sagði Þórólfur. Af þeim sem liggja inni eru um helmingur með grunnbólusetningu en enginn með þriðju bólusetninguna, örvunarskammtinn svokallaða að sögn Þórólfs sem að hans mati sýndi gildi þess að þiggja örvunarskammtinn. „Ef rétt reynist að alvarleg veikindi af völdum ómíkron-afbrigðisins séu sjaldgæf þá ættum við að geta tiltölulega fljótt slakað á þeim hömlum og þannig fengið hér útbreidd ónæmi í samfélagið af völdum náttúrulegrar sýkinga, ofan á þá vernd sem bólusetningarnar gefa, sagði Þórólfur. „Þannig ætti að vera hægt að hverfa hægt og bítandi til eðlilegra lífs. Þetta á að vera öllum frekari hvatning til að mæta í bólusetningu og þiggja örvunarskammtinn,“ bætti hann við. Benti Þórólfur á að ekki væri útilokað að að alvarleg veikindi myndu aukast af völdum ómíkron ekki síst ef smit færi að berast í auknum mæli í eldri og viðkvæmari hópa en raunin er nú. Áfram þyrfti þó að halda faraldrinum í skefjum á meðan sannreynt er að ómíkron-afbrigðið valdi síður alvarlegum veikindum. Það ætti að skýrast á næstunni. „Áfram þurfum við hinsvegar að halda faraldrinum hér í skefjum þar til að örugg vitneskja um alvarleika ómíkron-afbrigðsins og þegar það er komið þá getum við farið að hugað að nauðsynlegum og skynsamlegum tilslökunum.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Guðmundur Ingi á sjúkrahúsi Innlent Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Innlent Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Innlent Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Innlent Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Innlent Tjáir sig um símtalið margfræga: „Hún var ekki í neinu jafnvægi“ Innlent Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Koma Ársæli til varnar og telja ráðherra refsa honum fyrir skoðanir sínar Innlent Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Innlent Fleiri fréttir Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Fleiri en Seyðfirðingar óánægðir með samgönguáætlun Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Þungt yfir Austfirðingum í dag Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Skólameistari ósáttur og hörð átök á þingi Ungliðar undirrita drengskaparheit Enn skorað á Willum Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Grætur Fjarðarheiðargöng og vísar til banaslyssins Karlar telja hlutverkaskiptin jafnari Guðmundur Ingi á sjúkrahúsi Koma Ársæli til varnar og telja ráðherra refsa honum fyrir skoðanir sínar Ekki á leið í framboð í borginni og hugsi yfir „óskalista“ ríkisstjórnarinnar Ekki brotið á matráði sem var sagt upp störfum í fæðingarorlofi Stefna á að opna Gunnarsholt um áramót og styttist í svör um Garðabæ Tjáir sig um símtalið margfræga: „Hún var ekki í neinu jafnvægi“ Sjá meira
Þetta kom fram á upplýsingafundi almannavarna sem haldinn var í dag. Þar fóru Þórólfur, Alma Möller landlæknir og Víðir Reynisson yfir stöðu mála í kórónuveirufaraldrinum. Í máli Þórólfs kom fram að ómíkron-afbrigðið væri nú ábyrgt fyrir um níutíu prósent þeirra sem greinast daglega hér á landi. Þrátt fyrir þetta væru aðeins tveir af þeim 21 sem nú liggur inni á Landspítalanum, með ómíkron-afbrigði Covid-19. Hvatti alla í örvunarskammtinn „Þannig má segja að þrátt fyrir mikinn vöxt í útbreiðslu ómíkron-afbrigðisins höfum við ekki verið að sjá samsvarandi fjölgun á alvarlega veikum, að minnsta kosti enn sem komið er sem bendir til að alvarleg veikindi séu fátíð af völdum ómíkron-afbrigðisins,“ sagði Þórólfur. Af þeim sem liggja inni eru um helmingur með grunnbólusetningu en enginn með þriðju bólusetninguna, örvunarskammtinn svokallaða að sögn Þórólfs sem að hans mati sýndi gildi þess að þiggja örvunarskammtinn. „Ef rétt reynist að alvarleg veikindi af völdum ómíkron-afbrigðisins séu sjaldgæf þá ættum við að geta tiltölulega fljótt slakað á þeim hömlum og þannig fengið hér útbreidd ónæmi í samfélagið af völdum náttúrulegrar sýkinga, ofan á þá vernd sem bólusetningarnar gefa, sagði Þórólfur. „Þannig ætti að vera hægt að hverfa hægt og bítandi til eðlilegra lífs. Þetta á að vera öllum frekari hvatning til að mæta í bólusetningu og þiggja örvunarskammtinn,“ bætti hann við. Benti Þórólfur á að ekki væri útilokað að að alvarleg veikindi myndu aukast af völdum ómíkron ekki síst ef smit færi að berast í auknum mæli í eldri og viðkvæmari hópa en raunin er nú. Áfram þyrfti þó að halda faraldrinum í skefjum á meðan sannreynt er að ómíkron-afbrigðið valdi síður alvarlegum veikindum. Það ætti að skýrast á næstunni. „Áfram þurfum við hinsvegar að halda faraldrinum hér í skefjum þar til að örugg vitneskja um alvarleika ómíkron-afbrigðsins og þegar það er komið þá getum við farið að hugað að nauðsynlegum og skynsamlegum tilslökunum.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Guðmundur Ingi á sjúkrahúsi Innlent Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Innlent Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Innlent Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Innlent Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Innlent Tjáir sig um símtalið margfræga: „Hún var ekki í neinu jafnvægi“ Innlent Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Koma Ársæli til varnar og telja ráðherra refsa honum fyrir skoðanir sínar Innlent Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Innlent Fleiri fréttir Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Fleiri en Seyðfirðingar óánægðir með samgönguáætlun Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Þungt yfir Austfirðingum í dag Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Skólameistari ósáttur og hörð átök á þingi Ungliðar undirrita drengskaparheit Enn skorað á Willum Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Grætur Fjarðarheiðargöng og vísar til banaslyssins Karlar telja hlutverkaskiptin jafnari Guðmundur Ingi á sjúkrahúsi Koma Ársæli til varnar og telja ráðherra refsa honum fyrir skoðanir sínar Ekki á leið í framboð í borginni og hugsi yfir „óskalista“ ríkisstjórnarinnar Ekki brotið á matráði sem var sagt upp störfum í fæðingarorlofi Stefna á að opna Gunnarsholt um áramót og styttist í svör um Garðabæ Tjáir sig um símtalið margfræga: „Hún var ekki í neinu jafnvægi“ Sjá meira