Innlent

Skjálfti 3,9 að stærð skammt norðan við Trölladyngju

Eiður Þór Árnason skrifar
Flogið yfir eldstöðvarnar í Fagradalsfjalli.
Flogið yfir eldstöðvarnar í Fagradalsfjalli. Vísir/Egill

Snarpur jarðskjálfti fannst vel á höfuðborgarsvæðinu og suðvesturhorninu á þriðja tímanum í dag. 

Samkvæmt tilkynningu frá Veðurstofu Íslands var skjálftinn 3,9 að stærð en enginn gosórói er sjáanlegur. Jarðskjálftinn reið yfir klukkan 14:29 skammt norðan við Trölladyngju á Reykjanesskaga og hafa höfuðborgarbúar því fundið betur fyrir honum en öðrum skjálftum. 

Sömuleiðis hafa Veðurstofu borist tilkynningar um að skjálftinn hafi fundist allt austur á Hellu á Rangárvöllum. 

Undanfarna viku hefur verið mikil jarðskjálftavirkni á Reykjanesskaga og reið síðasti stóri skjálfti yfir klukkan 06:25 í morgun. Sá var 3,4 að stærð og fannst vel víða á höfuðborgarsvæðinu. Þó nokkrir skjálftar af þessari stærðargráðu hafa sést á Reykjanesskaga á síðustu dögum. 

Vísindaráð almannavarna fundaði í gær vegna jarðskjálftavirkninnar og er gengið út frá því að ef til eldgoss kæmi þá gjósi við eldstöðvarnar í Fagradalsfjalli. 

Fréttin hefur verið uppfærð.


Tengdar fréttir

Skjálfti 3,4 að stærð í morgun

Skjálfti 3,4 að stærð varð um fjóra kílómetra norður af Krýsuvík klukkan 6:25 í morgun. Annar skjálfti, rétt rúmlega tveir að stærð, var rúmum tveimur mínútum síðar á sömu slóðum.

Grind­víkingar orðnir þreyttir á skjálfta­hrinunni

Jarðskjálftavirkni er enn mikil á Reykjanesi þó hafa jarðskjálftarnir í dag mælst minni að stærð en síðustu daga. Bæjarstjóri Grindavíkurbæjar segir segir íbúa ýmsu vana en margir séu þó þreyttir á ástandinu.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×