Í tilkynningu farsóttanefndar segir að hjartadeild hafi verið lokað til morguns á með brugðist er við stöðunni, smit rakin og fólk skimað.
Þá segir að útbreiðsla veirunnar meðal starfsfólks sé einhver en ekki er ljóst hversu margir eru smitaðir.
Allir sjúklingar á deildinni séu upplýstir og verið sé að vinna í að upplýsa aðstandendur þeirra.
Unnið sé eftir verklagi farsóttanefndar um hópsmit á spítalanum.