Innlent

Spice fer að narta í hælana á kanna­bisi hjá Foreldrahúsi

Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar
Sigríður Björk Einarsdóttir er framkvæmdastjóri Samtaka foreldra grunnskólabarna í Reykjavík. Hún segir foreldra áhyggjufulla yfir aukinni neyslu efnisins. 
Sigríður Björk Einarsdóttir er framkvæmdastjóri Samtaka foreldra grunnskólabarna í Reykjavík. Hún segir foreldra áhyggjufulla yfir aukinni neyslu efnisins.  Vísir/Sigurjón

Aukning hefur orðið á neyslu ung­linga á eitur­lyfinu Spice á síðustu tveimur árum. Grunn­skólar hafa margir orðið varir við neyslu meðal nem­enda sinna en erfitt er að ná utan um um­fang vanda­málsins því krakkarnir eiga auð­velt með að fela hana.

Spice er til­tölu­lega nýtt eitur­lyf á markaðinum en neysla þess hefur aukist veru­lega síðustu árin.

Það er einna vin­sælast meðal fanga og innan hópa ung­menna en neysla þess hefur sést hjá allt að 12 ára gömlum krökkum.

Margir grunn­skólar landsins hafa orðið varir við neyslu nem­enda sinna á efninu, sem er svipað í út­liti og kanna­bis­efni en er í raun verk­smiðju­fram­leitt og afar sterkt mun hættu­legra.

Margir foreldrar vita ekki af stöðunni

Neyslan er oft mjög falin. Efnið er lyktar­laust og að­eins ný­lega komu á markað heima­próf sem greina efnið í sýnum.

For­eldrar eru á­hyggju­fullir yfir stöðunni.

„Það eru mjög margir for­eldrar sem að vita ekkert af þessu. Þetta hefur ekki farið hátt í um­ræðunni þannig að það er mjög erfitt fyrir for­eldra bæði að vita af þessu og hvað á að gera. Það er líka erfitt að takast á við frá­hvörfin þegar börnin eru komin í þetta,“ segir Sig­ríður Björk Einars­dóttir, fram­kvæmda­stjóri Sam­taka for­eldra grunn­skóla­barna í Reykja­vík.

„Það er litla að­stoð að fá, það er lítill skilningur inni á bráða­mót­tökunni og svona þannig að þetta er bara mjög erfið staða.“

Bæði lög­regla á höfuð­borgar­svæðinu og For­eldra­hús, sem að­stoða for­eldra krakka í neyslu, hafa orðið vör við aukningu á neyslu efnisins á síðustu tveimur árum.

For­eldra­fundur vegna efnisins var meðal annars haldinn í Garða­skóla fyrr í ár eftir að skóla­yfir­völd höfðu orðið var við neyslu nokkurra nem­enda.

„Það þarf að kynna þetta betur. Það þarf miklu meiri for­varna­fræðslu. Svona efni kemur svo­lítið á bak við okkur inn til okkar. Þannig að við þurfum miklu meira að fræða for­eldra um þetta,“ segir Sig­ríður Björk.

Aukin einangrun leiðir til aukinnar neyslu

Að sögn For­eldra­húss er Spice nú orðið annað stærsta vanda­mál krakka sem leita til þeirra á eftir kanna­bis­efni.

„Þetta er orðið mikið vandamál og Spice er orðið næst algengasta efnið sem við sjáum á eftir kannabisi, fer alveg að narta í hælana á því,“ sagði Berglind Gunnarsdóttir, framkvæmdastjóri Foreldrahúss, í samtali við fréttastofu í dag. 

Krakkar í neyslu lýsi því margir hvernig fé­lags­leg ein­angrun í sam­komu­banni hafi ýtt undir neyslu þeirra.

For­eldrar segja far­aldurinn hafa farið illa í mörg börn.

„Ég tala nú ekki um börn sem að búa ekki við bestu að­stæðurnar. Við höfum miklar á­hyggjur af því. Sér­stak­lega þegar að skólunum var að hluta til lokað að börnin voru bara heima kannski í slæmum að­stæðum. Mjög slæmt,“ segir Sig­ríður Björk.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.