Segir að börn niður í tólf ára reyki Spice Nadine Guðrún Yaghi skrifar 7. maí 2021 19:00 Guðjón Rúnar Sveinsson, varðstjóri hjá lögreglunni í Hafnarfirði hefur áhyggjur af neyslu grunnskólabarna á kannabis og fíkniefninu Spice. vísir/egill Dæmi eru um að börn niður í 12 ára aldur séu að reykja fíkniefnið Spice að sögn varðstjóra hjá lögreglunni í Hafnarfirði. Börnin veipa efnið, sem er hraðvirkandi og getur valdið mikilli fíkn. Guðjón Rúnar Sveinsson, varðstjóri hjá lögreglunni í Hafnarfirði hefur áhyggjur af neyslu grunnskólabarna á kannabis og fíkniefninu Spice. Spice svipar til kannabis en er mörgum sinnum sterkara. Merki eru um að yngri börn séu farin að neyta efnanna. „Við höfum orðið vör við krakka niður í sjöunda bekk og niðri grunnskóla aldur sem eru að selja þetta sín á milli,“ segir Guðjón Rúnar. Kannabisneysla barna sé ekki ný af nálinni en sveiflist á milli ára. Spice neyslan sé hins vegar frekar nýtilkomin. „Þau eru að reykja þetta með veipi og í einhverjum tilvikum eru þau að reykja þetta með því að setja það í sígarettur,“ segir Guðjón Rúnar. Guðjón Rúnar segist ekki geta sagt hvað hópurinn er stór en það hafi verið þó nokkuð um neyslu meðal barna í Hafnarfirði. Mikil vanlíðan sem fylgir neyslu á Spice Áhrifin af spice geti svipað til áhrifa af kannabis en séu þó talsvert meiri. „Paranoja, ógleði og alls kyns vanlíðan kemur í tenglsum við þetta í framhaldinu,“ segir Guðjón og bætir við að erfitt geti reynst að greina efnið og því frekar auðvelt fyrir börnin að fela neysluna. Efnið sé nær lyktarlaust. „Þá greinist þetta efni ekki í þvagprufu sem gerir þetta mun erfiðara fyrir okkur.“ Lögreglan í Hafnarfirði, barnaverndaryfirvöld og skólasamfélagið í bænum vinna í nánu samstarfi við að reyna fræða börnin. vísir/egill Oftast kemst upp um börnin vegna einkenna af vímunni og þá hafa foreldrar eða skólayfirvöld samband við lögreglu. Lögreglan í hafnarfirði er í nánu samstarfi við skólayfirvöld og barnavernd og reynir markvisst að ná til áhættuhópa. „En á meðan þetta Covid er í gangi er erfiðara fyrir okkur að heimsækja skólana og hitta börnin til að fræða þannig Covid er ekki að hjalpa okkur í þessu,“ segir Guðjón Rúnar. Einnig áhyggjur af kannabisneyslu barnanna Þá segist Guðjón ekki síður hafa áhyggjur af kannabisneyslu svo ungra barna. „Með aukinni umræðu er eins og það sé verið að normalísera neysluna og þar af leiðandi halda börnin að þetta sé í lagi. Sem er engan veginn því að efnin eru skaðleg og ennþá skaðlegri þegar þú ert yngri.“ Þá reynist börnunum erfitt að fjármagna neysluna. „Það hefur komið upp að krakkar séu að rúlla sér úr notuðum kannabisjónum sem liggja á stöðum þar sem mikið er reykt. Ef þörfin er orðin svona mikil að þú sért tilbúin að ganga svona langt þá getur það ekki verið gott,“ segir Guðjón. Börn og uppeldi Lögreglumál Fíkn Mest lesið Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Innlent Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Innlent Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Innlent Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ Innlent Kynntu fyrirhugaðan Sæbrautarstokk Innlent Ráðist með hníf að ungmenni í Hafnarfirði Innlent Börnin fari út en liggi undir trampólíninu í símanum Innlent Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Innlent Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Erlent Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Erlent Fleiri fréttir Guðrún segir ríkisstjórnina slá skjaldborg um Flokk fólksins Skera niður til að mæta launahækkunum Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Fjölga ferðum og auka tíðni ákveðinna leiða Strætó í haust Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Bein útsending: Afmælisráðstefna Afstöðu Kynntu fyrirhugaðan Sæbrautarstokk Börnin fari út en liggi undir trampólíninu í símanum Ráðist með hníf að ungmenni í Hafnarfirði Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ EES-ríkin þrjú efla samstarf við ESB á sviði öryggismála Öskrandi og ber að ofan við grunnskóla Opni Ísraelar ekki fyrir mannúðaraðstoð „þá verða að vera þvinganir“ Neyðaraðstoð í gíslingu, óvænt ákvörðun og ærandi spenna Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Slæmur frágangur akkerisins olli slysinu Níðingarnir treysta á skömmina í kynlífskúgunarmálum Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Gæsluvarðhaldsfangar dúsa í einangrun vegna plássleysis Þau sóttu um þrjú embætti skólameistara á Norðurlandi Haraldur Jóhannsson er látinn Ráðin í starf verkefnastjóra í atvinnuvegaráðuneytinu Fyrsta mastrið í Suðurnesjalínu 2 risið Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Hefja átak í HPV-bólusetningu í vetur Seðlabankinn heldur áfram að lækka vexti og mótmæli við utanríkisráðuneytið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Sjá meira
Guðjón Rúnar Sveinsson, varðstjóri hjá lögreglunni í Hafnarfirði hefur áhyggjur af neyslu grunnskólabarna á kannabis og fíkniefninu Spice. Spice svipar til kannabis en er mörgum sinnum sterkara. Merki eru um að yngri börn séu farin að neyta efnanna. „Við höfum orðið vör við krakka niður í sjöunda bekk og niðri grunnskóla aldur sem eru að selja þetta sín á milli,“ segir Guðjón Rúnar. Kannabisneysla barna sé ekki ný af nálinni en sveiflist á milli ára. Spice neyslan sé hins vegar frekar nýtilkomin. „Þau eru að reykja þetta með veipi og í einhverjum tilvikum eru þau að reykja þetta með því að setja það í sígarettur,“ segir Guðjón Rúnar. Guðjón Rúnar segist ekki geta sagt hvað hópurinn er stór en það hafi verið þó nokkuð um neyslu meðal barna í Hafnarfirði. Mikil vanlíðan sem fylgir neyslu á Spice Áhrifin af spice geti svipað til áhrifa af kannabis en séu þó talsvert meiri. „Paranoja, ógleði og alls kyns vanlíðan kemur í tenglsum við þetta í framhaldinu,“ segir Guðjón og bætir við að erfitt geti reynst að greina efnið og því frekar auðvelt fyrir börnin að fela neysluna. Efnið sé nær lyktarlaust. „Þá greinist þetta efni ekki í þvagprufu sem gerir þetta mun erfiðara fyrir okkur.“ Lögreglan í Hafnarfirði, barnaverndaryfirvöld og skólasamfélagið í bænum vinna í nánu samstarfi við að reyna fræða börnin. vísir/egill Oftast kemst upp um börnin vegna einkenna af vímunni og þá hafa foreldrar eða skólayfirvöld samband við lögreglu. Lögreglan í hafnarfirði er í nánu samstarfi við skólayfirvöld og barnavernd og reynir markvisst að ná til áhættuhópa. „En á meðan þetta Covid er í gangi er erfiðara fyrir okkur að heimsækja skólana og hitta börnin til að fræða þannig Covid er ekki að hjalpa okkur í þessu,“ segir Guðjón Rúnar. Einnig áhyggjur af kannabisneyslu barnanna Þá segist Guðjón ekki síður hafa áhyggjur af kannabisneyslu svo ungra barna. „Með aukinni umræðu er eins og það sé verið að normalísera neysluna og þar af leiðandi halda börnin að þetta sé í lagi. Sem er engan veginn því að efnin eru skaðleg og ennþá skaðlegri þegar þú ert yngri.“ Þá reynist börnunum erfitt að fjármagna neysluna. „Það hefur komið upp að krakkar séu að rúlla sér úr notuðum kannabisjónum sem liggja á stöðum þar sem mikið er reykt. Ef þörfin er orðin svona mikil að þú sért tilbúin að ganga svona langt þá getur það ekki verið gott,“ segir Guðjón.
Börn og uppeldi Lögreglumál Fíkn Mest lesið Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Innlent Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Innlent Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Innlent Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ Innlent Kynntu fyrirhugaðan Sæbrautarstokk Innlent Ráðist með hníf að ungmenni í Hafnarfirði Innlent Börnin fari út en liggi undir trampólíninu í símanum Innlent Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Innlent Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Erlent Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Erlent Fleiri fréttir Guðrún segir ríkisstjórnina slá skjaldborg um Flokk fólksins Skera niður til að mæta launahækkunum Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Fjölga ferðum og auka tíðni ákveðinna leiða Strætó í haust Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Bein útsending: Afmælisráðstefna Afstöðu Kynntu fyrirhugaðan Sæbrautarstokk Börnin fari út en liggi undir trampólíninu í símanum Ráðist með hníf að ungmenni í Hafnarfirði Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ EES-ríkin þrjú efla samstarf við ESB á sviði öryggismála Öskrandi og ber að ofan við grunnskóla Opni Ísraelar ekki fyrir mannúðaraðstoð „þá verða að vera þvinganir“ Neyðaraðstoð í gíslingu, óvænt ákvörðun og ærandi spenna Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Slæmur frágangur akkerisins olli slysinu Níðingarnir treysta á skömmina í kynlífskúgunarmálum Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Gæsluvarðhaldsfangar dúsa í einangrun vegna plássleysis Þau sóttu um þrjú embætti skólameistara á Norðurlandi Haraldur Jóhannsson er látinn Ráðin í starf verkefnastjóra í atvinnuvegaráðuneytinu Fyrsta mastrið í Suðurnesjalínu 2 risið Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Hefja átak í HPV-bólusetningu í vetur Seðlabankinn heldur áfram að lækka vexti og mótmæli við utanríkisráðuneytið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Sjá meira