Á jóladag voru alls ellefu sjúklingar á spítalanum vegna Covid-19 og þar af fjórir á gjörgæslu. Á Þorláksmessu voru þeir níu talsins en þrír voru á gjörgæslu og allir í öndunarvél.
Meðalaldur inniliggjandi er í dag 54 ár og er Landspítali áfram á skilgreindu hættustigi. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Farsóttanefnd Landspítala. Aukið og breytt álag er á fjölmargar starfseiningar spítalans og getur þetta falið í sér bæði breytta starfsemi og tilflutning á verkefnum og starfsfólki.
4.335 sjúklingar eru nú í eftirliti á Covid-göngudeild spítalans, þar af 1.033 börn. Frá því að fjórða bylgjan hófst þann 30. júní 2021 hafa verið 245 innlagnir vegna Covid-19 á Landspítala.