Innlent

Fjölgaði á spítala og gjör­gæslu yfir jólin

Eiður Þór Árnason skrifar
Landspítalinn í Fossvogi er áfram á hættustigi.
Landspítalinn í Fossvogi er áfram á hættustigi. Vísir/Vilhelm

Nú liggja fjórtán sjúklingar inni á Landspítalanum vegna Covid-19. Þar af eru fimm á gjörgæslu og þrír þeirra í öndunarvél. Helmingur einstaklinganna er óbólusettur, þar af fjórir þeirra sem eru á gjörgæslu.

Á jóladag voru alls ellefu sjúklingar á spítalanum vegna Covid-19 og þar af fjórir á gjörgæslu. Á Þorláksmessu voru þeir níu talsins en þrír voru á gjörgæslu og allir í öndunarvél.

Meðalaldur inniliggjandi er í dag 54 ár og er Landspítali áfram á skilgreindu hættustigi. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Farsóttanefnd Landspítala. Aukið og breytt álag er á fjölmargar starfseiningar spítalans og getur þetta falið í sér bæði breytta starfsemi og tilflutning á verkefnum og starfsfólki.

4.335 sjúklingar eru nú í eftirliti á Covid-göngudeild spítalans, þar af 1.033 börn. Frá því að fjórða bylgjan hófst þann 30. júní 2021 hafa verið 245 innlagnir vegna Covid-19 á Landspítala.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×