Líklega þriðji hver smitaður í sögulegri röð Snorri Másson skrifar 26. desember 2021 19:04 Alveg frá því í morgun hefur verið að minnsta kosti klukkustundarbið eftir sýnatöku á Suðurlandsbraut. Það er ekki hlaupið að því að opna nýjan sýnatökustað að sögn Víðis Reynissonar. Vísir Of snemmt er að draga ályktanir um að omíkron-afbrigðið muni ekki valda sjúkrahúskerfinu þungum búsifjum að sögn yfirlögregluþjóns. Veikt fólk beið úti tímum saman eftir sýnatöku á Suðurlandsbraut í dag. Enn hefur ekki komið til þeirrar holskeflu innlagna vegna Covid-19 sem almannavarnayfirvöld hafa óttast. Í Danmörku, sem almannavarnir á Íslandi líta nú til í samanburðarskyni, er innlögnum þó talsvert að fjölga. Fréttastofa leit við á Suðurlandsbraut í dag og gekk meðal annars meðfram röðinni frá upphafi til enda. Gangan tók átta mínútur: „Eins og við höfum sagt frá því að þetta fór af stað, tekur þetta tíu daga eða svo þar til við förum að sjá hvaða áhrif þetta hefur á spítalann,“ segir Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn í samtali við fréttastofu. Og háu omíkrontölurnar fóru fyrst að gera vart við sig fyrir tæpri viku, þannig að ástandið ætti að skýrast á allra næstu dögum. Tíu liggja á sjúkrahúsi, fimm á gjörgæslu - ýmist er fólkið bólusett eða ekki og með undirliggjandi sjúkdóma og ekki. „Það veit enginn hver það er sem leggst næstur inn. Þess vegna erum við í sjálfu sér að þessu,“ segir Víðir. Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn og Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.Vísir/Vilhelm „Ef þetta væri einhvern veginn þannig að við þyrftum ekki að hafa áhyggjur, værum við ekkert í þessum aðgerðum. En þær eru nauðsynlegar vegna þessa litla hluta sem veikist illa. Og við erum bara þannig samfélag að við ætlum ekki að láta einhvern vera minna virði en einhvern annan. Þannig höfum við alltaf verið, það eru allir okkar samfélagsþegnar jafn mikils virði.“ 30% sýna jákvæð Röðin í sýnatöku á Suðurlandsbraut í dag náði langt niður Ármúla þegar fréttastofa leit við á vettvangi. Fólk var misvelbúið undir langa bið í frostinu. Í þessari röð mætti ímynda sér að þriðji hver maður sé smitaður af Covid-19, enda um þriðjungur sem greinist jákvæður í PCR-prófum þessa dagana að sögn Víðis. Tæpir 500 hafa verið að greinast daglega undanfarið og talið er að þeim fjölgi enn á næstu virku dögum. Fréttastofa ræddi við fólk fremst í röðinni sem hafði beðið mun lengur en í klukkustund í kuldanum. Víðir segir verra að fólk, í sumum tilvikum veikt , sé að bíða löngum stundum úti í kuldanum. „Þetta er eitt af því sem við ætlum að skoða á morgun, hvort það sé hægt að opna fleiri stöðvar eða eitthvað slíkt. Það er snúið að vera með þetta á mörgum stöðum. Það er ekki alveg einfalt, ef það væri það værum við búin að gera það,“ segir Víðir. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Tengdar fréttir Rúmlega hundrað þúsund nýsmitaðir í fyrsta sinn Yfirvöld í Frakklandi tilkynntu í dag að rúmlega hundrað þúsund Frakkar hefðu greinst smitaðir af Covid-19 þar í landi í gær. Er það í fyrsta sinn sem faraldur kórónuveirunnar nær þessum hæðum í Frakkland. 26. desember 2021 17:07 „Við getum ekki bólusett okkur út úr vandanum“ Læknirinn Jón Ívar Einarsson telur þörf á „nýrri hugsun“ í nálgun stjórnvalda á baráttuna við kórónuveiruna, og telur að samfélagið geti ekki „bólusett sig út úr vandanum.“ 26. desember 2021 14:00 Mest lesið Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut Innlent Djúp lægð nálgast landið úr suðri Veður Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Erlent Fleiri fréttir Aukin jaðarsetning geti haft áhrif á afbrotahegðun Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Engar uppsagnir í farvatninu Þrír handteknir á stolnum bíl og dýnur teknar ófrjálsri hendi Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Sjá meira
Enn hefur ekki komið til þeirrar holskeflu innlagna vegna Covid-19 sem almannavarnayfirvöld hafa óttast. Í Danmörku, sem almannavarnir á Íslandi líta nú til í samanburðarskyni, er innlögnum þó talsvert að fjölga. Fréttastofa leit við á Suðurlandsbraut í dag og gekk meðal annars meðfram röðinni frá upphafi til enda. Gangan tók átta mínútur: „Eins og við höfum sagt frá því að þetta fór af stað, tekur þetta tíu daga eða svo þar til við förum að sjá hvaða áhrif þetta hefur á spítalann,“ segir Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn í samtali við fréttastofu. Og háu omíkrontölurnar fóru fyrst að gera vart við sig fyrir tæpri viku, þannig að ástandið ætti að skýrast á allra næstu dögum. Tíu liggja á sjúkrahúsi, fimm á gjörgæslu - ýmist er fólkið bólusett eða ekki og með undirliggjandi sjúkdóma og ekki. „Það veit enginn hver það er sem leggst næstur inn. Þess vegna erum við í sjálfu sér að þessu,“ segir Víðir. Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn og Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.Vísir/Vilhelm „Ef þetta væri einhvern veginn þannig að við þyrftum ekki að hafa áhyggjur, værum við ekkert í þessum aðgerðum. En þær eru nauðsynlegar vegna þessa litla hluta sem veikist illa. Og við erum bara þannig samfélag að við ætlum ekki að láta einhvern vera minna virði en einhvern annan. Þannig höfum við alltaf verið, það eru allir okkar samfélagsþegnar jafn mikils virði.“ 30% sýna jákvæð Röðin í sýnatöku á Suðurlandsbraut í dag náði langt niður Ármúla þegar fréttastofa leit við á vettvangi. Fólk var misvelbúið undir langa bið í frostinu. Í þessari röð mætti ímynda sér að þriðji hver maður sé smitaður af Covid-19, enda um þriðjungur sem greinist jákvæður í PCR-prófum þessa dagana að sögn Víðis. Tæpir 500 hafa verið að greinast daglega undanfarið og talið er að þeim fjölgi enn á næstu virku dögum. Fréttastofa ræddi við fólk fremst í röðinni sem hafði beðið mun lengur en í klukkustund í kuldanum. Víðir segir verra að fólk, í sumum tilvikum veikt , sé að bíða löngum stundum úti í kuldanum. „Þetta er eitt af því sem við ætlum að skoða á morgun, hvort það sé hægt að opna fleiri stöðvar eða eitthvað slíkt. Það er snúið að vera með þetta á mörgum stöðum. Það er ekki alveg einfalt, ef það væri það værum við búin að gera það,“ segir Víðir.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Tengdar fréttir Rúmlega hundrað þúsund nýsmitaðir í fyrsta sinn Yfirvöld í Frakklandi tilkynntu í dag að rúmlega hundrað þúsund Frakkar hefðu greinst smitaðir af Covid-19 þar í landi í gær. Er það í fyrsta sinn sem faraldur kórónuveirunnar nær þessum hæðum í Frakkland. 26. desember 2021 17:07 „Við getum ekki bólusett okkur út úr vandanum“ Læknirinn Jón Ívar Einarsson telur þörf á „nýrri hugsun“ í nálgun stjórnvalda á baráttuna við kórónuveiruna, og telur að samfélagið geti ekki „bólusett sig út úr vandanum.“ 26. desember 2021 14:00 Mest lesið Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut Innlent Djúp lægð nálgast landið úr suðri Veður Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Erlent Fleiri fréttir Aukin jaðarsetning geti haft áhrif á afbrotahegðun Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Engar uppsagnir í farvatninu Þrír handteknir á stolnum bíl og dýnur teknar ófrjálsri hendi Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Sjá meira
Rúmlega hundrað þúsund nýsmitaðir í fyrsta sinn Yfirvöld í Frakklandi tilkynntu í dag að rúmlega hundrað þúsund Frakkar hefðu greinst smitaðir af Covid-19 þar í landi í gær. Er það í fyrsta sinn sem faraldur kórónuveirunnar nær þessum hæðum í Frakkland. 26. desember 2021 17:07
„Við getum ekki bólusett okkur út úr vandanum“ Læknirinn Jón Ívar Einarsson telur þörf á „nýrri hugsun“ í nálgun stjórnvalda á baráttuna við kórónuveiruna, og telur að samfélagið geti ekki „bólusett sig út úr vandanum.“ 26. desember 2021 14:00