Innlent

Sex jólabörn fæddust á Landspítalanum

Snorri Másson skrifar
Konur fæða áfram börn þrátt fyrir allt.
Konur fæða áfram börn þrátt fyrir allt. Vísir/Vilhelm

Sex jólabörn fæddust á aðfangadag í ár í miðju Covid-fári og fimm á jóladag. 

Að sögn Huldu Hjartardóttur yfirlæknis á fæðingardeild Landspítalans er þetta hefðbundinn fjöldi, en um átta börn fæðast að meðaltali daglega á deildinni. Yfir hátíðirnar er þó ögn minni áhersla á að setja konur af stað ef það er ekki talið nauðsynlegt.

Töluvert var um að foreldrar eða ættingjar væru í flókinni stöðu vegna einangrunar eða sóttkvíar en fæðingardeildin slapp þó þokkalega vel í ár að sögn Huldu.

Eins og komið hefur fram eru um 100 starfsmenn Landspítala í sóttkví eða einangrun. Þar er fæðingardeildin ekki undanskilin.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.