Innlent

Skjálftavirkni við Fagradalsfjall: Eitt þúsund skjálftar frá miðnætti

Viktor Örn Ásgeirsson skrifar
Jarðskjálftahrinan á Reykjanesi er mjög svipuð undanfara eldgossins sem hófst í Geldingadölum í vor.
Jarðskjálftahrinan á Reykjanesi er mjög svipuð undanfara eldgossins sem hófst í Geldingadölum í vor. Vísir/RAX

Skjálftavirkni tók að aukast við Fagradalsfjall á Reykjanesskaga í gærkvöldi eftir fremur rólegan gærdag. Um eitt þúsund skjálftar hafa mælst frá miðnætti en skjálftahrinan hefur staðið yfir síðan á þriðjudaginn.

Vakthafandi náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands segir í samtali við fréttastofu að staðan sé svipuð og hún hafi verið í vikunni. Skjálftarnir eru á svipuðu dýpi og raða sér enn á sama svæði.

Á myndinni má sjá þá skjálfta sem greinst hafa síðustu 48 klukkustundir.Veðurstofan

Skömmu eftir miðnætti í nótt mældist skjálfti 3,1 að stærð en stærsti skjálfti sem mældist í hrinunni í nótt var 3,4 að stærð. Hans varð vart á mælum Veðurstofunnar skömmu eftir klukkan tvö í nótt. Aðrir skjálftar hafa verið töluvert minni.

Er eitthvað að gerast eða þarf tíminn að leiða það í ljós?

„Þetta lítur náttúrulega svipað út og það gerði fyrir seinasta gos og það bendir allt til þess að þetta fari sömu leið en svo veit maður aldrei. Það getur vel verið að kvikan nái ekki upp á yfirborð en við verðum bara að bíða og sjá hvað gerist,“ segir vakthafandi náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands.


Tengdar fréttir

At­burða­rásinni svipar til að­draganda gossins

Jarðskjálftahrinan á Reykjanesi er enn í fullum gangi þó stórum skjálftum hafi farið fækkandi með deginum. Skjálftavirknin á Reykjanesi er að færast til suðvesturs og er núna á nákvæmlega sama stað og kvikugangurinn sem myndaðist í vor áður en gos hófst í Geldingadölum.

Tvö þúsund skjálftar frá miðnætti

Skjálftavirkni við Fagradalsfjall mælist enn mikil. Frá miðnætti hafa um tvö þúsund skjálftar mælst á svæðinu og flestir þeirra nærri gosstöðvunum.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×