Innlent

Tvö þúsund skjálftar frá miðnætti

Samúel Karl Ólason skrifar
Ragnar Axelsson flaug yfir Geldingadali í dag og myndaði.
Ragnar Axelsson flaug yfir Geldingadali í dag og myndaði. vísir/rax

Skjálftavirkni við Fagradalsfjall mælist enn mikil. Frá miðnætti hafa um tvö þúsund skjálftar mælst á svæðinu og flestir þeirra nærri gosstöðvunum.

Samkvæmt nýjum upplýsingum á vef Veðurstofu Íslands eru aðstæður á svæðinu mjög líkar þeim sem sáust í aðdraganda eldgossins í Geldingadölum sem hófst í mars. Allt bendi til þess að kvika sér að brjóta sér leið í jarðskorpunni eins og þá.

Sjá einnig: At­burða­rásinni svipar til að­draganda gossins

GPS mælingar eru sagðar sýna merki um þenslu sem eigi sér uppruna á þeim slóðum þar sem skjálftavirknin sé mest.

„Því verður að telja líklegast að ef að til eldgoss kemur verði það þá á mjög svipuðum slóðum og eldgosið í Geldingadölum, en ekki er hægt að útiloka að kvika komi upp einhversstaðar á svæðinu frá Nátthaga að Keili.“


Tengdar fréttir

Ekki útilokað að landsmenn fái eldgos í jólagjöf

Enn er mikil skjálftavirkni í Geldingadölum en skjálftarnir koma nú í lotum. Gert er ráð fyrir að kvika sé á hreyfingu á svæðinu. Náttúruvársérfræðingur segir ekkert hægt að útiloka með tilliti til eldgoss og gæti sú atburðarrás verið hröð.

At­burða­rásinni svipar til að­draganda gossins

Jarðskjálftahrinan á Reykjanesi er enn í fullum gangi þó stórum skjálftum hafi farið fækkandi með deginum. Skjálftavirknin á Reykjanesi er að færast til suðvesturs og er núna á nákvæmlega sama stað og kvikugangurinn sem myndaðist í vor áður en gos hófst í Geldingadölum.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×