Coldplay hættir að gefa út nýja tónlist 2025 Atli Ísleifsson skrifar 23. desember 2021 13:57 Chris Martin og félagar stofnuðu sveitina Coldplay árið 1996. EPA Breska hljómsveitin Coldplay mun hætta að gefa út tónlist árið 2025. Frá þessu greinir söngvari sveitarinnar, Chris Martin, í útvarpsviðtali á BBC Radio 2. BBC segir frá málinu en Martin verður í stóru útvarpsviðtali í sérstökum jólaþætti Jo Whiley sem spilað verður á fimmtudagskvöld. „Síðasta almennilega plata okkar kemur út árið 2025 og ég held að eftir það munum við einungis fara í hljómleikaferðalög,“ segir Martin. „Mögulega einhver samstarfsverkefni en plötusafni Coldplay lýkur þá.“ Yfirlýsing Martin rímar ágætlega við fyrri orð hans sem hann lét falla í tengslum við útgáfu níundu plötu sveitarinnar, Music Of The Spheres, fyrr á árinu. Sagði hann þá að sveitin ætli sér að gefa út tólf plötur í heildina, það er þrjár til viðbótar. Í viðtalinu við Whiley greinir hann þá nánar frá tímasetningum hvað útgáfuna varðar. Martin segir að hann sjái fyrir sér að sveitin muni eftir 2025 fara í hljómleikaferðalög og segist hann þar líta sérstaklega til Rolling Stones og þeirra ferðalaga. „Það væri geggjað ef við gætum enn verið á hljómleikaferðalögum þegar við erum að nálgast níræðisaldurinn. Það væri æðislegt ef einhver myndi vilja mæta,“ segir Martin. Bretland Tónlist Mest lesið Af og frá að fimmti þáttur hafi verið klipptur extra mikið Lífið Bubba svarað og „barnaleg vitleysa“ í Borgó Menning Glæsihús augnlæknis til sölu Lífið Lögmálið um lítil typpi Lífið „Mjög pirruð út í hvort annað eftir frumsýninguna“ Lífið Kastaði sér niður fimmtán stiga: „Marinn, þjáður og aumkunarverður“ Lífið Sérstök og sjaldgæf íslensk nöfn: „Vitanlega var mér strítt“ Lífið Tíu stellingar sem örva G-blettinn Lífið Ölgerðin lítur Orkutal „öfgahægrisins“ alvarlegum augum Lífið „Get ekki hætt að hlusta og gráta“ Lífið Fleiri fréttir Lítið mál að trylla lýðinn kasólétt Fagnar fimmtugsafmæli með fyrstu tónleikum Ampop í átján ár Tók málin í eigin hendur og stofnaði nýja metal-hátíð á Selfossi Una Torfa heillaði baðgesti upp úr sundskónum Áhrifamikill óður til Grindvíkinga Ekkert rapplag á topp 40 í fyrsta sinn í 35 ár „Lélegur í að fela hvernig mér líður og bera harm minn í hljóði“ Breytti um nafn eftir djúpa ástarsorg Spila jólalög allan sólarhringinn fram að jólum Gervigreindarsvikarar reyna að hagnast á íslenskum stjörnum Katrín Odds og Þorgerður ástfangnar á frumsýningu Englar Birnis frumsýndir og heimildarmynd á leiðinni Sleppti tökunum á ástarsorgarplötu aldarinnar Lofar hlustendum jákvæðri og skemmtilegri stemmingu Þetta eru bestu lög 21. aldarinnar „Þetta er ömurleg fjárhagsleg ákvörðun“ Borgarstjóri og bombur í brjálaðri GusGus-gleði Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Íslenskar stjörnur heiðra Bítlana Frumsýning á Vísi: Iceguys trylla þjóðina enn og aftur í nýju myndbandi Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Sjá meira
BBC segir frá málinu en Martin verður í stóru útvarpsviðtali í sérstökum jólaþætti Jo Whiley sem spilað verður á fimmtudagskvöld. „Síðasta almennilega plata okkar kemur út árið 2025 og ég held að eftir það munum við einungis fara í hljómleikaferðalög,“ segir Martin. „Mögulega einhver samstarfsverkefni en plötusafni Coldplay lýkur þá.“ Yfirlýsing Martin rímar ágætlega við fyrri orð hans sem hann lét falla í tengslum við útgáfu níundu plötu sveitarinnar, Music Of The Spheres, fyrr á árinu. Sagði hann þá að sveitin ætli sér að gefa út tólf plötur í heildina, það er þrjár til viðbótar. Í viðtalinu við Whiley greinir hann þá nánar frá tímasetningum hvað útgáfuna varðar. Martin segir að hann sjái fyrir sér að sveitin muni eftir 2025 fara í hljómleikaferðalög og segist hann þar líta sérstaklega til Rolling Stones og þeirra ferðalaga. „Það væri geggjað ef við gætum enn verið á hljómleikaferðalögum þegar við erum að nálgast níræðisaldurinn. Það væri æðislegt ef einhver myndi vilja mæta,“ segir Martin.
Bretland Tónlist Mest lesið Af og frá að fimmti þáttur hafi verið klipptur extra mikið Lífið Bubba svarað og „barnaleg vitleysa“ í Borgó Menning Glæsihús augnlæknis til sölu Lífið Lögmálið um lítil typpi Lífið „Mjög pirruð út í hvort annað eftir frumsýninguna“ Lífið Kastaði sér niður fimmtán stiga: „Marinn, þjáður og aumkunarverður“ Lífið Sérstök og sjaldgæf íslensk nöfn: „Vitanlega var mér strítt“ Lífið Tíu stellingar sem örva G-blettinn Lífið Ölgerðin lítur Orkutal „öfgahægrisins“ alvarlegum augum Lífið „Get ekki hætt að hlusta og gráta“ Lífið Fleiri fréttir Lítið mál að trylla lýðinn kasólétt Fagnar fimmtugsafmæli með fyrstu tónleikum Ampop í átján ár Tók málin í eigin hendur og stofnaði nýja metal-hátíð á Selfossi Una Torfa heillaði baðgesti upp úr sundskónum Áhrifamikill óður til Grindvíkinga Ekkert rapplag á topp 40 í fyrsta sinn í 35 ár „Lélegur í að fela hvernig mér líður og bera harm minn í hljóði“ Breytti um nafn eftir djúpa ástarsorg Spila jólalög allan sólarhringinn fram að jólum Gervigreindarsvikarar reyna að hagnast á íslenskum stjörnum Katrín Odds og Þorgerður ástfangnar á frumsýningu Englar Birnis frumsýndir og heimildarmynd á leiðinni Sleppti tökunum á ástarsorgarplötu aldarinnar Lofar hlustendum jákvæðri og skemmtilegri stemmingu Þetta eru bestu lög 21. aldarinnar „Þetta er ömurleg fjárhagsleg ákvörðun“ Borgarstjóri og bombur í brjálaðri GusGus-gleði Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Íslenskar stjörnur heiðra Bítlana Frumsýning á Vísi: Iceguys trylla þjóðina enn og aftur í nýju myndbandi Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Sjá meira