Innlent

Tæplega fimm hundrað greindust með Covid-19 í gær

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Fólk streymi í PCR-próf á Suðurlandsbraut í gær en afar fáir fóru í hraðpróf enda lítið um viðburði.
Fólk streymi í PCR-próf á Suðurlandsbraut í gær en afar fáir fóru í hraðpróf enda lítið um viðburði. Vísir/Vilhelm

Rúmlega fimm hundruð sýni bárust Íslenskri erfðagreiningu til raðgreiningar í morgun. Þetta segir Kári Stefánsson í samtali við Vísi.

Á vef Landspítalans kemur fram að níu sjúklingar liggi inni á Landspítala vegna COVID-19. Meðalaldur inniliggjandi er 68 ár. Þrír eru á gjörgæslu, allir í öndunarvél. 

2.805 manns sem eru smituð af Covid-19 eru í eftirliti hjá Covid-göngudeild spítalans, þar af 782 börn.

Uppfært klukkan 10:57

Alls greindust 443 innanlands með Covid-19 í gær og 51 á landamærum. Heildarfjöldi smita var því 494. 300 af 494 voru ekki í sóttkví við greiningu.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×