Innlent

Þrjár myndarlegar hviður af skjálftum í nótt

Hólmfríður Gísladóttir skrifar
Virknin er enn við Fagradalsfjall og á svipuðu dýpi og í gær.
Virknin er enn við Fagradalsfjall og á svipuðu dýpi og í gær.

„Virknin hefur gengið svolítið upp og niður,“ segir Elísabet Pálmadóttir, náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands, um skjálftavirkni á Reykjanesskaga í nótt. „Það hafa komið svona þrjár myndarlegar hviður af jarðskjálftum í nótt en inn á milli róast.“

Að sögn Elísabetar hafa orðið á bilinu sex til sjöhundruð skjálftar frá miðnætti, sá stærsti fjórir að stærð, rétt fyrir klukkan 5. Sá fannst vel á Veðurstofunni.

Elísabet segir engar ályktanir hægt að draga útfrá þróun næturinnar; virknin sé ekki að færa sig, hún sé enn í Fagradalsfjalli og enn á svipuðu dýpi og áður.  

Fleiri en 4.000 skjálftar hafa mælst í yfirstandandi hrinu, sá stærsti 4,9 að stærð en fjórir yfir 4 og fjölmargir yfir 3. Óvissustigi vegna hrinunnar var lýst yfir í gær og litakóða vegna flugs breytt í appelsínugulan.

Veðurstofa Íslands

Tengdar fréttir

At­burða­rásinni svipar til að­draganda gossins

Jarðskjálftahrinan á Reykjanesi er enn í fullum gangi þó stórum skjálftum hafi farið fækkandi með deginum. Skjálftavirknin á Reykjanesi er að færast til suðvesturs og er núna á nákvæmlega sama stað og kvikugangurinn sem myndaðist í vor áður en gos hófst í Geldingadölum.

Skjálftarnir líkjast undan­fara eld­goss

Jarðskjálftahrinan á Reykjanesi er mjög svipuð undanfara eldgossins sem hófst í Geldingadölum í vor. Prófessor í jarðeðlisfræði telur líklegt að kvika sé að brjóta sér leið upp að jarðskorpunni en segir alls ekki víst að hún muni skila sér á yfirborðið í eldgosi.

Ó­þægi­legt að fá skjálfta­hrinu rétt fyrir jól

Grind­víkingar taka skjálfta­hrinunni sem nú gengur yfir á Reykja­nesinu með ró og reyna að halda sinni rútínu fyrir há­tíðirnar. Hún vekur þó upp ó­þægi­legar minningar frá stóru hrinunni í byrjun árs og vöknuðu margir upp við vondan draum í nótt að sögn bæjar­stjórans.
Fleiri fréttir

Sjá meira


×