Innlent

Þríeykið snýr aftur á upplýsingafundi á Þorláksmessu

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Þríeykið Alma Möller, Víðir Reynisson og Þórólfur Guðnason fara fyrir upplýsingafundi almannavarna á morgun.
Þríeykið Alma Möller, Víðir Reynisson og Þórólfur Guðnason fara fyrir upplýsingafundi almannavarna á morgun. Vísir/Vilhelm

Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra og embætti landlæknis boða til upplýsingafundar á morgun, fimmtudaginn 23. desember, klukkan 11. 

Þetta er fyrsti upplýsingafundur almannavarna vegna stöðu faraldurs kórónuveiru hér á landi í sjö vikur en sá síðasti var 5. nóvember. 

Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir, Alma D. Möller landlæknir og Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn hjá almannavörnum munu fara yfir stöðu mála vegna þróunar faraldursins undanfarið hér á landi. 

Fram kemur í tilkynningu frá almannavörnum að vegna uppgangs veirunnar og fjölda smita innanlands muni fundurinn fara fram í gegn um fjarfundabúnað og er því ekki gert ráð fyrir að fjölmiðlafólk mæti á staðinn. 

Líkt og áður verður fundinum að sjálfsögðu streymt í beinni útsendingu á Vísi og verður jafnframt hægt að fylgjast með framgangi fundarins í beinni textalýsingu eins og áður. 



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×