Lífið

Innlit í þakíbúðina úr þáttunum Succession

Stefán Árni Pálsson skrifar
Kendall Roy er einn af aðalkarakterunum í þáttunum. 
Kendall Roy er einn af aðalkarakterunum í þáttunum. 

Þættirnir Succession eru með vinsælustu þáttum heims í dag og koma þeir úr smiðju HBO og sýndir eru á Stöð 2.

Þættirnir fjalla um Roy fjölskylduna sem eru vellauðug og er búsett í New York. Einn af aðalkarakterunum er Kendall Roy sem heldur til í fallegri þakíbúð á Manhattan í þáttunum en eignin er í Pavilion A háhýsinu þar í borg.

Á YouTube-síðu Architectural Digest má sjá innlit í umrædda íbúð sem er metin á 23 milljónir dollara eða því sem samsvarar þrjá milljarða íslenskra króna.

Í íbúðinni eru fimm svefnherbergi og fjögur baðherbergi og er íbúðin 620 fermetrar að stærð og að auki eru 250 fermetra þaksvalir. Fasteignasalinn Stan Ponte fer í gegnum eignina í innslaginu hér að neðan.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.