Ekki ósennilegt að Allir vinna verði framlengt „að einhverju leyti“ Atli Ísleifsson og Heimir Már Pétursson skrifa 22. desember 2021 08:14 Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, þingmaður Vinstri grænna og formaður fjárlaganefndar. Stöð 2 Ekki er ósennilegt að átakið Allir vinna verði framlengt að einhverju leyti. Málið verður tekið til umræðu í fjárlaganefnd milli annarar á þriðju umræðu á þingi. Þetta sagði Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, þingmaður Vinstri grænna og formaður fjárlaganefndar, í fréttum Stöðvar 2 í gærkvöldi. Átakið Allir vinna gengur út á endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna, meðal annars við endurbætur á íbúðarhúsnæði. Önnur umræða um fjárlög næsta árs hófst á þinginu í gærkvöldi þar sem meirihluti fjárlaganefndar lagði fram aukin útgjöld upp á fjórtán milljarða meðal annars vegna stuðnings við veitingarekstur vegna tekjufalls í faraldrinum, hækkun barnabóta og fleira. Þingfundi lauk á fjórða tímanum í nótt og annar fundur hefur verið boðaður klukkan 10 í dag. Bjarkey sagði að milljarður færi til einhvers konar styrkja til handa veitingageiranum líkt og lög geri ráð fyrir við tekjufall þar. „Miðað við aðstæður er alveg ljóst að þar er tekjufallið mikið. Síðan erum við að framlengja greiðslur í sóttkví, framlengja, eða öllu heldur að gera ráð fyrir, að ráðningarstyrkjum sem hægt var að sækja um til áramóta. Það eru ríflega þrír milljarðar sem fara í það á næsta ári. Þetta er það helsta hvað varðar COVID í frumvarpinu,“ segir Bjarkey. Bjarkey að að rætt hafi verið að framlengja átakið Allir vinna. „Það barst mikið ákall um það inn í fjárlaganefnd og efnahags- og viðskiptanefnd. Við erum ekki komin svo langt ennþá en við tökum það væntanlega fyrir milli annarrar og þriðju umræðu. Það er ekki ósennilegt að það verði framlengt að einhverju leyti.“ Fjárlagafrumvarp 2022 Skattar og tollar Alþingi Tengdar fréttir Samstaða náðst um 53 þúsund króna aukagreiðslu til öryrkja Samstaða náðist í kvöld í fjárlaganefnd Alþingis um tillögu þess efnis að öryrkjum yrði greidd 53 þúsund króna aukagreiðslu til viðbótar við desemberuppbót sína. 20. desember 2021 19:48 Mest lesið „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Innlent Auka sýnileika milli rýma á leikskólum Innlent Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Erlent Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Erlent Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Innlent Hefur áhyggjur af aukinni dagdrykkju eldri borgara Innlent Tveir látnir í Gana vegna Marburg veirunnar Erlent Herða reglur um samkomubann í Eyjum: Að hámarki tíu saman á hverjum stað Innlent Þyrlan kölluð út í þriðja sinn: „Þetta eru óvenjumörg slys“ Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Fleiri fréttir Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Sjá meira
Þetta sagði Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, þingmaður Vinstri grænna og formaður fjárlaganefndar, í fréttum Stöðvar 2 í gærkvöldi. Átakið Allir vinna gengur út á endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna, meðal annars við endurbætur á íbúðarhúsnæði. Önnur umræða um fjárlög næsta árs hófst á þinginu í gærkvöldi þar sem meirihluti fjárlaganefndar lagði fram aukin útgjöld upp á fjórtán milljarða meðal annars vegna stuðnings við veitingarekstur vegna tekjufalls í faraldrinum, hækkun barnabóta og fleira. Þingfundi lauk á fjórða tímanum í nótt og annar fundur hefur verið boðaður klukkan 10 í dag. Bjarkey sagði að milljarður færi til einhvers konar styrkja til handa veitingageiranum líkt og lög geri ráð fyrir við tekjufall þar. „Miðað við aðstæður er alveg ljóst að þar er tekjufallið mikið. Síðan erum við að framlengja greiðslur í sóttkví, framlengja, eða öllu heldur að gera ráð fyrir, að ráðningarstyrkjum sem hægt var að sækja um til áramóta. Það eru ríflega þrír milljarðar sem fara í það á næsta ári. Þetta er það helsta hvað varðar COVID í frumvarpinu,“ segir Bjarkey. Bjarkey að að rætt hafi verið að framlengja átakið Allir vinna. „Það barst mikið ákall um það inn í fjárlaganefnd og efnahags- og viðskiptanefnd. Við erum ekki komin svo langt ennþá en við tökum það væntanlega fyrir milli annarrar og þriðju umræðu. Það er ekki ósennilegt að það verði framlengt að einhverju leyti.“
Fjárlagafrumvarp 2022 Skattar og tollar Alþingi Tengdar fréttir Samstaða náðst um 53 þúsund króna aukagreiðslu til öryrkja Samstaða náðist í kvöld í fjárlaganefnd Alþingis um tillögu þess efnis að öryrkjum yrði greidd 53 þúsund króna aukagreiðslu til viðbótar við desemberuppbót sína. 20. desember 2021 19:48 Mest lesið „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Innlent Auka sýnileika milli rýma á leikskólum Innlent Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Erlent Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Erlent Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Innlent Hefur áhyggjur af aukinni dagdrykkju eldri borgara Innlent Tveir látnir í Gana vegna Marburg veirunnar Erlent Herða reglur um samkomubann í Eyjum: Að hámarki tíu saman á hverjum stað Innlent Þyrlan kölluð út í þriðja sinn: „Þetta eru óvenjumörg slys“ Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Fleiri fréttir Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Sjá meira
Samstaða náðst um 53 þúsund króna aukagreiðslu til öryrkja Samstaða náðist í kvöld í fjárlaganefnd Alþingis um tillögu þess efnis að öryrkjum yrði greidd 53 þúsund króna aukagreiðslu til viðbótar við desemberuppbót sína. 20. desember 2021 19:48