Hitti son sinn í fyrsta skipti Snorri Másson skrifar 21. desember 2021 20:01 Sohrab Kohi var flúinn frá Afganistan þegar yngsti sonur hans kom í heiminn. Hann hitti hann í Keflavík í morgun. Vísir/Arnar Það urðu fagnaðarfundir þegar afganskar fjölskyldur sameinuðust á Keflavíkurflugvelli í morgun. Móðir hitti barn sitt í fyrsta sinn í fjóra mánuði og faðir hitti son sinn í fyrsta skipti frá því að hann fæddist. Þau eru þakklát íslenskum stjórnvöldum. Sohrab Kohi ræddi við fréttastofu með son sinn í fanginu en eiginkona hans og móðir eru sömuleiðis komnar til landsins. „Ég er mjög hamingjusamur og ég kann að meta aðstoð íslenskra stjórnvalda,“ sagði Kohi. Hér að neðan má sjá þegar hann faðmaði börnin sín: Jólabarnið komið heim Á meðan gránaði fyrir degi á annars stysta degi ársins beið Zeba Sultani líka eftir sex mánaða syni sínum á Keflavíkurflugvelli - með tilbúna fyrir hann litla úlpu fyrir íslenskar aðstæður. Síðustu mánuðir hafa verið átakanlegir í lífi þessara afgönsku mæðgina, sem komust við illan leik af flugvellinum í Kabúl í sumar.Vísir/Snorri Hann þarf að venjast þeim, því hér verður litla fjölskyldan um jólin - sem er nú sameinuð í fyrsta sinn frá því í Afganistan í sumar. Arsalan var tveggja mánaða þegar móðir hans sá hann síðast - þegar foreldrarnir urðu viðskila við barnið í upplausnarástandi við valdatöku talíbana í Kabúl. „Ég á erfitt með tilfinningar mínar en ég er hamingjusöm. Ég gleðst yfir að sjá son minn eftir fjóra og hálfan mánuð,“ sagði Zeba í samtali við fréttastofu. Faðirinn tekur undir með henni, sem flaug til móts við barnið til Georgíu þar sem það ferðaðist með vinafólki þeirra: „Dvölin í Georgíu var mjög erfið því barnið var aðskilið frá tengdamóður minni. Hann þekkti þau en þegar hann kom hingað þekkti hann okkur ekki. Hann grét stöðugt í tvo daga og drakk litla mjólk. Ég var mjög áhyggjufullur og þetta olli mér sársauka. En nú er ég glaður að sonur okkar er kominn til okkar,“ segir Khairullah Yosufi. Samtals komu 22 Afganar til landsins í dag, flestir svonefndir kvótaflóttamenn. Þeir eru því orðnir 83 talsins sem hingað hafa komið eftir valdatöku talíbana og stefnt er að því að taka á móti um 120 í heildina. Flóttafólk á Íslandi Flóttamenn Afganistan Keflavíkurflugvöllur Tengdar fréttir Jólabarnið komið til mömmu eftir fjögurra mánaða aðskilnað Það var tilfinningaþrungin stund þegar Zeba Sultani, afganskur flóttamaður, hitti son sinn Arsalan á Keflavíkurflugvelli í morgun, eftir að hafa síðast séð hann þegar hann varð viðskila við foreldra sína í miðju upplausnarástandi í Afganistan í sumar. 21. desember 2021 16:10 Baráttukona komin til Íslands frá Afganistan: Barnið missti meðvitund í mannþrönginni við flugvöllinn í Kabúl Zeba Sultani er alvön því að þurfa að berjast fyrir sínu. Sem ung stúlka í Afganistan hóf hún skólagöngu sína í laumi, undir fyrri stjórn Talibana, og þó að ástandið hafi skánað á árunum sem frá liðu, fólust margar áskoranir í því að starfa að jafnréttismálum í íhaldssömu samfélagi. 12. október 2021 06:00 Vara við því að milljón afgönsk börn deyi úr hungri í vetur Neyðarástand ríkir í Afganistan vegna þurrka og matarskorts. Sameinuðu þjóðirnar hafa varað við því að grípi alþjóðasamfélagið ekki inn í muni allt að milljón afgönsk börn deyja úr hungri áður en veturinn líður undir lok, fleiri landsmenn en létust í tuttugu ára löngu stríði. 20. desember 2021 08:36 Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Innlent Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Erlent Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Innlent Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Innlent Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent Fleiri fréttir Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Sjá meira
Sohrab Kohi ræddi við fréttastofu með son sinn í fanginu en eiginkona hans og móðir eru sömuleiðis komnar til landsins. „Ég er mjög hamingjusamur og ég kann að meta aðstoð íslenskra stjórnvalda,“ sagði Kohi. Hér að neðan má sjá þegar hann faðmaði börnin sín: Jólabarnið komið heim Á meðan gránaði fyrir degi á annars stysta degi ársins beið Zeba Sultani líka eftir sex mánaða syni sínum á Keflavíkurflugvelli - með tilbúna fyrir hann litla úlpu fyrir íslenskar aðstæður. Síðustu mánuðir hafa verið átakanlegir í lífi þessara afgönsku mæðgina, sem komust við illan leik af flugvellinum í Kabúl í sumar.Vísir/Snorri Hann þarf að venjast þeim, því hér verður litla fjölskyldan um jólin - sem er nú sameinuð í fyrsta sinn frá því í Afganistan í sumar. Arsalan var tveggja mánaða þegar móðir hans sá hann síðast - þegar foreldrarnir urðu viðskila við barnið í upplausnarástandi við valdatöku talíbana í Kabúl. „Ég á erfitt með tilfinningar mínar en ég er hamingjusöm. Ég gleðst yfir að sjá son minn eftir fjóra og hálfan mánuð,“ sagði Zeba í samtali við fréttastofu. Faðirinn tekur undir með henni, sem flaug til móts við barnið til Georgíu þar sem það ferðaðist með vinafólki þeirra: „Dvölin í Georgíu var mjög erfið því barnið var aðskilið frá tengdamóður minni. Hann þekkti þau en þegar hann kom hingað þekkti hann okkur ekki. Hann grét stöðugt í tvo daga og drakk litla mjólk. Ég var mjög áhyggjufullur og þetta olli mér sársauka. En nú er ég glaður að sonur okkar er kominn til okkar,“ segir Khairullah Yosufi. Samtals komu 22 Afganar til landsins í dag, flestir svonefndir kvótaflóttamenn. Þeir eru því orðnir 83 talsins sem hingað hafa komið eftir valdatöku talíbana og stefnt er að því að taka á móti um 120 í heildina.
Flóttafólk á Íslandi Flóttamenn Afganistan Keflavíkurflugvöllur Tengdar fréttir Jólabarnið komið til mömmu eftir fjögurra mánaða aðskilnað Það var tilfinningaþrungin stund þegar Zeba Sultani, afganskur flóttamaður, hitti son sinn Arsalan á Keflavíkurflugvelli í morgun, eftir að hafa síðast séð hann þegar hann varð viðskila við foreldra sína í miðju upplausnarástandi í Afganistan í sumar. 21. desember 2021 16:10 Baráttukona komin til Íslands frá Afganistan: Barnið missti meðvitund í mannþrönginni við flugvöllinn í Kabúl Zeba Sultani er alvön því að þurfa að berjast fyrir sínu. Sem ung stúlka í Afganistan hóf hún skólagöngu sína í laumi, undir fyrri stjórn Talibana, og þó að ástandið hafi skánað á árunum sem frá liðu, fólust margar áskoranir í því að starfa að jafnréttismálum í íhaldssömu samfélagi. 12. október 2021 06:00 Vara við því að milljón afgönsk börn deyi úr hungri í vetur Neyðarástand ríkir í Afganistan vegna þurrka og matarskorts. Sameinuðu þjóðirnar hafa varað við því að grípi alþjóðasamfélagið ekki inn í muni allt að milljón afgönsk börn deyja úr hungri áður en veturinn líður undir lok, fleiri landsmenn en létust í tuttugu ára löngu stríði. 20. desember 2021 08:36 Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Innlent Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Erlent Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Innlent Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Innlent Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent Fleiri fréttir Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Sjá meira
Jólabarnið komið til mömmu eftir fjögurra mánaða aðskilnað Það var tilfinningaþrungin stund þegar Zeba Sultani, afganskur flóttamaður, hitti son sinn Arsalan á Keflavíkurflugvelli í morgun, eftir að hafa síðast séð hann þegar hann varð viðskila við foreldra sína í miðju upplausnarástandi í Afganistan í sumar. 21. desember 2021 16:10
Baráttukona komin til Íslands frá Afganistan: Barnið missti meðvitund í mannþrönginni við flugvöllinn í Kabúl Zeba Sultani er alvön því að þurfa að berjast fyrir sínu. Sem ung stúlka í Afganistan hóf hún skólagöngu sína í laumi, undir fyrri stjórn Talibana, og þó að ástandið hafi skánað á árunum sem frá liðu, fólust margar áskoranir í því að starfa að jafnréttismálum í íhaldssömu samfélagi. 12. október 2021 06:00
Vara við því að milljón afgönsk börn deyi úr hungri í vetur Neyðarástand ríkir í Afganistan vegna þurrka og matarskorts. Sameinuðu þjóðirnar hafa varað við því að grípi alþjóðasamfélagið ekki inn í muni allt að milljón afgönsk börn deyja úr hungri áður en veturinn líður undir lok, fleiri landsmenn en létust í tuttugu ára löngu stríði. 20. desember 2021 08:36