Hitti son sinn í fyrsta skipti Snorri Másson skrifar 21. desember 2021 20:01 Sohrab Kohi var flúinn frá Afganistan þegar yngsti sonur hans kom í heiminn. Hann hitti hann í Keflavík í morgun. Vísir/Arnar Það urðu fagnaðarfundir þegar afganskar fjölskyldur sameinuðust á Keflavíkurflugvelli í morgun. Móðir hitti barn sitt í fyrsta sinn í fjóra mánuði og faðir hitti son sinn í fyrsta skipti frá því að hann fæddist. Þau eru þakklát íslenskum stjórnvöldum. Sohrab Kohi ræddi við fréttastofu með son sinn í fanginu en eiginkona hans og móðir eru sömuleiðis komnar til landsins. „Ég er mjög hamingjusamur og ég kann að meta aðstoð íslenskra stjórnvalda,“ sagði Kohi. Hér að neðan má sjá þegar hann faðmaði börnin sín: Jólabarnið komið heim Á meðan gránaði fyrir degi á annars stysta degi ársins beið Zeba Sultani líka eftir sex mánaða syni sínum á Keflavíkurflugvelli - með tilbúna fyrir hann litla úlpu fyrir íslenskar aðstæður. Síðustu mánuðir hafa verið átakanlegir í lífi þessara afgönsku mæðgina, sem komust við illan leik af flugvellinum í Kabúl í sumar.Vísir/Snorri Hann þarf að venjast þeim, því hér verður litla fjölskyldan um jólin - sem er nú sameinuð í fyrsta sinn frá því í Afganistan í sumar. Arsalan var tveggja mánaða þegar móðir hans sá hann síðast - þegar foreldrarnir urðu viðskila við barnið í upplausnarástandi við valdatöku talíbana í Kabúl. „Ég á erfitt með tilfinningar mínar en ég er hamingjusöm. Ég gleðst yfir að sjá son minn eftir fjóra og hálfan mánuð,“ sagði Zeba í samtali við fréttastofu. Faðirinn tekur undir með henni, sem flaug til móts við barnið til Georgíu þar sem það ferðaðist með vinafólki þeirra: „Dvölin í Georgíu var mjög erfið því barnið var aðskilið frá tengdamóður minni. Hann þekkti þau en þegar hann kom hingað þekkti hann okkur ekki. Hann grét stöðugt í tvo daga og drakk litla mjólk. Ég var mjög áhyggjufullur og þetta olli mér sársauka. En nú er ég glaður að sonur okkar er kominn til okkar,“ segir Khairullah Yosufi. Samtals komu 22 Afganar til landsins í dag, flestir svonefndir kvótaflóttamenn. Þeir eru því orðnir 83 talsins sem hingað hafa komið eftir valdatöku talíbana og stefnt er að því að taka á móti um 120 í heildina. Flóttafólk á Íslandi Flóttamenn Afganistan Keflavíkurflugvöllur Tengdar fréttir Jólabarnið komið til mömmu eftir fjögurra mánaða aðskilnað Það var tilfinningaþrungin stund þegar Zeba Sultani, afganskur flóttamaður, hitti son sinn Arsalan á Keflavíkurflugvelli í morgun, eftir að hafa síðast séð hann þegar hann varð viðskila við foreldra sína í miðju upplausnarástandi í Afganistan í sumar. 21. desember 2021 16:10 Baráttukona komin til Íslands frá Afganistan: Barnið missti meðvitund í mannþrönginni við flugvöllinn í Kabúl Zeba Sultani er alvön því að þurfa að berjast fyrir sínu. Sem ung stúlka í Afganistan hóf hún skólagöngu sína í laumi, undir fyrri stjórn Talibana, og þó að ástandið hafi skánað á árunum sem frá liðu, fólust margar áskoranir í því að starfa að jafnréttismálum í íhaldssömu samfélagi. 12. október 2021 06:00 Vara við því að milljón afgönsk börn deyi úr hungri í vetur Neyðarástand ríkir í Afganistan vegna þurrka og matarskorts. Sameinuðu þjóðirnar hafa varað við því að grípi alþjóðasamfélagið ekki inn í muni allt að milljón afgönsk börn deyja úr hungri áður en veturinn líður undir lok, fleiri landsmenn en létust í tuttugu ára löngu stríði. 20. desember 2021 08:36 Mest lesið Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Ekið á konu á Langholtsvegi Innlent Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Erlent Undrandi á ráðningu ráðgjafa Innlent Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Innlent Skapari Call of Duty lést í bílslysi Erlent Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Innlent Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Innlent Fleiri fréttir Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Glæný Maskínukönnun og jólaóveður Ársæll hringdi beint í utanríkisráðherra eftir fundinn Ósannað að fimmtán ára stúlka hafi stungið sextán ára pilt tvisvar Sameina Farice, Öryggisfjarskipti og hluta Neyðarlínunnar Gaf fingurinn á Miklubraut Birtir drög að lögum um lagareldi: Hyggst leggja niður Fiskeldissjóð Hundrað og fjörutíu milljarða bótakrafa á Samherja sé súrrealísk Skemmdir í kirkjugörðum vegna aksturs utan vegar Ólýsanlegur harmur fyrir fjölskylduna og söfnun hleypt af stokkunum „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Vill leiða lista Sjálfstæðismanna í Reykjanesbæ „Þetta hefur verið þungur tími“ Sjá meira
Sohrab Kohi ræddi við fréttastofu með son sinn í fanginu en eiginkona hans og móðir eru sömuleiðis komnar til landsins. „Ég er mjög hamingjusamur og ég kann að meta aðstoð íslenskra stjórnvalda,“ sagði Kohi. Hér að neðan má sjá þegar hann faðmaði börnin sín: Jólabarnið komið heim Á meðan gránaði fyrir degi á annars stysta degi ársins beið Zeba Sultani líka eftir sex mánaða syni sínum á Keflavíkurflugvelli - með tilbúna fyrir hann litla úlpu fyrir íslenskar aðstæður. Síðustu mánuðir hafa verið átakanlegir í lífi þessara afgönsku mæðgina, sem komust við illan leik af flugvellinum í Kabúl í sumar.Vísir/Snorri Hann þarf að venjast þeim, því hér verður litla fjölskyldan um jólin - sem er nú sameinuð í fyrsta sinn frá því í Afganistan í sumar. Arsalan var tveggja mánaða þegar móðir hans sá hann síðast - þegar foreldrarnir urðu viðskila við barnið í upplausnarástandi við valdatöku talíbana í Kabúl. „Ég á erfitt með tilfinningar mínar en ég er hamingjusöm. Ég gleðst yfir að sjá son minn eftir fjóra og hálfan mánuð,“ sagði Zeba í samtali við fréttastofu. Faðirinn tekur undir með henni, sem flaug til móts við barnið til Georgíu þar sem það ferðaðist með vinafólki þeirra: „Dvölin í Georgíu var mjög erfið því barnið var aðskilið frá tengdamóður minni. Hann þekkti þau en þegar hann kom hingað þekkti hann okkur ekki. Hann grét stöðugt í tvo daga og drakk litla mjólk. Ég var mjög áhyggjufullur og þetta olli mér sársauka. En nú er ég glaður að sonur okkar er kominn til okkar,“ segir Khairullah Yosufi. Samtals komu 22 Afganar til landsins í dag, flestir svonefndir kvótaflóttamenn. Þeir eru því orðnir 83 talsins sem hingað hafa komið eftir valdatöku talíbana og stefnt er að því að taka á móti um 120 í heildina.
Flóttafólk á Íslandi Flóttamenn Afganistan Keflavíkurflugvöllur Tengdar fréttir Jólabarnið komið til mömmu eftir fjögurra mánaða aðskilnað Það var tilfinningaþrungin stund þegar Zeba Sultani, afganskur flóttamaður, hitti son sinn Arsalan á Keflavíkurflugvelli í morgun, eftir að hafa síðast séð hann þegar hann varð viðskila við foreldra sína í miðju upplausnarástandi í Afganistan í sumar. 21. desember 2021 16:10 Baráttukona komin til Íslands frá Afganistan: Barnið missti meðvitund í mannþrönginni við flugvöllinn í Kabúl Zeba Sultani er alvön því að þurfa að berjast fyrir sínu. Sem ung stúlka í Afganistan hóf hún skólagöngu sína í laumi, undir fyrri stjórn Talibana, og þó að ástandið hafi skánað á árunum sem frá liðu, fólust margar áskoranir í því að starfa að jafnréttismálum í íhaldssömu samfélagi. 12. október 2021 06:00 Vara við því að milljón afgönsk börn deyi úr hungri í vetur Neyðarástand ríkir í Afganistan vegna þurrka og matarskorts. Sameinuðu þjóðirnar hafa varað við því að grípi alþjóðasamfélagið ekki inn í muni allt að milljón afgönsk börn deyja úr hungri áður en veturinn líður undir lok, fleiri landsmenn en létust í tuttugu ára löngu stríði. 20. desember 2021 08:36 Mest lesið Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Ekið á konu á Langholtsvegi Innlent Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Erlent Undrandi á ráðningu ráðgjafa Innlent Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Innlent Skapari Call of Duty lést í bílslysi Erlent Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Innlent Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Innlent Fleiri fréttir Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Glæný Maskínukönnun og jólaóveður Ársæll hringdi beint í utanríkisráðherra eftir fundinn Ósannað að fimmtán ára stúlka hafi stungið sextán ára pilt tvisvar Sameina Farice, Öryggisfjarskipti og hluta Neyðarlínunnar Gaf fingurinn á Miklubraut Birtir drög að lögum um lagareldi: Hyggst leggja niður Fiskeldissjóð Hundrað og fjörutíu milljarða bótakrafa á Samherja sé súrrealísk Skemmdir í kirkjugörðum vegna aksturs utan vegar Ólýsanlegur harmur fyrir fjölskylduna og söfnun hleypt af stokkunum „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Vill leiða lista Sjálfstæðismanna í Reykjanesbæ „Þetta hefur verið þungur tími“ Sjá meira
Jólabarnið komið til mömmu eftir fjögurra mánaða aðskilnað Það var tilfinningaþrungin stund þegar Zeba Sultani, afganskur flóttamaður, hitti son sinn Arsalan á Keflavíkurflugvelli í morgun, eftir að hafa síðast séð hann þegar hann varð viðskila við foreldra sína í miðju upplausnarástandi í Afganistan í sumar. 21. desember 2021 16:10
Baráttukona komin til Íslands frá Afganistan: Barnið missti meðvitund í mannþrönginni við flugvöllinn í Kabúl Zeba Sultani er alvön því að þurfa að berjast fyrir sínu. Sem ung stúlka í Afganistan hóf hún skólagöngu sína í laumi, undir fyrri stjórn Talibana, og þó að ástandið hafi skánað á árunum sem frá liðu, fólust margar áskoranir í því að starfa að jafnréttismálum í íhaldssömu samfélagi. 12. október 2021 06:00
Vara við því að milljón afgönsk börn deyi úr hungri í vetur Neyðarástand ríkir í Afganistan vegna þurrka og matarskorts. Sameinuðu þjóðirnar hafa varað við því að grípi alþjóðasamfélagið ekki inn í muni allt að milljón afgönsk börn deyja úr hungri áður en veturinn líður undir lok, fleiri landsmenn en létust í tuttugu ára löngu stríði. 20. desember 2021 08:36