Hitti son sinn í fyrsta skipti Snorri Másson skrifar 21. desember 2021 20:01 Sohrab Kohi var flúinn frá Afganistan þegar yngsti sonur hans kom í heiminn. Hann hitti hann í Keflavík í morgun. Vísir/Arnar Það urðu fagnaðarfundir þegar afganskar fjölskyldur sameinuðust á Keflavíkurflugvelli í morgun. Móðir hitti barn sitt í fyrsta sinn í fjóra mánuði og faðir hitti son sinn í fyrsta skipti frá því að hann fæddist. Þau eru þakklát íslenskum stjórnvöldum. Sohrab Kohi ræddi við fréttastofu með son sinn í fanginu en eiginkona hans og móðir eru sömuleiðis komnar til landsins. „Ég er mjög hamingjusamur og ég kann að meta aðstoð íslenskra stjórnvalda,“ sagði Kohi. Hér að neðan má sjá þegar hann faðmaði börnin sín: Jólabarnið komið heim Á meðan gránaði fyrir degi á annars stysta degi ársins beið Zeba Sultani líka eftir sex mánaða syni sínum á Keflavíkurflugvelli - með tilbúna fyrir hann litla úlpu fyrir íslenskar aðstæður. Síðustu mánuðir hafa verið átakanlegir í lífi þessara afgönsku mæðgina, sem komust við illan leik af flugvellinum í Kabúl í sumar.Vísir/Snorri Hann þarf að venjast þeim, því hér verður litla fjölskyldan um jólin - sem er nú sameinuð í fyrsta sinn frá því í Afganistan í sumar. Arsalan var tveggja mánaða þegar móðir hans sá hann síðast - þegar foreldrarnir urðu viðskila við barnið í upplausnarástandi við valdatöku talíbana í Kabúl. „Ég á erfitt með tilfinningar mínar en ég er hamingjusöm. Ég gleðst yfir að sjá son minn eftir fjóra og hálfan mánuð,“ sagði Zeba í samtali við fréttastofu. Faðirinn tekur undir með henni, sem flaug til móts við barnið til Georgíu þar sem það ferðaðist með vinafólki þeirra: „Dvölin í Georgíu var mjög erfið því barnið var aðskilið frá tengdamóður minni. Hann þekkti þau en þegar hann kom hingað þekkti hann okkur ekki. Hann grét stöðugt í tvo daga og drakk litla mjólk. Ég var mjög áhyggjufullur og þetta olli mér sársauka. En nú er ég glaður að sonur okkar er kominn til okkar,“ segir Khairullah Yosufi. Samtals komu 22 Afganar til landsins í dag, flestir svonefndir kvótaflóttamenn. Þeir eru því orðnir 83 talsins sem hingað hafa komið eftir valdatöku talíbana og stefnt er að því að taka á móti um 120 í heildina. Flóttafólk á Íslandi Flóttamenn Afganistan Keflavíkurflugvöllur Tengdar fréttir Jólabarnið komið til mömmu eftir fjögurra mánaða aðskilnað Það var tilfinningaþrungin stund þegar Zeba Sultani, afganskur flóttamaður, hitti son sinn Arsalan á Keflavíkurflugvelli í morgun, eftir að hafa síðast séð hann þegar hann varð viðskila við foreldra sína í miðju upplausnarástandi í Afganistan í sumar. 21. desember 2021 16:10 Baráttukona komin til Íslands frá Afganistan: Barnið missti meðvitund í mannþrönginni við flugvöllinn í Kabúl Zeba Sultani er alvön því að þurfa að berjast fyrir sínu. Sem ung stúlka í Afganistan hóf hún skólagöngu sína í laumi, undir fyrri stjórn Talibana, og þó að ástandið hafi skánað á árunum sem frá liðu, fólust margar áskoranir í því að starfa að jafnréttismálum í íhaldssömu samfélagi. 12. október 2021 06:00 Vara við því að milljón afgönsk börn deyi úr hungri í vetur Neyðarástand ríkir í Afganistan vegna þurrka og matarskorts. Sameinuðu þjóðirnar hafa varað við því að grípi alþjóðasamfélagið ekki inn í muni allt að milljón afgönsk börn deyja úr hungri áður en veturinn líður undir lok, fleiri landsmenn en létust í tuttugu ára löngu stríði. 20. desember 2021 08:36 Mest lesið Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Innlent Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Erlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Fleiri fréttir Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Sjá meira
Sohrab Kohi ræddi við fréttastofu með son sinn í fanginu en eiginkona hans og móðir eru sömuleiðis komnar til landsins. „Ég er mjög hamingjusamur og ég kann að meta aðstoð íslenskra stjórnvalda,“ sagði Kohi. Hér að neðan má sjá þegar hann faðmaði börnin sín: Jólabarnið komið heim Á meðan gránaði fyrir degi á annars stysta degi ársins beið Zeba Sultani líka eftir sex mánaða syni sínum á Keflavíkurflugvelli - með tilbúna fyrir hann litla úlpu fyrir íslenskar aðstæður. Síðustu mánuðir hafa verið átakanlegir í lífi þessara afgönsku mæðgina, sem komust við illan leik af flugvellinum í Kabúl í sumar.Vísir/Snorri Hann þarf að venjast þeim, því hér verður litla fjölskyldan um jólin - sem er nú sameinuð í fyrsta sinn frá því í Afganistan í sumar. Arsalan var tveggja mánaða þegar móðir hans sá hann síðast - þegar foreldrarnir urðu viðskila við barnið í upplausnarástandi við valdatöku talíbana í Kabúl. „Ég á erfitt með tilfinningar mínar en ég er hamingjusöm. Ég gleðst yfir að sjá son minn eftir fjóra og hálfan mánuð,“ sagði Zeba í samtali við fréttastofu. Faðirinn tekur undir með henni, sem flaug til móts við barnið til Georgíu þar sem það ferðaðist með vinafólki þeirra: „Dvölin í Georgíu var mjög erfið því barnið var aðskilið frá tengdamóður minni. Hann þekkti þau en þegar hann kom hingað þekkti hann okkur ekki. Hann grét stöðugt í tvo daga og drakk litla mjólk. Ég var mjög áhyggjufullur og þetta olli mér sársauka. En nú er ég glaður að sonur okkar er kominn til okkar,“ segir Khairullah Yosufi. Samtals komu 22 Afganar til landsins í dag, flestir svonefndir kvótaflóttamenn. Þeir eru því orðnir 83 talsins sem hingað hafa komið eftir valdatöku talíbana og stefnt er að því að taka á móti um 120 í heildina.
Flóttafólk á Íslandi Flóttamenn Afganistan Keflavíkurflugvöllur Tengdar fréttir Jólabarnið komið til mömmu eftir fjögurra mánaða aðskilnað Það var tilfinningaþrungin stund þegar Zeba Sultani, afganskur flóttamaður, hitti son sinn Arsalan á Keflavíkurflugvelli í morgun, eftir að hafa síðast séð hann þegar hann varð viðskila við foreldra sína í miðju upplausnarástandi í Afganistan í sumar. 21. desember 2021 16:10 Baráttukona komin til Íslands frá Afganistan: Barnið missti meðvitund í mannþrönginni við flugvöllinn í Kabúl Zeba Sultani er alvön því að þurfa að berjast fyrir sínu. Sem ung stúlka í Afganistan hóf hún skólagöngu sína í laumi, undir fyrri stjórn Talibana, og þó að ástandið hafi skánað á árunum sem frá liðu, fólust margar áskoranir í því að starfa að jafnréttismálum í íhaldssömu samfélagi. 12. október 2021 06:00 Vara við því að milljón afgönsk börn deyi úr hungri í vetur Neyðarástand ríkir í Afganistan vegna þurrka og matarskorts. Sameinuðu þjóðirnar hafa varað við því að grípi alþjóðasamfélagið ekki inn í muni allt að milljón afgönsk börn deyja úr hungri áður en veturinn líður undir lok, fleiri landsmenn en létust í tuttugu ára löngu stríði. 20. desember 2021 08:36 Mest lesið Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Innlent Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Erlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Fleiri fréttir Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Sjá meira
Jólabarnið komið til mömmu eftir fjögurra mánaða aðskilnað Það var tilfinningaþrungin stund þegar Zeba Sultani, afganskur flóttamaður, hitti son sinn Arsalan á Keflavíkurflugvelli í morgun, eftir að hafa síðast séð hann þegar hann varð viðskila við foreldra sína í miðju upplausnarástandi í Afganistan í sumar. 21. desember 2021 16:10
Baráttukona komin til Íslands frá Afganistan: Barnið missti meðvitund í mannþrönginni við flugvöllinn í Kabúl Zeba Sultani er alvön því að þurfa að berjast fyrir sínu. Sem ung stúlka í Afganistan hóf hún skólagöngu sína í laumi, undir fyrri stjórn Talibana, og þó að ástandið hafi skánað á árunum sem frá liðu, fólust margar áskoranir í því að starfa að jafnréttismálum í íhaldssömu samfélagi. 12. október 2021 06:00
Vara við því að milljón afgönsk börn deyi úr hungri í vetur Neyðarástand ríkir í Afganistan vegna þurrka og matarskorts. Sameinuðu þjóðirnar hafa varað við því að grípi alþjóðasamfélagið ekki inn í muni allt að milljón afgönsk börn deyja úr hungri áður en veturinn líður undir lok, fleiri landsmenn en létust í tuttugu ára löngu stríði. 20. desember 2021 08:36