Katrín: Ekki skemmtileg tíðindi í aðdraganda jóla Heimir Már Pétursson skrifar 21. desember 2021 19:20 Það var ekki með neinni ánægju sem Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra og Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra kynntu hertar sóttvarnaaðgerðir sem taka gildi á Þorláksmessu. Vísir/Vilhelm Hertari sóttvarnaaðgerðir taka gildi á miðnætti annað kvöld og gilda í þrjár vikur. Aldrei hafa fleiri greinst á einum sólarhring eins og í gær. Forsætisráðherra telur líklegt að sóttvarnareglur verði hertar á landamærunum um miðjan janúar. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir ríkisstjórnina hafa farið yfir tölur um fjölda smitaðra undanfarna daga og þróunina í öðrum löndum þar sem ómíkron afbrigði veirunnar breiddist út með ógnarhraða eins og hér. „Fyrstu gögn benda til að innlagnarhlutfall sé lægra en með þennan mikla fjölda sjáum við okkur ekki annað fært en grípa til ráðstafana. Og það eru auðvitað ekki skemmtileg tíðindi að flytja þjóðinni í aðdraganda jóla,“ sagði Katrín að loknum ríkisstjórnarfundi. Það var ekki við öðru að búast en að nýr heilbrigðisráðherra tilkynnti hertari sóttvarnaaðgerðir eftir ríkisstjórnarfund í dag. Sú varð raunin þegar hann gekk út úr Ráðherrarbústaðnum með forsætisráðherra sem hældi þjóðinni fyrir þrautsegjuna í faraldrinum. Almennar fjöldatakmarkanir fara úr fimmtíu í tuttugu og ekki mega fleiri en tvö hunduð koma saman á hraðprófaviðburðum. Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra kynnir fyrstu sóttvarnaaðgerðir sínar. Svandís Svavarsdóttir fyrrverandi heilbrigðisráðherra smeygir sér framhjá sjálfsagt fegnin því að þurfa ekki að færa landsmönnum þennan boðskap skömmu fyrir jól.Vísir/Vilhelm Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra segir farið eftir öllum tillögum sóttvarnalæknis nema hvað varðaði tillögu hans um lengingu á jólaleyfi skólanna. „En að skólamálaráðherrarnir taki samtalið við skólastjórnednur og starfsemnn skólanna og meti stöðuna. Hvernig við komum út úr fríinu,“ segir heilbrigðisráðherra. Nándarreglan verður aftur almennt tveir metrar en metri á veitingastöðum og sitjandi viðburðum. Grafík/Ragnar Vesage Grímuskylda þar sem ekki er hægt að halda tveggja metra regluna svo sem eins og í verslunum og verslunarmiðstöðvum. Hámarksfjöldi á sitjandi viðburðum án hraðprófa verður 50 manns. Það sama á við um allar verslanir og söfn nema stærri verslanir geta bætt við fimm viðskiptavinum á hverja tíu fermetra upp að 500 manns. Veitingastaðir með vínveitingar mega hleypa inn til klukkan níu en allir verða að vera farnir út klukkan tíu. Í minnisblaði Þórólfs Guðnasonar til heilbrigðisráðherra leggur hann til að skoðaðverði að herða sóttvarnaráðstafanir álandamærunum. „Reglur á landamærunum eru óbreyttar til 15. janúar. En þær verða teknar til skoðunar í takti við þær vangaveltur sem birtast í minnisblaði sóttvarnalæknis. Þar sem hann óskar eftir þvíað landamærahópur forsætisráðuneytisins fari yfir þær. Það munum viðgera og vera reiðubúin,“segir Katrín. Sóttvarnalæknir leggur til aðallir farþegar verði krafðir um PCR próf fyrir byrðingu íflugvélar á leiðhingað til lands sem ekki megi vera eldra en 48 klukkustundir. Farþegar með íslenska kennitölu fari í PCR próf á sinni heilsugæslustöðinnan tveggja sólarhringa eftir komuna og verði í sóttkvíþar til niðurstaða liggi fyrir. Skoðað verði að prófa alla farþaga við komuna til landsins. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Samkomubann á Íslandi Mest lesið Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Snjókoman rétt að byrja Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Eldur í blokk við Ljósheima Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Innlent Fleiri fréttir Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi Sjá meira
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir ríkisstjórnina hafa farið yfir tölur um fjölda smitaðra undanfarna daga og þróunina í öðrum löndum þar sem ómíkron afbrigði veirunnar breiddist út með ógnarhraða eins og hér. „Fyrstu gögn benda til að innlagnarhlutfall sé lægra en með þennan mikla fjölda sjáum við okkur ekki annað fært en grípa til ráðstafana. Og það eru auðvitað ekki skemmtileg tíðindi að flytja þjóðinni í aðdraganda jóla,“ sagði Katrín að loknum ríkisstjórnarfundi. Það var ekki við öðru að búast en að nýr heilbrigðisráðherra tilkynnti hertari sóttvarnaaðgerðir eftir ríkisstjórnarfund í dag. Sú varð raunin þegar hann gekk út úr Ráðherrarbústaðnum með forsætisráðherra sem hældi þjóðinni fyrir þrautsegjuna í faraldrinum. Almennar fjöldatakmarkanir fara úr fimmtíu í tuttugu og ekki mega fleiri en tvö hunduð koma saman á hraðprófaviðburðum. Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra kynnir fyrstu sóttvarnaaðgerðir sínar. Svandís Svavarsdóttir fyrrverandi heilbrigðisráðherra smeygir sér framhjá sjálfsagt fegnin því að þurfa ekki að færa landsmönnum þennan boðskap skömmu fyrir jól.Vísir/Vilhelm Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra segir farið eftir öllum tillögum sóttvarnalæknis nema hvað varðaði tillögu hans um lengingu á jólaleyfi skólanna. „En að skólamálaráðherrarnir taki samtalið við skólastjórnednur og starfsemnn skólanna og meti stöðuna. Hvernig við komum út úr fríinu,“ segir heilbrigðisráðherra. Nándarreglan verður aftur almennt tveir metrar en metri á veitingastöðum og sitjandi viðburðum. Grafík/Ragnar Vesage Grímuskylda þar sem ekki er hægt að halda tveggja metra regluna svo sem eins og í verslunum og verslunarmiðstöðvum. Hámarksfjöldi á sitjandi viðburðum án hraðprófa verður 50 manns. Það sama á við um allar verslanir og söfn nema stærri verslanir geta bætt við fimm viðskiptavinum á hverja tíu fermetra upp að 500 manns. Veitingastaðir með vínveitingar mega hleypa inn til klukkan níu en allir verða að vera farnir út klukkan tíu. Í minnisblaði Þórólfs Guðnasonar til heilbrigðisráðherra leggur hann til að skoðaðverði að herða sóttvarnaráðstafanir álandamærunum. „Reglur á landamærunum eru óbreyttar til 15. janúar. En þær verða teknar til skoðunar í takti við þær vangaveltur sem birtast í minnisblaði sóttvarnalæknis. Þar sem hann óskar eftir þvíað landamærahópur forsætisráðuneytisins fari yfir þær. Það munum viðgera og vera reiðubúin,“segir Katrín. Sóttvarnalæknir leggur til aðallir farþegar verði krafðir um PCR próf fyrir byrðingu íflugvélar á leiðhingað til lands sem ekki megi vera eldra en 48 klukkustundir. Farþegar með íslenska kennitölu fari í PCR próf á sinni heilsugæslustöðinnan tveggja sólarhringa eftir komuna og verði í sóttkvíþar til niðurstaða liggi fyrir. Skoðað verði að prófa alla farþaga við komuna til landsins.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Samkomubann á Íslandi Mest lesið Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Snjókoman rétt að byrja Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Eldur í blokk við Ljósheima Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Innlent Fleiri fréttir Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi Sjá meira