Gunnar Smári sakar Willum um leka til að gera Þórólf að „vonda kallinum“ Hólmfríður Gísladóttir skrifar 21. desember 2021 06:48 Gunnar Smári segir „Framsóknarstjórnmál“ aldrei snúast um innihald. Gunnar Smári Egilsson sakar heilbrigðisráðuneytið um að hafa lekið nýjasta minnisblaði Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis í þeim tilgangi að láta ráðherra líta vel út þegar framhald sóttvarnaaðgerða verður tilkynnt í dag. Í Facebook-færslu sem hann birti í gærkvöldi segir Gunnar Smári líklegast að aðstoðarmaður ráðherra hafi lekið upplýsingum úr minnisblaði Þórólfs en fjölmiðlar greindu frá því í gær að sóttvarnalæknir legði til 20 manna fjöldatakmarkanir, 200 manna hólf á fjöldasamkomum og tveggja metra fjarlægðarreglu í stað eins metra. Eins og þekkt er orðið hefur Þórólfur ekkert viljað tjá sig um efnislegt innihald minnisblaða sinna fyrr en eftir að ráðherra hefur tekið ákvörðun um sóttvarnaaðgerðir og tilkynnt um þær. „Þetta er þekkt aðferð til að færa til ábyrgð og brjóta upp slæmar fréttir. Án leka hefði Willum mætt á morgun og tilkynnt um 30 manna fjöldatakmarkanir og 300 manna hólf skilgreind á fjöldasamkomum og verið vondi kallinn. Með leka mun Willum koma fram á morgun og tilkynna að hann hafi ákveðið að setja á mildari takmarkanir en Þórólfur lagði til; 30 manna fjöldatakmarkanir og 300 manna hólf skilgreind á fjöldasamkomum. Þá er Þórólfur vondi kallinn en Willum sá mildi. Þórólfur hafði engan hag af því að leka minnisblaðinu, aðeins Willum. Framsóknarstjórnmál snúast aldrei um innihald (nema hvað markmiðið er að auga mennina sem rændu eignum samvinnuhreyfingarinnar) en ætíð um yfirborðsmennsku,“ segir Gunnar Smári. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Alþingi Tengdar fréttir Vilji að tveggja metra regla verði tekin upp aftur Sóttvarnalæknir hefur lagt til að tveggja metra nálægðarregla verði tekin upp á ný í stað eins metra reglu og að 200 manna hólf verði leyfð á viðburðum gegn framvísun neikvæðs hraðprófs eða annarra vottorða. 20. desember 2021 18:33 Leggur til 20 manna samkomubann og frestun skóla Sóttvarnalæknir leggur til verulega hertar sóttvarnaaðgerðir í minnisblaði sínu til heilbrigðisráðherra. Meðal þess sem lagt er til er 20 manna samkomubann og að skólar taki seinna til starfa en áður var gert ráð fyrir. 20. desember 2021 16:02 Mest lesið Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Innlent Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman Innlent Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Innlent „Þykjustuleikur“ að Ísland fái annan díl Innlent Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Innlent Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Innlent Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Innlent „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Innlent Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Innlent Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Erlent Fleiri fréttir Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun" Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins „Þykjustuleikur“ að Ísland fái annan díl Selta olli rafmagnsleysi á Suðurlandi Friður á Gasa mögulega í sjónmáli og rætt við utanríkisráðherra Palestínu Mosfellingur hjá Strætó leiðir unga Framsóknarmenn „Hvað varð um að gera meira, hraðar?“ Veðrið setur strik í reikninginn Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Utanríkisráðherra Palestínu á Íslandi á sögulegum tímum Leit að meintum brennuvargi engu skilað Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Ástæða til að hafa áhyggjur af vanfjármögnun spítalans Meirihluti hlynntur þátttöku ef Ísrael er ekki með Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Ford vörubíll árgerð 1930 gefinn Byggðasafni Árnesinga „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Mamma Möggu Stínu gerir upp erfiðan dag Útlendingastofnun: Ekkert bendi til ómannúðlegrar meðferðar í Króatíu Sjá meira
Í Facebook-færslu sem hann birti í gærkvöldi segir Gunnar Smári líklegast að aðstoðarmaður ráðherra hafi lekið upplýsingum úr minnisblaði Þórólfs en fjölmiðlar greindu frá því í gær að sóttvarnalæknir legði til 20 manna fjöldatakmarkanir, 200 manna hólf á fjöldasamkomum og tveggja metra fjarlægðarreglu í stað eins metra. Eins og þekkt er orðið hefur Þórólfur ekkert viljað tjá sig um efnislegt innihald minnisblaða sinna fyrr en eftir að ráðherra hefur tekið ákvörðun um sóttvarnaaðgerðir og tilkynnt um þær. „Þetta er þekkt aðferð til að færa til ábyrgð og brjóta upp slæmar fréttir. Án leka hefði Willum mætt á morgun og tilkynnt um 30 manna fjöldatakmarkanir og 300 manna hólf skilgreind á fjöldasamkomum og verið vondi kallinn. Með leka mun Willum koma fram á morgun og tilkynna að hann hafi ákveðið að setja á mildari takmarkanir en Þórólfur lagði til; 30 manna fjöldatakmarkanir og 300 manna hólf skilgreind á fjöldasamkomum. Þá er Þórólfur vondi kallinn en Willum sá mildi. Þórólfur hafði engan hag af því að leka minnisblaðinu, aðeins Willum. Framsóknarstjórnmál snúast aldrei um innihald (nema hvað markmiðið er að auga mennina sem rændu eignum samvinnuhreyfingarinnar) en ætíð um yfirborðsmennsku,“ segir Gunnar Smári.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Alþingi Tengdar fréttir Vilji að tveggja metra regla verði tekin upp aftur Sóttvarnalæknir hefur lagt til að tveggja metra nálægðarregla verði tekin upp á ný í stað eins metra reglu og að 200 manna hólf verði leyfð á viðburðum gegn framvísun neikvæðs hraðprófs eða annarra vottorða. 20. desember 2021 18:33 Leggur til 20 manna samkomubann og frestun skóla Sóttvarnalæknir leggur til verulega hertar sóttvarnaaðgerðir í minnisblaði sínu til heilbrigðisráðherra. Meðal þess sem lagt er til er 20 manna samkomubann og að skólar taki seinna til starfa en áður var gert ráð fyrir. 20. desember 2021 16:02 Mest lesið Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Innlent Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman Innlent Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Innlent „Þykjustuleikur“ að Ísland fái annan díl Innlent Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Innlent Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Innlent Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Innlent „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Innlent Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Innlent Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Erlent Fleiri fréttir Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun" Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins „Þykjustuleikur“ að Ísland fái annan díl Selta olli rafmagnsleysi á Suðurlandi Friður á Gasa mögulega í sjónmáli og rætt við utanríkisráðherra Palestínu Mosfellingur hjá Strætó leiðir unga Framsóknarmenn „Hvað varð um að gera meira, hraðar?“ Veðrið setur strik í reikninginn Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Utanríkisráðherra Palestínu á Íslandi á sögulegum tímum Leit að meintum brennuvargi engu skilað Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Ástæða til að hafa áhyggjur af vanfjármögnun spítalans Meirihluti hlynntur þátttöku ef Ísrael er ekki með Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Ford vörubíll árgerð 1930 gefinn Byggðasafni Árnesinga „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Mamma Möggu Stínu gerir upp erfiðan dag Útlendingastofnun: Ekkert bendi til ómannúðlegrar meðferðar í Króatíu Sjá meira
Vilji að tveggja metra regla verði tekin upp aftur Sóttvarnalæknir hefur lagt til að tveggja metra nálægðarregla verði tekin upp á ný í stað eins metra reglu og að 200 manna hólf verði leyfð á viðburðum gegn framvísun neikvæðs hraðprófs eða annarra vottorða. 20. desember 2021 18:33
Leggur til 20 manna samkomubann og frestun skóla Sóttvarnalæknir leggur til verulega hertar sóttvarnaaðgerðir í minnisblaði sínu til heilbrigðisráðherra. Meðal þess sem lagt er til er 20 manna samkomubann og að skólar taki seinna til starfa en áður var gert ráð fyrir. 20. desember 2021 16:02