Innlent

Börn og eigin­kona fá bætur vegna hús­leitar

Viktor Örn Ásgeirsson skrifar
Landsréttur
Landsréttur Foto: Vilhelm Gunnarsson/Vilhelm Gunnarsson

Landsréttur féllst á að greiða bæri konu, auk ólögráða barna hennar, bætur vegna húsleitar á heimili þeirra. Aðgerðir lögreglu beindust að eiginmanni konunnar en hann var þar að auki faðir barnanna, sem kröfðust bóta vegna aðgerða lögreglu.

Atvik málsins má rekja til rannsóknar lögreglu á afbrotum mannsins, en húsleitin leiddi til þess að maðurinn var dæmdur til refsingar fyrir fíkniefnaframleiðslu. Við leitina fundust 21 kannabisplanta og búnaður til ræktunar í skúr við heimili þeirra.

Í dómi Landsréttar kom fram að húsleit fæli í sér óhjákvæmilega röskun á friðhelgi einkalífs og talið var að eiginkonan, auk barnanna, hefðu þá þegar orðið fyrir tjóni af þeim sökum.

Landsréttur dæmdi íslenska ríkið því til að greiða börnunum þremur, auk eiginkonunnar, fimmtíu þúsund í skaðabætur vegna húsleitarinnar. 

Hér má lesa dóm Landsréttar í heild sinni.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.