„Hann öskraði að hann vildi deyja út af verkjum“ Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 18. desember 2021 14:16 Til vinstri má sjá Alexander á Fossvogsspítala, 12 klukkustundum eftir að Karenína móðir hans talaði við hjúkrunarfræðinginn á Læknavaktinni. Vísir Móðir átta ára gamals drengs segist hafa mætt hroka og skilningsleysi á Læknavaktinni þegar hún hringdi inn vegna átta ára sonar síns, sem var þjakaður úr verkjum. Í ljós kom þegar drengurinn var fluttur á spítala að hann væri með heilablæðingu. „Þann 22. apríl á þessu ári, á 8 ára afmælisdaginn sinn, vaknar Alexander með versta mögulega höfuðverk. Hann ældi og öskraði úr verkjum. Ég hringdi á læknavaktina, þar sem við vorum í sóttkví, til þess að vita hvert ég ætti að fara með hann. En þvílíkur hroki og „er þetta fyrsta barn“ stælar,“ skrifar Karenína Elsudóttir í Facebook-færslu. Karenína birti færslunna í gær eftir að hún las viðtal í Fréttablaðinu við móður með slæma reynslu af Læknavaktinni. Hún segist ekki hafa getað setið á sér eftir að hún las viðtalið og deilir því sögu sinni. Færslu Karenínu hefur verið deilt tæplega 180 sinnum á Facebook og meira en 1.100 manns hafa líkað við færsluna. Karenína segir hjúkrunarfræðing á Læknavaktinni hafa sagt sér að gefa Alexander verkjalyf, sem hafi ekki verið hægt. „Ég sagðist ekki koma því ofan í hann þar sem hann ældi bókstaflega úr verkjum. Hann öskraði að hann vildi deyja útaf þessum verkjum. Hún sagði mér að halda áfram að reyna og hringja aftur ef hann yrði eitthvað verri?!“ Hún segist ekki hafa verið sátt við þessi svör og því hringt í neyðarlínuna. Í miðju símtali hafi Alexander hins vegar misst meðvitund. „Um leið og sjúkraflutningamenn komu þá rifu þeir hann í fangið og hlupu með hann út í sjúkrabíl og beint á barnaspítala. Niðrá barnaspítala kom í ljós að barnið væri með massíva heilblæðingu. Hann var drifinn upp í Fossvog,“ segir Karenína og segir Alexander hafa fæðst með æðaflækju í heila sem hafði þarna blætt úr. „Uppá Fossvogi var okkur tjáð að þetta væri mjög alvarlegt ástand og hann gæti dáið, við áttum að undirbúa fjölskylduna okkur undir það. Hann fór í margra klukkutíma heilaaðgerð sem bjargaði lífi hans,“ skrifar Karenína. Hún segir að fjölskyldunni hafi verið tjáð það að hefðu sjúkraflutningamennirnir ekki brugðist svo hratt við hefði drengurinn dáið. Við hafi tekið fjögurra mánaða sjúkrahúslega. Alexander hafi þurft að læra að labba, tala, borða og læra alla samhæfingu upp á nýtt. Hann sé enn í sjúkraþjálfun til að styrkjast. „Ég lagði inn kvörtun til Læknavaktarinnar út af þessu símtali, bæði út af hrokanum sem mætti mér og skilningsleysinu. Þeir sögðu að það hafði verið tekið fyrir sem hefur greinilega ekki gerst. Þetta er ekki fyrsta, ekki annað og örugglega ekki síðasta skiptið sem Læknavaktin drullar svona upp á bak, á það að kosta líf barnanna okkar eða þeirra sem okkur þykir vænt um?“ Börn og uppeldi Heilbrigðismál Mest lesið Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Innlent Segist vilja komast til himna Erlent Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Innlent Mínútuþögn á Menningarnótt Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf Innlent Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Innlent „Það er engin sleggja“ Innlent Ísland frumstætt samanborið við Noreg Innlent Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Innlent Fleiri fréttir Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Mínútuþögn á Menningarnótt Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Tilkynnt um par að slást Norskir kafarar og dularfullur hraðbankaþjófnaður Líkið ekki innan um aðra sjúklinga Norsku kafararnir mættir í Haukadalsá Ekki allt sem sýnist varðandi launin Húsleit á heimili þekkts brotamanns Hraðari aflögun í Krýsuvík en áður Þess sem stýrir rannsókn að ákveða lengd símabanns fanga Fordæmisgefandi fyrir Ísland hvernig haldið verði á málum Úkraínu Sóttu skipverja á rússnesku skipi langt út á sjó og svo beint í Hrafntinnusker Kanna starfshætti, verklag og aðstæður Vöknuðu með rottu upp í rúmi Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Sjá meira
„Þann 22. apríl á þessu ári, á 8 ára afmælisdaginn sinn, vaknar Alexander með versta mögulega höfuðverk. Hann ældi og öskraði úr verkjum. Ég hringdi á læknavaktina, þar sem við vorum í sóttkví, til þess að vita hvert ég ætti að fara með hann. En þvílíkur hroki og „er þetta fyrsta barn“ stælar,“ skrifar Karenína Elsudóttir í Facebook-færslu. Karenína birti færslunna í gær eftir að hún las viðtal í Fréttablaðinu við móður með slæma reynslu af Læknavaktinni. Hún segist ekki hafa getað setið á sér eftir að hún las viðtalið og deilir því sögu sinni. Færslu Karenínu hefur verið deilt tæplega 180 sinnum á Facebook og meira en 1.100 manns hafa líkað við færsluna. Karenína segir hjúkrunarfræðing á Læknavaktinni hafa sagt sér að gefa Alexander verkjalyf, sem hafi ekki verið hægt. „Ég sagðist ekki koma því ofan í hann þar sem hann ældi bókstaflega úr verkjum. Hann öskraði að hann vildi deyja útaf þessum verkjum. Hún sagði mér að halda áfram að reyna og hringja aftur ef hann yrði eitthvað verri?!“ Hún segist ekki hafa verið sátt við þessi svör og því hringt í neyðarlínuna. Í miðju símtali hafi Alexander hins vegar misst meðvitund. „Um leið og sjúkraflutningamenn komu þá rifu þeir hann í fangið og hlupu með hann út í sjúkrabíl og beint á barnaspítala. Niðrá barnaspítala kom í ljós að barnið væri með massíva heilblæðingu. Hann var drifinn upp í Fossvog,“ segir Karenína og segir Alexander hafa fæðst með æðaflækju í heila sem hafði þarna blætt úr. „Uppá Fossvogi var okkur tjáð að þetta væri mjög alvarlegt ástand og hann gæti dáið, við áttum að undirbúa fjölskylduna okkur undir það. Hann fór í margra klukkutíma heilaaðgerð sem bjargaði lífi hans,“ skrifar Karenína. Hún segir að fjölskyldunni hafi verið tjáð það að hefðu sjúkraflutningamennirnir ekki brugðist svo hratt við hefði drengurinn dáið. Við hafi tekið fjögurra mánaða sjúkrahúslega. Alexander hafi þurft að læra að labba, tala, borða og læra alla samhæfingu upp á nýtt. Hann sé enn í sjúkraþjálfun til að styrkjast. „Ég lagði inn kvörtun til Læknavaktarinnar út af þessu símtali, bæði út af hrokanum sem mætti mér og skilningsleysinu. Þeir sögðu að það hafði verið tekið fyrir sem hefur greinilega ekki gerst. Þetta er ekki fyrsta, ekki annað og örugglega ekki síðasta skiptið sem Læknavaktin drullar svona upp á bak, á það að kosta líf barnanna okkar eða þeirra sem okkur þykir vænt um?“
Börn og uppeldi Heilbrigðismál Mest lesið Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Innlent Segist vilja komast til himna Erlent Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Innlent Mínútuþögn á Menningarnótt Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf Innlent Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Innlent „Það er engin sleggja“ Innlent Ísland frumstætt samanborið við Noreg Innlent Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Innlent Fleiri fréttir Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Mínútuþögn á Menningarnótt Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Tilkynnt um par að slást Norskir kafarar og dularfullur hraðbankaþjófnaður Líkið ekki innan um aðra sjúklinga Norsku kafararnir mættir í Haukadalsá Ekki allt sem sýnist varðandi launin Húsleit á heimili þekkts brotamanns Hraðari aflögun í Krýsuvík en áður Þess sem stýrir rannsókn að ákveða lengd símabanns fanga Fordæmisgefandi fyrir Ísland hvernig haldið verði á málum Úkraínu Sóttu skipverja á rússnesku skipi langt út á sjó og svo beint í Hrafntinnusker Kanna starfshætti, verklag og aðstæður Vöknuðu með rottu upp í rúmi Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Sjá meira