Engin merki um byrlun Eiður Þór Árnason skrifar 17. desember 2021 17:07 Málin hafa verið til rannsóknar hjá lögreglunni á Akureyri. Vísir/Vilhelm Engin merki voru um deyfilyf eða fíkniefni í sýnum sem tekin voru vegna gruns um að þremur einstaklingum hafi verið byrlað á skemmtistöðum eða heimahúsum á Akureyri í lok október. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni á Norðurlandi eystra sem hefur haft málin þrjú til rannsóknar. Blóðsýni voru tekin úr þeim aðilum sem tilkynntu grun um byrlun. „Í öllum tilvikum voru sýnin tekin fljótlega eftir að grunur vaknaði um brot og strax eftir að afskipti lögreglu hófust.“ Við rannsókn á sýnunum kom í ljós að einstaklingarnir höfðu töluvert áfengismagn í blóðinu, að sögn lögreglu en engin merki voru um deyfilyf eða fíkniefni. Lögregla hafði áður haft afskipti af fjórða aðilanum sem taldi að sér hefði verið byrlað. Að mati læknis var ekki talið að um byrlun væri að ræða í því tilviki og voru því ekki tekin blóðsýni. Fannst nær rænulaus fyrir utan skemmtistað Greint var frá því í lok október að grunur léki á að tveimur konum og einum karlmanni hafi verið byrluð ólyfjan á Akureyri. Önnur kvennanna fannst nær rænulaus fyrir utan skemmtistað í bænum en vinir hinna tveggja komu þeim á slysadeild. „Það fór lögreglumaður á bráðamóttökuna en við náðum ekkert að ræða við viðkomandi einstaklinga til þess að spyrja út í ferðir þeirra og fleira,” sagði Árni Páll Jóhannesson, aðalvarðstjóri hjá lögreglunni á Norðurlandi eystra þá í samtali við fréttastofu. Bætti hann við að almennt hafi ekki verið mikið um tilkynningar um byrlanir á Akureyri. Hins vegar hafi átt sér stað ákveðin vitundarvakning og fólk því hugsanlega meira á varðbergi. Jákvætt væri að fólk fylgdist vel með. Akureyri Lögreglumál Tengdar fréttir Grunur um að þremur hafi verið byrlað Grunur leikur á að þremur hafi verið byrluð ólyfjan á Akureyri í nótt, tveimur konum og einum karlmanni. Önnur kvennanna fannst nær rænulaus fyrir utan skemmtistað í bænum en vinir hinna tveggja komu þeim á slysadeild. 31. október 2021 13:12 Mest lesið Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Erlent „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ Innlent „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Innlent Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Innlent Louvre-safni lokað vegna ráns Erlent „Málið er fast“ Innlent Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Erlent Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Innlent Nemendur gangi ítrekað í skrokk á kennurum Innlent Fleiri fréttir Nemendur gangi ítrekað í skrokk á kennurum Nemendur ganga í skrokk á kennurum og kjaradeila enn í hnút Lögregla aðstoðaði við að vísa gestum út af hóteli í 105 Þáttur Trumps gífurlega mikilvægur „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ „Málið er fast“ Byggja þarf 5.500 íbúðir á Suðurlandi á næstu 10 árum „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Verkfallið vonbrigði og grímuklæddir glæpamenn í Louvre Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Sprengisandur: Sigurður Ingi hættir, gervigreindarkapphlaup og vaxtamálið Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni á Norðurlandi eystra sem hefur haft málin þrjú til rannsóknar. Blóðsýni voru tekin úr þeim aðilum sem tilkynntu grun um byrlun. „Í öllum tilvikum voru sýnin tekin fljótlega eftir að grunur vaknaði um brot og strax eftir að afskipti lögreglu hófust.“ Við rannsókn á sýnunum kom í ljós að einstaklingarnir höfðu töluvert áfengismagn í blóðinu, að sögn lögreglu en engin merki voru um deyfilyf eða fíkniefni. Lögregla hafði áður haft afskipti af fjórða aðilanum sem taldi að sér hefði verið byrlað. Að mati læknis var ekki talið að um byrlun væri að ræða í því tilviki og voru því ekki tekin blóðsýni. Fannst nær rænulaus fyrir utan skemmtistað Greint var frá því í lok október að grunur léki á að tveimur konum og einum karlmanni hafi verið byrluð ólyfjan á Akureyri. Önnur kvennanna fannst nær rænulaus fyrir utan skemmtistað í bænum en vinir hinna tveggja komu þeim á slysadeild. „Það fór lögreglumaður á bráðamóttökuna en við náðum ekkert að ræða við viðkomandi einstaklinga til þess að spyrja út í ferðir þeirra og fleira,” sagði Árni Páll Jóhannesson, aðalvarðstjóri hjá lögreglunni á Norðurlandi eystra þá í samtali við fréttastofu. Bætti hann við að almennt hafi ekki verið mikið um tilkynningar um byrlanir á Akureyri. Hins vegar hafi átt sér stað ákveðin vitundarvakning og fólk því hugsanlega meira á varðbergi. Jákvætt væri að fólk fylgdist vel með.
Akureyri Lögreglumál Tengdar fréttir Grunur um að þremur hafi verið byrlað Grunur leikur á að þremur hafi verið byrluð ólyfjan á Akureyri í nótt, tveimur konum og einum karlmanni. Önnur kvennanna fannst nær rænulaus fyrir utan skemmtistað í bænum en vinir hinna tveggja komu þeim á slysadeild. 31. október 2021 13:12 Mest lesið Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Erlent „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ Innlent „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Innlent Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Innlent Louvre-safni lokað vegna ráns Erlent „Málið er fast“ Innlent Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Erlent Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Innlent Nemendur gangi ítrekað í skrokk á kennurum Innlent Fleiri fréttir Nemendur gangi ítrekað í skrokk á kennurum Nemendur ganga í skrokk á kennurum og kjaradeila enn í hnút Lögregla aðstoðaði við að vísa gestum út af hóteli í 105 Þáttur Trumps gífurlega mikilvægur „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ „Málið er fast“ Byggja þarf 5.500 íbúðir á Suðurlandi á næstu 10 árum „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Verkfallið vonbrigði og grímuklæddir glæpamenn í Louvre Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Sprengisandur: Sigurður Ingi hættir, gervigreindarkapphlaup og vaxtamálið Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Sjá meira
Grunur um að þremur hafi verið byrlað Grunur leikur á að þremur hafi verið byrluð ólyfjan á Akureyri í nótt, tveimur konum og einum karlmanni. Önnur kvennanna fannst nær rænulaus fyrir utan skemmtistað í bænum en vinir hinna tveggja komu þeim á slysadeild. 31. október 2021 13:12