Hildur undrandi en Eyþóri líst vel á leiðtogaprófkjör Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 15. desember 2021 21:27 Eyþór og Hildur munu að líkindum mætast í prófkjöri um leiðtogasæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík fyrir komandi borgarstjórnarkosningar, að öllu óbreyttu. Sama fyrirkomulag var fyrir fjórum árum. vísir/vilhelm Allt stefnir í að kosið verði um leiðtoga Sjálfstæðismanna í borgarstjórnarkosningum í vor. Hildur Björnsdóttir og Eyþór Arnalds, sem leiddi lista flokksins í síðustu kosningum, hafa bæði lýst því yfir að þau sækist eftir leiðtogasætinu. Engir fleiri hafa lýst yfir áhuga á leiðtogasætinu enn sem komið er. Vörður, fulltrúaráð sjálfstæðisfélaga í Reykjavík, gerir þetta að tillögu sinni í kvöld og mbl.is greinir frá. Notast var við sama fyrirkomulag í sveitarstjórnarkosningunum árið 2018 þar sem efnt var til prófkjörs um hver myndi leiða lista flokksins í borginni. Þá sóttust Eyþór, Kjartan Magnússon, Áslaug Friðriksdóttir, Vilhjálmur Bjarnason og Viðar Guðjohnsen eftir leiðtogasætinu. Það verður svo í höndum fulltrúaráðs Sjálfstæðisflokksins að samþykkja fyrirkomulagið. Verði það samþykkt af ráðinu verður kjörnefnd skipuð til að raða í önnur sæti á listanum, sem er sama fyrirkomulag og var haft í síðustu borgarstjórnarkosningum. Ekkert þeirra sem sóttist eftir leiðtogasætinu árið 2018 og fékk það ekki var skipað á framboðslistann. Furðar sig á niðurstöðu fundarins Hildur segir í samtali við fréttastofu að hún sé undrandi á niðurstöðu Varðar. „Ég undrast þessa niðurstöðu fundarins, ekki síst eftir kraftmikil prófkjör síðasta vors. Fulltrúaráð Sjálfstæðisflokks verður hins vegar kallað saman á nýju ári og tillögur um fyrirkomulag prófkjörs borið undir atkvæði,“ segir Hildur. Hún skorar á Sjálfstæðismenn að greiða atkvæði með almennu prófkjöri, ekki bara leiðtogaprófkjöri. „Það er styrkur okkar Sjálfstæðismanna, langt umfram aðra flokka, að geta blásið til prófkjörs, hvar þúsundir flokksmanna koma saman til að velja fólk á lista. Prófkjörin hafa jafnframt sýnt hve mikil eftirspurn er eftir því að starfa með Sjálfstæðisflokknum,“ segir Hildur. „Við erum stór og við eigum að haga okkur eftir því. Slagkraftinn úr prófkjörinu eigum við svo að nýta inní kraftmiklar kosningar. Það er löngu tímabært að Sjálfstæðisflokkurinn komist til áhrifa í borginni.“ Sér fram á málefnalega leiðtogabaráttu Eyþór segir í samtali við fréttastofu að hann líti komandi prófkjör björtum augum og hlakki til vorsins. „Það liggur fyrir að verði prófkjör og þetta er þá með svipuðum hætti og fyrir fjórum árum. Þá var líka leiðtogaprófkjör og fimm sem kepptust um að leiða listann. Það leiðtogaprófkjör fékk góða athygli og ég sé að Sjálfstæðisflokkurinn er að fá góða athygli núþegar út á þessi mál og ég get trúað því að það verði þá hægt að ræða málefni og stefnu flokksins, ekki bara frambjóðendur þegar kastljósið er á efsta sætinu,“ segir Eyþór. „Ég á von á því að baráttan verði málefnaleg. Við höfum unnið saman í borgarstjórnarhópnum í þrjú ár rúm og erum búin að vinna saman í fjögur ár og þekkjumst vel. Þannig að ég held að baráttan verði málefnaleg, það er það sem þarf, að við ræðum málefnin og stefnuna. Það er það sem kjósendur vilja.“ Reykjavík Sjálfstæðisflokkurinn Sveitarstjórnarkosningar 2022 Mest lesið Sambandið við Rússland og siðrof í Evrópu í forgangi Erlent Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Innlent Á fjórða tug barna drepin í drónaárás á leikskóla Erlent Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Innlent Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Innlent Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Innlent Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda Innlent Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Innlent Fleiri fréttir Þrír handteknir fyrir hótanir og vopnalagabrot Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Gefa út litlausa viðvörun Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Vonast til að opna nýtt Konukot sem fyrst Ekki markmiðið að takmarka aðgengi fjölmiðla Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Alltaf ljóst að Flokkur fólksins væri veiki hlekkurinn Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Reiknað með fjölmenni á jólamarkaði á Flúðum í dag Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Forseti Alþingis tjáir sig um ummælin umdeildu Fjárlög afgreidd fyrir hlæjandi þingsal Vakna seinast en vilja mest morgunbirtu Gripinn á 130 á 80-götu Með hamagang á hóteli og kastaði innanstokksmunum „Brast eitthvað innra með mér og ég sá að ekki var allt með felldu“ Skólp og klór frá Hveragerði gerir Ölfusingum lífið leitt MAST búið að snúa hnífnum Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Brostnar forsendur, ný könnun og fyrrverandi nýnasisti „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Sjá meira
Vörður, fulltrúaráð sjálfstæðisfélaga í Reykjavík, gerir þetta að tillögu sinni í kvöld og mbl.is greinir frá. Notast var við sama fyrirkomulag í sveitarstjórnarkosningunum árið 2018 þar sem efnt var til prófkjörs um hver myndi leiða lista flokksins í borginni. Þá sóttust Eyþór, Kjartan Magnússon, Áslaug Friðriksdóttir, Vilhjálmur Bjarnason og Viðar Guðjohnsen eftir leiðtogasætinu. Það verður svo í höndum fulltrúaráðs Sjálfstæðisflokksins að samþykkja fyrirkomulagið. Verði það samþykkt af ráðinu verður kjörnefnd skipuð til að raða í önnur sæti á listanum, sem er sama fyrirkomulag og var haft í síðustu borgarstjórnarkosningum. Ekkert þeirra sem sóttist eftir leiðtogasætinu árið 2018 og fékk það ekki var skipað á framboðslistann. Furðar sig á niðurstöðu fundarins Hildur segir í samtali við fréttastofu að hún sé undrandi á niðurstöðu Varðar. „Ég undrast þessa niðurstöðu fundarins, ekki síst eftir kraftmikil prófkjör síðasta vors. Fulltrúaráð Sjálfstæðisflokks verður hins vegar kallað saman á nýju ári og tillögur um fyrirkomulag prófkjörs borið undir atkvæði,“ segir Hildur. Hún skorar á Sjálfstæðismenn að greiða atkvæði með almennu prófkjöri, ekki bara leiðtogaprófkjöri. „Það er styrkur okkar Sjálfstæðismanna, langt umfram aðra flokka, að geta blásið til prófkjörs, hvar þúsundir flokksmanna koma saman til að velja fólk á lista. Prófkjörin hafa jafnframt sýnt hve mikil eftirspurn er eftir því að starfa með Sjálfstæðisflokknum,“ segir Hildur. „Við erum stór og við eigum að haga okkur eftir því. Slagkraftinn úr prófkjörinu eigum við svo að nýta inní kraftmiklar kosningar. Það er löngu tímabært að Sjálfstæðisflokkurinn komist til áhrifa í borginni.“ Sér fram á málefnalega leiðtogabaráttu Eyþór segir í samtali við fréttastofu að hann líti komandi prófkjör björtum augum og hlakki til vorsins. „Það liggur fyrir að verði prófkjör og þetta er þá með svipuðum hætti og fyrir fjórum árum. Þá var líka leiðtogaprófkjör og fimm sem kepptust um að leiða listann. Það leiðtogaprófkjör fékk góða athygli og ég sé að Sjálfstæðisflokkurinn er að fá góða athygli núþegar út á þessi mál og ég get trúað því að það verði þá hægt að ræða málefni og stefnu flokksins, ekki bara frambjóðendur þegar kastljósið er á efsta sætinu,“ segir Eyþór. „Ég á von á því að baráttan verði málefnaleg. Við höfum unnið saman í borgarstjórnarhópnum í þrjú ár rúm og erum búin að vinna saman í fjögur ár og þekkjumst vel. Þannig að ég held að baráttan verði málefnaleg, það er það sem þarf, að við ræðum málefnin og stefnuna. Það er það sem kjósendur vilja.“
Reykjavík Sjálfstæðisflokkurinn Sveitarstjórnarkosningar 2022 Mest lesið Sambandið við Rússland og siðrof í Evrópu í forgangi Erlent Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Innlent Á fjórða tug barna drepin í drónaárás á leikskóla Erlent Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Innlent Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Innlent Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Innlent Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda Innlent Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Innlent Fleiri fréttir Þrír handteknir fyrir hótanir og vopnalagabrot Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Gefa út litlausa viðvörun Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Vonast til að opna nýtt Konukot sem fyrst Ekki markmiðið að takmarka aðgengi fjölmiðla Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Alltaf ljóst að Flokkur fólksins væri veiki hlekkurinn Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Reiknað með fjölmenni á jólamarkaði á Flúðum í dag Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Forseti Alþingis tjáir sig um ummælin umdeildu Fjárlög afgreidd fyrir hlæjandi þingsal Vakna seinast en vilja mest morgunbirtu Gripinn á 130 á 80-götu Með hamagang á hóteli og kastaði innanstokksmunum „Brast eitthvað innra með mér og ég sá að ekki var allt með felldu“ Skólp og klór frá Hveragerði gerir Ölfusingum lífið leitt MAST búið að snúa hnífnum Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Brostnar forsendur, ný könnun og fyrrverandi nýnasisti „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Sjá meira