Facebook-skrifum Sigurðar G. um Þórhildi Gyðu vísað frá úrskurðarnefnd Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 15. desember 2021 19:08 Þórhildur Gyða Arnarsdóttir hefur kært Sigurð G. Guðjónsson hæstaréttarlögmann til lögreglu, Persónuverndar og Lögmannafélags Íslands vegna umdeildrar Facebook-færslu. Vísir Úrskurðarnefnd lögmanna hefur vísað kvörtun Þórhildar Gyðu Arnarsdóttur vegna skrifa hæstaréttarlögmannsins Sigurðar G. Guðnasonar á Facebook frá nefndinni. Þórhildur Gyða kærði umdælda Facebook-færslu Sigurðar til Lögmannafélags Íslands en í færslunn birti hann myndir úr lögregluskýrslu hennar. Um var að ræða lögregluskýrslu vegna árásar sem hún varð fyrir af hendi knattspyrnumannsins Kolbeins Sigþórssonar á skemmtistað haustið 2017. Samkvæmt úrskurði nefndarinnar mátu Þórhildur Gyða og lögmaður hennar svo að með færslunni hafi Sigurður verið að gæta hagsmuna Kolbeins og KSÍ en hann hefur lengi starfað í nefndum innan knattspyrnusambandsins. Þá sé Sigurður jafnframt í stjórn í Bakarameistarans, sem er í eigu fjölskyldu Kolbeins. Krafðist Þórhildur þess að Sigurður yrði áminntur fyrir skrifin en Sigurður að málinu yrði vísað frá. Þá skrifaði Sigurður í greinagerð sem hann sendi úrskurðarnefndinni að Lögmannafélagið væri skylduaðildafélag og hefði það ekkert boð- eða refsivald yfir honum nema vegna þeirra mála sem hann sinnti sem lögmaður. Félagið gæti ekki heft tjáningarfrelsi hans um málefni líðandi stundar. Auk þess væri hann sjálfboðaliði í þeim nefndum og stjórnum sem hann sæti í, Bakarameistarinn væri til að mynda ekki vinnuveitandi hans eins og segði í kærunni. Segir í úrskurði nefndarinnar að á grundvelli málsgagnanna sem lægju fyrir hafi ekki verið hægt að slá föstu að Sigurður hafi verið í hagsmunagæslu fyrir Kolbein eða KSÍ þegar hann birti skrifin. Jafnframt hafi hann ekki gengt neinni stöðu í sakamálinu sjálfu. Hann teldist því ekki hafa skrifað færsluna í starfi sínu sem lögmaður. Málinu var því vísað frá nefndinni. Landsliðsmenn sakaðir um kynferðisofbeldi Persónuvernd KSÍ Samfélagsmiðlar Tengdar fréttir Ákall til persónuverndar- og lögregluyfirvalda Eins og flest vita birti Sigurður G. Guðjónsson hæstaréttarlögfræðingur brot úr lögregluskýrslunum mínum á Facebook síðu sinni fyrir um það bil tveim mánuðum síðan. 18. nóvember 2021 11:31 Þórhildur Gyða hefur kært Sigurð G. vegna umdeildrar Facebook-færslu Þórhildur Gyða Arnarsdóttir hefur kært hæstaréttarlögmanninn Sigurð G. Guðjónsson til lögreglu, Persónuverndar og Lögmannafélags Íslands fyrir að hafa birt myndir úr lögregluskýrslu hennar. Þetta staðfestir lögmaður Þórhildar í samtali við Vísi. 24. september 2021 17:18 Birtingin geri lítið úr Þórhildi og „drusluskammi hana í leiðinni“ Lögmaður Þórhildar Gyðu Arnarsdóttur, sem kærði Kolbein Sigþórsson fyrir kynferðisofbeldi, íhugar að kæra Sigurð G. Guðjónsson hæstaréttarlögmann til lögreglu vegna birtingar á gögnum um mál hennar. 9. september 2021 20:00 Mest lesið „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Innlent „Þetta er innrás“ Innlent Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Innlent Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Erlent „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Innlent Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Innlent Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Erlent Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Innlent Fleiri fréttir Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Telur handtökuna byggja á slúðri Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Aukið aðhald í ríkisfjármálum og lífsbarátta hvals „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn „Það er ekkert verið að innleiða einhver svakaleg próf í Kópavoginum“ Hamarsvirkjun í bið frekar en vernd Gæsluvarðhald leiðbeinandans framlengt Konur með örorkulífeyri líklegri til að vera þolendur ofbeldis Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Höfuðpaur fær þremur mánuðum lengri dóm en burðardýr Veðrið sem hlaupararnir á laugardag geta búist við „Þetta er innrás“ Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Óbreyttir stýrisvextir, samræmd námspróf og breytt snið á Menningarnótt Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Mínútuþögn á Menningarnótt Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór Sjá meira
Þórhildur Gyða kærði umdælda Facebook-færslu Sigurðar til Lögmannafélags Íslands en í færslunn birti hann myndir úr lögregluskýrslu hennar. Um var að ræða lögregluskýrslu vegna árásar sem hún varð fyrir af hendi knattspyrnumannsins Kolbeins Sigþórssonar á skemmtistað haustið 2017. Samkvæmt úrskurði nefndarinnar mátu Þórhildur Gyða og lögmaður hennar svo að með færslunni hafi Sigurður verið að gæta hagsmuna Kolbeins og KSÍ en hann hefur lengi starfað í nefndum innan knattspyrnusambandsins. Þá sé Sigurður jafnframt í stjórn í Bakarameistarans, sem er í eigu fjölskyldu Kolbeins. Krafðist Þórhildur þess að Sigurður yrði áminntur fyrir skrifin en Sigurður að málinu yrði vísað frá. Þá skrifaði Sigurður í greinagerð sem hann sendi úrskurðarnefndinni að Lögmannafélagið væri skylduaðildafélag og hefði það ekkert boð- eða refsivald yfir honum nema vegna þeirra mála sem hann sinnti sem lögmaður. Félagið gæti ekki heft tjáningarfrelsi hans um málefni líðandi stundar. Auk þess væri hann sjálfboðaliði í þeim nefndum og stjórnum sem hann sæti í, Bakarameistarinn væri til að mynda ekki vinnuveitandi hans eins og segði í kærunni. Segir í úrskurði nefndarinnar að á grundvelli málsgagnanna sem lægju fyrir hafi ekki verið hægt að slá föstu að Sigurður hafi verið í hagsmunagæslu fyrir Kolbein eða KSÍ þegar hann birti skrifin. Jafnframt hafi hann ekki gengt neinni stöðu í sakamálinu sjálfu. Hann teldist því ekki hafa skrifað færsluna í starfi sínu sem lögmaður. Málinu var því vísað frá nefndinni.
Landsliðsmenn sakaðir um kynferðisofbeldi Persónuvernd KSÍ Samfélagsmiðlar Tengdar fréttir Ákall til persónuverndar- og lögregluyfirvalda Eins og flest vita birti Sigurður G. Guðjónsson hæstaréttarlögfræðingur brot úr lögregluskýrslunum mínum á Facebook síðu sinni fyrir um það bil tveim mánuðum síðan. 18. nóvember 2021 11:31 Þórhildur Gyða hefur kært Sigurð G. vegna umdeildrar Facebook-færslu Þórhildur Gyða Arnarsdóttir hefur kært hæstaréttarlögmanninn Sigurð G. Guðjónsson til lögreglu, Persónuverndar og Lögmannafélags Íslands fyrir að hafa birt myndir úr lögregluskýrslu hennar. Þetta staðfestir lögmaður Þórhildar í samtali við Vísi. 24. september 2021 17:18 Birtingin geri lítið úr Þórhildi og „drusluskammi hana í leiðinni“ Lögmaður Þórhildar Gyðu Arnarsdóttur, sem kærði Kolbein Sigþórsson fyrir kynferðisofbeldi, íhugar að kæra Sigurð G. Guðjónsson hæstaréttarlögmann til lögreglu vegna birtingar á gögnum um mál hennar. 9. september 2021 20:00 Mest lesið „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Innlent „Þetta er innrás“ Innlent Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Innlent Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Erlent „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Innlent Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Innlent Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Erlent Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Innlent Fleiri fréttir Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Telur handtökuna byggja á slúðri Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Aukið aðhald í ríkisfjármálum og lífsbarátta hvals „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn „Það er ekkert verið að innleiða einhver svakaleg próf í Kópavoginum“ Hamarsvirkjun í bið frekar en vernd Gæsluvarðhald leiðbeinandans framlengt Konur með örorkulífeyri líklegri til að vera þolendur ofbeldis Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Höfuðpaur fær þremur mánuðum lengri dóm en burðardýr Veðrið sem hlaupararnir á laugardag geta búist við „Þetta er innrás“ Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Óbreyttir stýrisvextir, samræmd námspróf og breytt snið á Menningarnótt Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Mínútuþögn á Menningarnótt Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór Sjá meira
Ákall til persónuverndar- og lögregluyfirvalda Eins og flest vita birti Sigurður G. Guðjónsson hæstaréttarlögfræðingur brot úr lögregluskýrslunum mínum á Facebook síðu sinni fyrir um það bil tveim mánuðum síðan. 18. nóvember 2021 11:31
Þórhildur Gyða hefur kært Sigurð G. vegna umdeildrar Facebook-færslu Þórhildur Gyða Arnarsdóttir hefur kært hæstaréttarlögmanninn Sigurð G. Guðjónsson til lögreglu, Persónuverndar og Lögmannafélags Íslands fyrir að hafa birt myndir úr lögregluskýrslu hennar. Þetta staðfestir lögmaður Þórhildar í samtali við Vísi. 24. september 2021 17:18
Birtingin geri lítið úr Þórhildi og „drusluskammi hana í leiðinni“ Lögmaður Þórhildar Gyðu Arnarsdóttur, sem kærði Kolbein Sigþórsson fyrir kynferðisofbeldi, íhugar að kæra Sigurð G. Guðjónsson hæstaréttarlögmann til lögreglu vegna birtingar á gögnum um mál hennar. 9. september 2021 20:00