Innlent

Laus úr haldi grunaður um frelsissviptingu og nauðgun

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Maðurinn var úrskurðaður í gæsluvarðhald í Héraðsdómi Reykjavíkur.
Maðurinn var úrskurðaður í gæsluvarðhald í Héraðsdómi Reykjavíkur. Vísir/vilhelm

Karlmaður á fertugsaldri, sem grunaður er um að hafa frelsissvipt og nauðgað fjórtán ára stúlku á höfuðborgarsvæðinu um síðustu helgi, er laus úr gæsluvarðhaldi. 

Þetta staðfestir Ævar Pálmi Pálmason yfirmaður kynferðisbrotadeildar lögreglu á höfuðborgarsvæðinu í samtali við fréttastofu. Hann segir rannsókn málsins miða vel. Ákveðið hafi verið að sleppa manninum úr haldi þar sem ekki hafi þótt rannsóknarhagsmunir í húfi þannig að tilefni væri til að halda honum lengur. 

Þá verður tekin afstaða til þess eftir helgi hvort karlmaður á sjötugsaldri, sem úrskurðaður var í fjögurra vikna gæsluvarðhald á fimmtudag vegna gruns um fjölda brota gegn börnum, verði áfram í varðhaldi. Úskurðurinn var kærður samdægurs til Landsréttar. Brotin sem maðurinn er grunaður um eru orðin hátt í tuttugu, að sögn Ævars.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×